Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2017 10:37 Guðlaugur Þór með Boris Johnson á NATO-fundi í mars, Vísir/EPA Guðlaugur Þór Þórðarson, starfandi utanríkisráðherra Íslands, er á meðal ræðumanna á samkomu til að fagna stofnun nýrrar hugveitu sem boðar harða stefnu varðandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í breska utanríkisráðuneytinu í dag. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, heldur boð í utanríkisráðuneytinu í kvöld til að fagna stofnun hugveitunnar Stofnun frjálsra viðskipta, að sögn Politico. Auk hans munu aðrir harðlínumenn innan breska Íhaldsflokksins tala, þar á meðal Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherrann, og Daniel Hannan, Evrópuþingmaður flokksins, sem er forseti hugveitunnar.Breska blaðið The Times lýsir hugveitunni sem þrýstihópi fyrir svonefnt hart Brexit. Bloomberg tekur í sama streng. Hugveitan boðar meðal annars að Bretar láti reglugerðir Evrópusambandsins um neytendavörur lönd og leið, jafnvel þó að það ógni sambandi þeirra við ríkjasambandið. Samkoman í utanríkisráðuneytinu verður ekki opin fjölmiðlum. Guðlaugur Þór tók þátt í atkvæðagreiðslu á þingi í nótt áður en því var slitið. Hann flaug svo út til Bretlands í morgun.Ráðuneytið segir að efni fundarins verði fríverslunSamkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytis Íslands kom boðið á samkomuna frá Johnson en hugveitan sjái um skipulagningu viðburðarins. Guðlaugur Þór verður eini ræðumaðurinn sem kemur utan Bretlands. Ráðuneytið segir að umræðuefni fundarins sé fríverslun í heiminum. Ekki er ljóst hvaða ávinning Ísland hefði af því að Bretland gengi úr Evrópusambandinu með svo afgerandi hætti en hvorki náðist í Guðlaug Þór né Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmann hans, strax um viðbrögð. Í viðtali við breska blaðið The Daily Telegraph í sumar sagðist Guðlaugur Þór hins vegar sjá tækifæri í fríverslunarsamningum sem Bretar myndu gera við önnur ríki í tengslum við Brexit. Hvatti hann þó Breta og ESB til að ná hagstæðum samningi því annars myndi fólk missa vinnuna á báðum svæðum og lífsgæði skerðast. Opnaði hann einnig dyrnar á mögulega inngöngu Breta í EFTA.Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, er talinn storka Theresu May, forsætisráðherra, með því að hýsa fögnuðinn í kvöld.Vísir/AFPÓgnar vopnahléi innan bresku ríkisstjórnarinnar Ákvörðun Johnson utanríkisráðherra um að hýsa samkomuna er talin geta ógnað vopnahléi sem ríki innan ríkisstjórnar Íhaldsflokksins, að sögn The Times. Johnson olli fjaðrafoki og reiði á meðal flokkssystkina sinna þegar hann lýsti eigin sýn á harða útgöngu úr ESB í grein í The Telegraph fyrr í þessum mánuði, rétt áður en Theresa May, forsætisráðherra, átti að að flytja mikilvæga ræðu um stefnu Breta í Brussel. Í greininni sagði Johnson mikilvægt að Bretar greiddu ekkert til Evrópusambandsins fyrir áframhaldandi aðgang að innri mörkuðum þess eftir Brexit en talaði ekkert um aðlögunartímabil sem rætt hefur verið um til að milda höggið fyrir bresk fyrirtæki. Kröfðust nokkrir íhaldsmenn þess að Johnson yrði rekinn en May kaus hins vegar að gera það ekki. Telja margir að með greininni hafi Johnson verið að undirbúa að skora May á hólm um formannsstól Íhaldsflokksins. Evrópuþingmaðurinn Hannan hefur komið nokkrum sinnum til Íslands og talað á samkomum andstæðinga aðildar að Evrópusambandinu og Sjálfstæðisflokksins. Alþjóðaviðskiptaráðherrann Fox sagði fyrr í sumar að hann teldi að Bretar gætu lifað með því að yfirgefa Evrópusambandsins án þess að gera samning um fríverslun við það áður. Brexit Tengdar fréttir Bretar bjóða Íslendingum sambærilegt Brexit-tilboð Um réttindi borgara innan Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, og Evrópska efnahagssvæðisins, EES, segir í grein 11 í tillögunum: „Við munum ræða svipaða tilhögun við Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss á gagnkvæmum grundvelli.“ 27. júní 2017 15:44 Gagnkvæmur áhugi á auknu samstarfi í kjölfar Brexit Gagnkvæmur áhugi er á því að efla samstarf Bretlands og Íslands í kjölfar þess að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu, að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 1. ágúst 2017 20:48 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, starfandi utanríkisráðherra Íslands, er á meðal ræðumanna á samkomu til að fagna stofnun nýrrar hugveitu sem boðar harða stefnu varðandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í breska utanríkisráðuneytinu í dag. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, heldur boð í utanríkisráðuneytinu í kvöld til að fagna stofnun hugveitunnar Stofnun frjálsra viðskipta, að sögn Politico. Auk hans munu aðrir harðlínumenn innan breska Íhaldsflokksins tala, þar á meðal Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherrann, og Daniel Hannan, Evrópuþingmaður flokksins, sem er forseti hugveitunnar.Breska blaðið The Times lýsir hugveitunni sem þrýstihópi fyrir svonefnt hart Brexit. Bloomberg tekur í sama streng. Hugveitan boðar meðal annars að Bretar láti reglugerðir Evrópusambandsins um neytendavörur lönd og leið, jafnvel þó að það ógni sambandi þeirra við ríkjasambandið. Samkoman í utanríkisráðuneytinu verður ekki opin fjölmiðlum. Guðlaugur Þór tók þátt í atkvæðagreiðslu á þingi í nótt áður en því var slitið. Hann flaug svo út til Bretlands í morgun.Ráðuneytið segir að efni fundarins verði fríverslunSamkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytis Íslands kom boðið á samkomuna frá Johnson en hugveitan sjái um skipulagningu viðburðarins. Guðlaugur Þór verður eini ræðumaðurinn sem kemur utan Bretlands. Ráðuneytið segir að umræðuefni fundarins sé fríverslun í heiminum. Ekki er ljóst hvaða ávinning Ísland hefði af því að Bretland gengi úr Evrópusambandinu með svo afgerandi hætti en hvorki náðist í Guðlaug Þór né Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmann hans, strax um viðbrögð. Í viðtali við breska blaðið The Daily Telegraph í sumar sagðist Guðlaugur Þór hins vegar sjá tækifæri í fríverslunarsamningum sem Bretar myndu gera við önnur ríki í tengslum við Brexit. Hvatti hann þó Breta og ESB til að ná hagstæðum samningi því annars myndi fólk missa vinnuna á báðum svæðum og lífsgæði skerðast. Opnaði hann einnig dyrnar á mögulega inngöngu Breta í EFTA.Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, er talinn storka Theresu May, forsætisráðherra, með því að hýsa fögnuðinn í kvöld.Vísir/AFPÓgnar vopnahléi innan bresku ríkisstjórnarinnar Ákvörðun Johnson utanríkisráðherra um að hýsa samkomuna er talin geta ógnað vopnahléi sem ríki innan ríkisstjórnar Íhaldsflokksins, að sögn The Times. Johnson olli fjaðrafoki og reiði á meðal flokkssystkina sinna þegar hann lýsti eigin sýn á harða útgöngu úr ESB í grein í The Telegraph fyrr í þessum mánuði, rétt áður en Theresa May, forsætisráðherra, átti að að flytja mikilvæga ræðu um stefnu Breta í Brussel. Í greininni sagði Johnson mikilvægt að Bretar greiddu ekkert til Evrópusambandsins fyrir áframhaldandi aðgang að innri mörkuðum þess eftir Brexit en talaði ekkert um aðlögunartímabil sem rætt hefur verið um til að milda höggið fyrir bresk fyrirtæki. Kröfðust nokkrir íhaldsmenn þess að Johnson yrði rekinn en May kaus hins vegar að gera það ekki. Telja margir að með greininni hafi Johnson verið að undirbúa að skora May á hólm um formannsstól Íhaldsflokksins. Evrópuþingmaðurinn Hannan hefur komið nokkrum sinnum til Íslands og talað á samkomum andstæðinga aðildar að Evrópusambandinu og Sjálfstæðisflokksins. Alþjóðaviðskiptaráðherrann Fox sagði fyrr í sumar að hann teldi að Bretar gætu lifað með því að yfirgefa Evrópusambandsins án þess að gera samning um fríverslun við það áður.
Brexit Tengdar fréttir Bretar bjóða Íslendingum sambærilegt Brexit-tilboð Um réttindi borgara innan Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, og Evrópska efnahagssvæðisins, EES, segir í grein 11 í tillögunum: „Við munum ræða svipaða tilhögun við Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss á gagnkvæmum grundvelli.“ 27. júní 2017 15:44 Gagnkvæmur áhugi á auknu samstarfi í kjölfar Brexit Gagnkvæmur áhugi er á því að efla samstarf Bretlands og Íslands í kjölfar þess að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu, að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 1. ágúst 2017 20:48 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Bretar bjóða Íslendingum sambærilegt Brexit-tilboð Um réttindi borgara innan Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, og Evrópska efnahagssvæðisins, EES, segir í grein 11 í tillögunum: „Við munum ræða svipaða tilhögun við Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss á gagnkvæmum grundvelli.“ 27. júní 2017 15:44
Gagnkvæmur áhugi á auknu samstarfi í kjölfar Brexit Gagnkvæmur áhugi er á því að efla samstarf Bretlands og Íslands í kjölfar þess að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu, að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 1. ágúst 2017 20:48