Viðskipti innlent

Eyvindur Sólnes í eigendahóp LEX

Hörður Ægisson skrifar
Eyvindur Sólnes hefur verið hjá CATO Lögmönnum frá árinu 2011.
Eyvindur Sólnes hefur verið hjá CATO Lögmönnum frá árinu 2011.
Hæstaréttarlögmaðurinn Eyvindur Sólnes, sem hefur starfað hjá CATO Lögmönnum frá árinu 2011, hefur gengið til liðs við LEX þar sem hann verður á meðal eigenda að lögmannsstofunni. Eyvindur mun formlega hefja störf á LEX, næststærstu lögmannsstofu landsins, síðar á árinu.

Á meðal helstu sérsviða Eyvindar eru samningaréttur, félagaréttur, samkeppnisréttur, málflutningur og fjárhagsleg endurskipulagning. Eyvindur hlaut réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti 2010 en sama ár lauk hann MBA-námi við Háskólann í Reykjavík.

Talsvert hefur verið um breytingar í eigendahópi LEX síðustu misseri. Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður hætti hjá stofunni í árslok 2015 þegar hann var skipaður dómari við Hæstarétt og ári síðar hætti einnig Garðar G. Gíslason, einn af aðaleigendum LEX í yfir áratug, og stofnaði lögmannsstofuna IUS.

Þá hefur Aðalsteinn E. Jónasson hætt hjá LEX eftir að hann var skipaður dómari við Landsrétt. Óskar Sigurðsson hæstaréttarlögmaður kom hins vegar í eigendahópinn í ársbyrjun 2017 við samruna JP Lögmanna og LEX.

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×