Konur fagna afléttingu akstursbanns Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. september 2017 06:00 Konum í Sádi-Arabíu verður brátt heimilt að keyra. Nordicphotos/AFP Nordicphotos/AFP „Ég trúði þessu ekki. Ég fór bara að hlæja, hoppa og öskra. Þetta er mikill sigur,“ sagði Sahar Nassif, sádiarabísk baráttukona, í viðtali við BBC í gær en í fyrrinótt gaf Salman konungur tilskipun þess efnis að konum yrði heimilt að keyra bíla. Sagðist Nassif ætla að kaupa draumabílinn sinn af þessu tilefni, svartan og gulan Mustang blæjubíl. Mikil fagnaðarlæti voru í Persaflóaríkinu vegna tíðindanna í gær. „Þetta er risavaxið skref fyrir konur. Það er frábært að sjá konur við stýrið, bæði bókstaflega og í táknrænni merkingu. Feðraveldið er hægt en örugglega að breytast í jafnréttisríki. Þetta er stórkostlegt. Þetta eru fyrstu skrefin í átt að frelsi,“ sagði hin 26 ára Sultana al-Saud í samtali við The Guardian í gær. Manal al-Sharif, einn skipuleggjenda Women2Drive herferðarinnar, sem hefur jafnframt verið fangelsuð fyrir að setjast undir stýri í Sádi-Arabíu, fagnaði tíðindunum á Twitter og sagði að Sádi-Arabía yrði aldrei söm. „Regnið byrjar með stökum dropa,“ tísti al-Sharif. Er þetta annar jafnréttissigur kvenna á skömmum tíma en þeim var í fyrsta skipti heimilt að taka þátt í að fagna þjóðhátíðardegi Sádi-Araba á mánudag. Með tilskipun konungs varð Sádi-Arabía síðasta ríki heims til þess að leyfa konum að keyra. Aðeins karlmenn hafa hingað til mátt taka bílpróf og hættu konur sem keyrðu á að verða handteknar og sektaðar. Næstu skref eru þau að sérstök nefnd verður skipuð til þess að ráðleggja stjórnvöldum um hvernig sé best að aflétta banninu. Verður tilskipunin síðan að lögum þann 24. júní árið 2018. Khaled bin Salman, prins og sendiherra Sádi-Arabíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að konur þyrftu jafnframt ekki leyfi karlmanns til þess að taka bílpróf og að þær mættu keyra hvar sem þær vildu. Alþjóðasamfélagið tók þátt í fagnaðarlátunum og var António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ánægður með skrefið. „Ég styð ákvörðun Sádi-Araba um að aflétta banni við akstri kvenna. Þetta er mikilvægt skref í rétta átt,“ tísti Guterres. Ekki hafa þó allir Sádi-Arabar tekið tíðindunum fagnandi en ríkið er eitt það íhaldssamasta í heiminum þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Greinir BBC frá því að íhaldssömustu raddirnar hafi sagt ríkisstjórnina brjóta sjaríalög. Langt er þó í land fyrir sádiarabískar konur. Þurfa þær til að mynda að hlýða ströngum lögum um klæðaburð, þær mega ekki gefa sig á tal við ókunnuga karlmenn og verða að vera í fylgd karlmanns, eða fá skriflegt samþykki karlmanns, vilji þær ferðast, vinna eða sækja þjónustu innan heilbrigðiskerfisins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
„Ég trúði þessu ekki. Ég fór bara að hlæja, hoppa og öskra. Þetta er mikill sigur,“ sagði Sahar Nassif, sádiarabísk baráttukona, í viðtali við BBC í gær en í fyrrinótt gaf Salman konungur tilskipun þess efnis að konum yrði heimilt að keyra bíla. Sagðist Nassif ætla að kaupa draumabílinn sinn af þessu tilefni, svartan og gulan Mustang blæjubíl. Mikil fagnaðarlæti voru í Persaflóaríkinu vegna tíðindanna í gær. „Þetta er risavaxið skref fyrir konur. Það er frábært að sjá konur við stýrið, bæði bókstaflega og í táknrænni merkingu. Feðraveldið er hægt en örugglega að breytast í jafnréttisríki. Þetta er stórkostlegt. Þetta eru fyrstu skrefin í átt að frelsi,“ sagði hin 26 ára Sultana al-Saud í samtali við The Guardian í gær. Manal al-Sharif, einn skipuleggjenda Women2Drive herferðarinnar, sem hefur jafnframt verið fangelsuð fyrir að setjast undir stýri í Sádi-Arabíu, fagnaði tíðindunum á Twitter og sagði að Sádi-Arabía yrði aldrei söm. „Regnið byrjar með stökum dropa,“ tísti al-Sharif. Er þetta annar jafnréttissigur kvenna á skömmum tíma en þeim var í fyrsta skipti heimilt að taka þátt í að fagna þjóðhátíðardegi Sádi-Araba á mánudag. Með tilskipun konungs varð Sádi-Arabía síðasta ríki heims til þess að leyfa konum að keyra. Aðeins karlmenn hafa hingað til mátt taka bílpróf og hættu konur sem keyrðu á að verða handteknar og sektaðar. Næstu skref eru þau að sérstök nefnd verður skipuð til þess að ráðleggja stjórnvöldum um hvernig sé best að aflétta banninu. Verður tilskipunin síðan að lögum þann 24. júní árið 2018. Khaled bin Salman, prins og sendiherra Sádi-Arabíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að konur þyrftu jafnframt ekki leyfi karlmanns til þess að taka bílpróf og að þær mættu keyra hvar sem þær vildu. Alþjóðasamfélagið tók þátt í fagnaðarlátunum og var António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ánægður með skrefið. „Ég styð ákvörðun Sádi-Araba um að aflétta banni við akstri kvenna. Þetta er mikilvægt skref í rétta átt,“ tísti Guterres. Ekki hafa þó allir Sádi-Arabar tekið tíðindunum fagnandi en ríkið er eitt það íhaldssamasta í heiminum þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Greinir BBC frá því að íhaldssömustu raddirnar hafi sagt ríkisstjórnina brjóta sjaríalög. Langt er þó í land fyrir sádiarabískar konur. Þurfa þær til að mynda að hlýða ströngum lögum um klæðaburð, þær mega ekki gefa sig á tal við ókunnuga karlmenn og verða að vera í fylgd karlmanns, eða fá skriflegt samþykki karlmanns, vilji þær ferðast, vinna eða sækja þjónustu innan heilbrigðiskerfisins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira