Trump kynnir sér eyðilegginguna á Púertó Ríkó í skugga gagnrýni í næstu viku Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2017 16:36 Fólk sækir sér vatn í laug sem myndaðist eftir aurskriðu nærri Corozal, vestur af San Juan. Stór hluti landsmanna er án nauðsynja eins og rafmagns og vatns. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að heimsækja Púertó Ríkó í næstu viku til að sjá með eigin augum eyðilegginguna sem fellibylurinn María hefur valdið þar. Ráðamenn á eyjunni vara við aðsteðjandi mannúðarástandi. Allir rafmagnsnotendur eyjunnar eru enn án rafmagns og fjarskiptakerfi liggja að miklu leyti niðri þrátt fyrir að tæplega vika sé liðin frá því að María gekk yfir eyjuna sem fjórða stigs fellibylur. Fátt bendir til að rafmagn komist aftur á í bráð, að sögn CNN-fréttastofunnar. Matvæli og lyf eru einnig að verða af skornum skammti, ekki síst í byggðum inn til lands sem hafa einangrast vegna skemmda á vegum. Sjúkrahús hafa þurft að keyra á dísilvararafstöðvum en eldsneytisskortur er einnig yfirvofandi. Þá eru margir án drykkjavatns. Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði og landsmenn teljast bandarískir þegnar þótt þeir hafi ekki kosningarétt í bandarískum kosningum.Gagnrýnd fyrir sein viðbrögð Almannavarnir Bandaríkjanna hafa sent tíu þúsund starfsmenn til eyjunnar ásamt neyðargögnum. Skemmdir sem hafa orðið á innviðum eins og höfnum og flugvöllum hafa hins vegar tafið hjálparstarf. Ríkisstjórinn Ricardo Castelló hefur óskað eftir frekari aðstoð frá alríkisstjórn Bandaríkjanna og það fljótt.Miklar skemmdir hafa orðið á samgönguinnviðum Púertó Ríkó. Dreifbýlissvæði hafa einangrast af þeim sökum og ekki hjálpar til að fjarskiptakerfi liggja að miklu leyti niðri sömuleiðis.Vísir/AFPTrump sagði í dag að hann ætli sér að heimsækja eyjuna þriðjudaginn 3. október. Dagskrá hans leyfi honum ekki að fara fyrr og þá vilji hann ekki trufla neyðarstarf, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Forsetinn og alríkisstjórnin hafa verið gagnrýnd fyrir að taka ástandið á Púertó Ríkó ekki eins föstum tökum og í Texas og Flórída þegar fellibyljirnir Harvey og Irma gengu þar yfir.Taki fólk fram yfir skuldirEkki síst vakti það armæðu þegar Trump tísti loksins um ástandið í gær eftir að hafa þagað þunnu hljóði um það og kosið frekar að beina kröftum sínum að því að efna til illdeilna um mótmæli ruðningsmanna. Trump talaði í tístunum um miklar skuldir Púertó Ríkó og að á þeim þyrfti að taka. Púertó Ríkó lenti í greiðsluþroti fyrr á þessu ári. Stjórnvöld þar óskuðu eftir fjögurra vikna framlengingu á fresti sem þau höfðu til að standast skilmála um greiðsluþrotið. Skuldir Púertó Ríkó nema 72 milljörðum dollara, samkvæmt frétt Reuters. Sú ákvörðun Trump að blanda fjármálum Púertó Ríkó saman við neyðarástandið þar féll ekki í frjóan jarðveg hjá Carmen Yulin Cruz, borgarstjóra höfuðborgarinnar San Juan. Hún lýsti ástandinu á eyjunni sem mannúðarástandi við CNN í dag. „Maður setur ekki skuldir ofar fólki, maður setur fólk ofar skuldum,“ sagði Yulin. Donald Trump Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfi Púertó Ríkó í lamasessi eftir Maríu Alvarlegt mannúðarástand er í uppsiglingu á Púertó Ríkó. Skortur á eldsneyti ágerir rafmagnsleysi sem gæti varað í mánuði. 25. september 2017 14:36 María nær landi Puerto Rico Þúsundir íbúa halda til í neyðarskýlum en búist er við miklum skemmdum. 20. september 2017 12:02 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að heimsækja Púertó Ríkó í næstu viku til að sjá með eigin augum eyðilegginguna sem fellibylurinn María hefur valdið þar. Ráðamenn á eyjunni vara við aðsteðjandi mannúðarástandi. Allir rafmagnsnotendur eyjunnar eru enn án rafmagns og fjarskiptakerfi liggja að miklu leyti niðri þrátt fyrir að tæplega vika sé liðin frá því að María gekk yfir eyjuna sem fjórða stigs fellibylur. Fátt bendir til að rafmagn komist aftur á í bráð, að sögn CNN-fréttastofunnar. Matvæli og lyf eru einnig að verða af skornum skammti, ekki síst í byggðum inn til lands sem hafa einangrast vegna skemmda á vegum. Sjúkrahús hafa þurft að keyra á dísilvararafstöðvum en eldsneytisskortur er einnig yfirvofandi. Þá eru margir án drykkjavatns. Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði og landsmenn teljast bandarískir þegnar þótt þeir hafi ekki kosningarétt í bandarískum kosningum.Gagnrýnd fyrir sein viðbrögð Almannavarnir Bandaríkjanna hafa sent tíu þúsund starfsmenn til eyjunnar ásamt neyðargögnum. Skemmdir sem hafa orðið á innviðum eins og höfnum og flugvöllum hafa hins vegar tafið hjálparstarf. Ríkisstjórinn Ricardo Castelló hefur óskað eftir frekari aðstoð frá alríkisstjórn Bandaríkjanna og það fljótt.Miklar skemmdir hafa orðið á samgönguinnviðum Púertó Ríkó. Dreifbýlissvæði hafa einangrast af þeim sökum og ekki hjálpar til að fjarskiptakerfi liggja að miklu leyti niðri sömuleiðis.Vísir/AFPTrump sagði í dag að hann ætli sér að heimsækja eyjuna þriðjudaginn 3. október. Dagskrá hans leyfi honum ekki að fara fyrr og þá vilji hann ekki trufla neyðarstarf, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Forsetinn og alríkisstjórnin hafa verið gagnrýnd fyrir að taka ástandið á Púertó Ríkó ekki eins föstum tökum og í Texas og Flórída þegar fellibyljirnir Harvey og Irma gengu þar yfir.Taki fólk fram yfir skuldirEkki síst vakti það armæðu þegar Trump tísti loksins um ástandið í gær eftir að hafa þagað þunnu hljóði um það og kosið frekar að beina kröftum sínum að því að efna til illdeilna um mótmæli ruðningsmanna. Trump talaði í tístunum um miklar skuldir Púertó Ríkó og að á þeim þyrfti að taka. Púertó Ríkó lenti í greiðsluþroti fyrr á þessu ári. Stjórnvöld þar óskuðu eftir fjögurra vikna framlengingu á fresti sem þau höfðu til að standast skilmála um greiðsluþrotið. Skuldir Púertó Ríkó nema 72 milljörðum dollara, samkvæmt frétt Reuters. Sú ákvörðun Trump að blanda fjármálum Púertó Ríkó saman við neyðarástandið þar féll ekki í frjóan jarðveg hjá Carmen Yulin Cruz, borgarstjóra höfuðborgarinnar San Juan. Hún lýsti ástandinu á eyjunni sem mannúðarástandi við CNN í dag. „Maður setur ekki skuldir ofar fólki, maður setur fólk ofar skuldum,“ sagði Yulin.
Donald Trump Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfi Púertó Ríkó í lamasessi eftir Maríu Alvarlegt mannúðarástand er í uppsiglingu á Púertó Ríkó. Skortur á eldsneyti ágerir rafmagnsleysi sem gæti varað í mánuði. 25. september 2017 14:36 María nær landi Puerto Rico Þúsundir íbúa halda til í neyðarskýlum en búist er við miklum skemmdum. 20. september 2017 12:02 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Heilbrigðiskerfi Púertó Ríkó í lamasessi eftir Maríu Alvarlegt mannúðarástand er í uppsiglingu á Púertó Ríkó. Skortur á eldsneyti ágerir rafmagnsleysi sem gæti varað í mánuði. 25. september 2017 14:36
María nær landi Puerto Rico Þúsundir íbúa halda til í neyðarskýlum en búist er við miklum skemmdum. 20. september 2017 12:02