Tyrkir hóta Kúrdum aðgerðum eftir kosningar um sjálfstæði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. september 2017 06:00 Íraskur Kúrdi slappar af daginn eftir kjördag. Mögulegt er að hann hafi kosið með sjálfstæði á mánudag líkt og 90 prósent Kúrda. vísir/afp Kosningarnar um sjálfstæði íraskra Kúrda sem haldnar voru á mánudag eru svik og gætu orðið til þess að þjóðflokkurinn svelti. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Kosningarnar voru haldnar í óþökk Íraksstjórnar sem og flestra bandamanna hennar í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, þar með talin eru Bandaríkin og Tyrkland. Einungis höfðu um tíu prósent atkvæða verið talin í gær. Þá benti allt til yfirgnæfandi sigurs sjálfstæðissinna enda var hakað við já á 93,29 prósentum talinna kjörseðla. Kjörsókn er sögð um 72 prósent. Passar það ágætlega við yfirlýsta stefnu flokka á héraðsþingi Íraska Kúrdistan. Þar hafa tveir flokkar lagst gegn sjálfstæði með samanlagt þrjá þingmenn. Hins vegar styðja tólf flokkar sjálfstæði með samanlagt 105 þingmenn. Fjöldi Kúrda býr einnig í Tyrklandi og hafa þeir lengi deilt við yfirvöld í Tyrklandi. Erdogan var því harðorður í garð íraskra Kúrda í gær. Sagði hann að allar mögulegar aðgerðir, hernaðarlegar jafnt sem efnahagslegar, kæmu til greina til að tryggja öryggi Tyrkja.Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.vísir/epaTyrklandsforseti hafði áður hótað því að koma í veg fyrir olíuflutninga Kúrda sem og að skera á alla birgðaflutninga til Íraska Kúrdistan frá Tyrklandi. Það gæti leitt til þess að íraskir Kúrdar myndu svelta. „Ákvörðunin um að halda þessar kosningar, sem var tekin án samráðs, telst til svika,“ sagði Erdogan í ræðu sinni í forsetahöllinni í Ankara í gær. Leiðtogar íraskra Kúrda hafa þó sagt að þótt meirihluti kjósi með sjálfstæði myndi það ekki þýða tafarlausa sjálfstæðisyfirlýsingu. Það myndi einungis veita umræddum leiðtogum umboð til að hefja viðræður við yfirvöld í Írak og nærliggjandi ríkjum. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, hefur hins vegar útilokað möguleikann á slíkum viðræðum. „Við erum ekki tilbúin til að ræða um niðurstöður þessara kosninga af því þær standast ekki stjórnarskrána,“ sagði forsætisráðherrann á mánudagskvöld. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Kosningarnar um sjálfstæði íraskra Kúrda sem haldnar voru á mánudag eru svik og gætu orðið til þess að þjóðflokkurinn svelti. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Kosningarnar voru haldnar í óþökk Íraksstjórnar sem og flestra bandamanna hennar í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, þar með talin eru Bandaríkin og Tyrkland. Einungis höfðu um tíu prósent atkvæða verið talin í gær. Þá benti allt til yfirgnæfandi sigurs sjálfstæðissinna enda var hakað við já á 93,29 prósentum talinna kjörseðla. Kjörsókn er sögð um 72 prósent. Passar það ágætlega við yfirlýsta stefnu flokka á héraðsþingi Íraska Kúrdistan. Þar hafa tveir flokkar lagst gegn sjálfstæði með samanlagt þrjá þingmenn. Hins vegar styðja tólf flokkar sjálfstæði með samanlagt 105 þingmenn. Fjöldi Kúrda býr einnig í Tyrklandi og hafa þeir lengi deilt við yfirvöld í Tyrklandi. Erdogan var því harðorður í garð íraskra Kúrda í gær. Sagði hann að allar mögulegar aðgerðir, hernaðarlegar jafnt sem efnahagslegar, kæmu til greina til að tryggja öryggi Tyrkja.Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.vísir/epaTyrklandsforseti hafði áður hótað því að koma í veg fyrir olíuflutninga Kúrda sem og að skera á alla birgðaflutninga til Íraska Kúrdistan frá Tyrklandi. Það gæti leitt til þess að íraskir Kúrdar myndu svelta. „Ákvörðunin um að halda þessar kosningar, sem var tekin án samráðs, telst til svika,“ sagði Erdogan í ræðu sinni í forsetahöllinni í Ankara í gær. Leiðtogar íraskra Kúrda hafa þó sagt að þótt meirihluti kjósi með sjálfstæði myndi það ekki þýða tafarlausa sjálfstæðisyfirlýsingu. Það myndi einungis veita umræddum leiðtogum umboð til að hefja viðræður við yfirvöld í Írak og nærliggjandi ríkjum. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, hefur hins vegar útilokað möguleikann á slíkum viðræðum. „Við erum ekki tilbúin til að ræða um niðurstöður þessara kosninga af því þær standast ekki stjórnarskrána,“ sagði forsætisráðherrann á mánudagskvöld.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira