Stafræn straumhvörf á fjármálamarkaði Katrín Júlíusdóttir skrifar 27. september 2017 07:00 Áhrif nýrra tæknilausna á fjármálamarkaði eru mikil og fyrirtæki sem nýta sér svokallaða fjártækni og tryggingatækni (e. Fintech, Insurtech) veita nú hefðbundnum bönkum og fjármálafyrirtækjum samkeppni þegar kemur að lánastarfsemi, verðbréfaviðskiptum og tryggingaþjónustu. Margir spá að straumhvörf séu fram undan vegna þessarar þróunar og fjármálakerfið muni taka stakkaskiptum á næstu árum. Þróunin er knúin áfram af fyrirtækjum sem nýta sér tækni á borð við bálkakeðjur (e. blockchain) og aðra umbreytingatækni til að svara kalli um aðgengilegri og hraðari þjónustu frá hinum stafrænu kynslóðum. Þetta eru sjaldnast fjármálafyrirtæki í lagalegum skilningi og fæst því eftirlitsskyld: samt sem áður bjóða þau oft á tíðum sömu þjónustu og eiginleg fjármálafyrirtæki og eru í beinni samkeppni við þau.Samkeppni og skilvirkni Grundvallarhlutverk fjármálafyrirtækja er að sinna miðlunarhlutverki í hagkerfinu: umbreyta sparnaði í fjárfestingu og dreifa áhættu. Sú staðreynd að fjárfest hefur verið í fjártæknifyrirtækjum fyrir meira en 100 milljarða Bandaríkjadala á undanförnum árum bendir sterklega til að þessu grundvallarhlutverki verði ekki eingöngu sinnt af bönkum, verðbréfafyrirtækjum- og sjóðum og tryggingafélögum í framtíðinni. Þeirri þróun ber að fagna, enda mun hún að öllum líkindum gera fjármálamarkað skilvirkari, lækka viðskiptakostnað og auka hagræði fyrir viðskiptavinina. Hefðbundin fjármálafyrirtæki taka virkan þátt í þessari þróun og eiga annaðhvort í samstarfi við fjártæknifyrirtæki og/eða eru að þróast sem slík sjálf. En það er kostnaðarsamt. Talið er að evrópskir bankar muni verja um 50 milljörðum dala í nýja fjárfestingu í upplýsingatækni til að laga sig að samkeppni úr nýjum áttum.Þjónusta þvert á landamæri Vísbendingar eru um að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins geri sér grein fyrir að fjártækni muni umbreyta hinum sameiginlega markaði og að nauðsynlegt sé að gera bönkum kleift að nýta sér þau tækifæri sem hún kemur til með að skapa, til dæmis þegar kemur að auknu aðgengi fólks að fjármálaþjónustu þvert á landamæri. Það kunni að vera nauðsynleg forsenda þess að markmið ESB um sameiginlegan fjármagnsmarkað náist (e. Capital Markets Union). Þannig hefur framkvæmdastjórnin tekið til skoðunar breytingar á reglum í þá veru að kaup fjármálafyrirtækja á hugbúnaði skilgreinist sem fjárfesting fremur en rekstrarkostnaður. Um helmingur kostnaðar evrópskra banka vegna upplýsingatækni er tilkominn vegna kaupa á hugbúnaði og slík breyting myndi leiða til þess að fjárbinding þeirra myndi minnka um 20 milljarða evra á ári hverju. Slík breyting myndi efla samkeppni á fjármálamarkaði enn frekar og gera fjármálafyrirtæki betur í stakk búin til að nýta möguleika fjármálatækninnar neytendum til hagsbóta. Þá er einnig rætt um að endurskoða þurfi reglur um breytileg starfskjör. Engar takmarkanir eru á slíkum greiðslum hjá starfsmönnum fjártæknifyrirtækja á meðan strangar reglur gilda um slíkt hjá fjármálafyrirtækjum.Framtíðarskipan fjármálakerfisins Miklar breytingar eru að eiga sér stað á fjármálamarkaði og vafalaust verður þróunin það hröð að umhverfi fjármálaþjónustu taki stakkaskiptum næsta áratuginn. Íslensk fjármálafyrirtæki starfa á hinum sameiginlega evrópska markaði og þessar breytingar munu einnig hafa mikil áhrif hér á landi. Framtíðarskipan fjármálakerfisins er reglulega rædd á hinum pólitíska vettvangi. Það er ekki síst tilkomið vegna þeirrar staðreyndar að umsvif ríkisins á fjármálamarkaði hér á landi eru verulega mikil í hinu evrópska samhengi. En það er ekki nóg að ræða einungis um stærð eignarhluta ríkisins til framtíðar litið. Þessi umræða verður að byggja á grunni þeirra breytinga sem eru að eiga sér stað á fjármálamörkuðum og leitast verður við að svara spurningum um; hvað þurfi að gera til þess að íslensk fjármálafyrirtæki fullnýti þau tækifæri sem eru að skapast með örum tæknibreytingum og íslenskir neytendur fái þannig aðgang að hagkvæmari fjármálaþjónustu sem þessar breytingar geta leitt af sér.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Markaðir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiði Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiði skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Áhrif nýrra tæknilausna á fjármálamarkaði eru mikil og fyrirtæki sem nýta sér svokallaða fjártækni og tryggingatækni (e. Fintech, Insurtech) veita nú hefðbundnum bönkum og fjármálafyrirtækjum samkeppni þegar kemur að lánastarfsemi, verðbréfaviðskiptum og tryggingaþjónustu. Margir spá að straumhvörf séu fram undan vegna þessarar þróunar og fjármálakerfið muni taka stakkaskiptum á næstu árum. Þróunin er knúin áfram af fyrirtækjum sem nýta sér tækni á borð við bálkakeðjur (e. blockchain) og aðra umbreytingatækni til að svara kalli um aðgengilegri og hraðari þjónustu frá hinum stafrænu kynslóðum. Þetta eru sjaldnast fjármálafyrirtæki í lagalegum skilningi og fæst því eftirlitsskyld: samt sem áður bjóða þau oft á tíðum sömu þjónustu og eiginleg fjármálafyrirtæki og eru í beinni samkeppni við þau.Samkeppni og skilvirkni Grundvallarhlutverk fjármálafyrirtækja er að sinna miðlunarhlutverki í hagkerfinu: umbreyta sparnaði í fjárfestingu og dreifa áhættu. Sú staðreynd að fjárfest hefur verið í fjártæknifyrirtækjum fyrir meira en 100 milljarða Bandaríkjadala á undanförnum árum bendir sterklega til að þessu grundvallarhlutverki verði ekki eingöngu sinnt af bönkum, verðbréfafyrirtækjum- og sjóðum og tryggingafélögum í framtíðinni. Þeirri þróun ber að fagna, enda mun hún að öllum líkindum gera fjármálamarkað skilvirkari, lækka viðskiptakostnað og auka hagræði fyrir viðskiptavinina. Hefðbundin fjármálafyrirtæki taka virkan þátt í þessari þróun og eiga annaðhvort í samstarfi við fjártæknifyrirtæki og/eða eru að þróast sem slík sjálf. En það er kostnaðarsamt. Talið er að evrópskir bankar muni verja um 50 milljörðum dala í nýja fjárfestingu í upplýsingatækni til að laga sig að samkeppni úr nýjum áttum.Þjónusta þvert á landamæri Vísbendingar eru um að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins geri sér grein fyrir að fjártækni muni umbreyta hinum sameiginlega markaði og að nauðsynlegt sé að gera bönkum kleift að nýta sér þau tækifæri sem hún kemur til með að skapa, til dæmis þegar kemur að auknu aðgengi fólks að fjármálaþjónustu þvert á landamæri. Það kunni að vera nauðsynleg forsenda þess að markmið ESB um sameiginlegan fjármagnsmarkað náist (e. Capital Markets Union). Þannig hefur framkvæmdastjórnin tekið til skoðunar breytingar á reglum í þá veru að kaup fjármálafyrirtækja á hugbúnaði skilgreinist sem fjárfesting fremur en rekstrarkostnaður. Um helmingur kostnaðar evrópskra banka vegna upplýsingatækni er tilkominn vegna kaupa á hugbúnaði og slík breyting myndi leiða til þess að fjárbinding þeirra myndi minnka um 20 milljarða evra á ári hverju. Slík breyting myndi efla samkeppni á fjármálamarkaði enn frekar og gera fjármálafyrirtæki betur í stakk búin til að nýta möguleika fjármálatækninnar neytendum til hagsbóta. Þá er einnig rætt um að endurskoða þurfi reglur um breytileg starfskjör. Engar takmarkanir eru á slíkum greiðslum hjá starfsmönnum fjártæknifyrirtækja á meðan strangar reglur gilda um slíkt hjá fjármálafyrirtækjum.Framtíðarskipan fjármálakerfisins Miklar breytingar eru að eiga sér stað á fjármálamarkaði og vafalaust verður þróunin það hröð að umhverfi fjármálaþjónustu taki stakkaskiptum næsta áratuginn. Íslensk fjármálafyrirtæki starfa á hinum sameiginlega evrópska markaði og þessar breytingar munu einnig hafa mikil áhrif hér á landi. Framtíðarskipan fjármálakerfisins er reglulega rædd á hinum pólitíska vettvangi. Það er ekki síst tilkomið vegna þeirrar staðreyndar að umsvif ríkisins á fjármálamarkaði hér á landi eru verulega mikil í hinu evrópska samhengi. En það er ekki nóg að ræða einungis um stærð eignarhluta ríkisins til framtíðar litið. Þessi umræða verður að byggja á grunni þeirra breytinga sem eru að eiga sér stað á fjármálamörkuðum og leitast verður við að svara spurningum um; hvað þurfi að gera til þess að íslensk fjármálafyrirtæki fullnýti þau tækifæri sem eru að skapast með örum tæknibreytingum og íslenskir neytendur fái þannig aðgang að hagkvæmari fjármálaþjónustu sem þessar breytingar geta leitt af sér.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar