Gunnar Bragi lét þingheim heyra það: Sagði jafnmikilvægt að leysa vanda sauðfjárbænda og flóttabarna Birgir Olgeirsson skrifar 26. september 2017 16:24 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Stefán „Hvernig stendur á því að við erum ekki hér með þessa dagskrá eitt brýnasta málið sem þarf að leysa úr í dag?,“ spurði Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag og vísaði þar til þess ekki væri verið að leysa á vanda sauðfjárbænda á lokadegi Alþingis. Þrjú mál voru á dagskrá á lokadegi Alþingis fyrir kosningar. Það voru frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum sem miðast að því að fella ákvæði um uppreist æru úr gildi, frumvarp til breytingar á lögum sem snúa að kosningum vegna viðmiðunardags umsóknar um kosningarétt og breytingar á lögum um útlendinga. Breytingar á útlendingalögum miðast að því hvernig umsóknir barna um hæli eru afgreiddar hér á landi en Gunnar Bragi sagðist ekki taka undir með þingflokksformanni Vinstri grænna, Svandísi Svavarsdóttur, að mikilvægasta málið á þingi í dag væri að koma börnum í skjól. „Það er mikilvægt mál, en það er jafn mikilvægt að koma til móts og bjarga fjölskyldum bú- og sauðfjárbænda sem enginn hefur nefnt hér í þessum sal,“ sagði Gunnar Bragi. „Nú ranghvolfa sumir þingmenn augunum, en mig langar bara að vita; Hverjir komur í veg fyrir það að hægt var að leysa þau mál hér fyrir þinglok? Hverjir stóðu að því? Mér er sagt að það hafi verið rætt á fundi formanna að leysa þau mál en ekki hafi um það náðst samkomulag.“ Á þingflokksfundi í síðustu viku greindi Gunnar Bragi frá því að ef málefni sauðfjárbænda yrði skilin út undan tæki hann ekki þátt í að afgreiða þessi mál sem eru á dagskrá. „Því það mál sem ég nefndi hér, fjölskyldur, býli, framtíð, atvinna sauðfjárbændanna, er ekki minna mikilvægt heldur en þessi þrjú mál hér, svo því sé haldið til haga. Ég bið þingmenn að hafa það í huga.“ Alþingi Tengdar fréttir Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
„Hvernig stendur á því að við erum ekki hér með þessa dagskrá eitt brýnasta málið sem þarf að leysa úr í dag?,“ spurði Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag og vísaði þar til þess ekki væri verið að leysa á vanda sauðfjárbænda á lokadegi Alþingis. Þrjú mál voru á dagskrá á lokadegi Alþingis fyrir kosningar. Það voru frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum sem miðast að því að fella ákvæði um uppreist æru úr gildi, frumvarp til breytingar á lögum sem snúa að kosningum vegna viðmiðunardags umsóknar um kosningarétt og breytingar á lögum um útlendinga. Breytingar á útlendingalögum miðast að því hvernig umsóknir barna um hæli eru afgreiddar hér á landi en Gunnar Bragi sagðist ekki taka undir með þingflokksformanni Vinstri grænna, Svandísi Svavarsdóttur, að mikilvægasta málið á þingi í dag væri að koma börnum í skjól. „Það er mikilvægt mál, en það er jafn mikilvægt að koma til móts og bjarga fjölskyldum bú- og sauðfjárbænda sem enginn hefur nefnt hér í þessum sal,“ sagði Gunnar Bragi. „Nú ranghvolfa sumir þingmenn augunum, en mig langar bara að vita; Hverjir komur í veg fyrir það að hægt var að leysa þau mál hér fyrir þinglok? Hverjir stóðu að því? Mér er sagt að það hafi verið rætt á fundi formanna að leysa þau mál en ekki hafi um það náðst samkomulag.“ Á þingflokksfundi í síðustu viku greindi Gunnar Bragi frá því að ef málefni sauðfjárbænda yrði skilin út undan tæki hann ekki þátt í að afgreiða þessi mál sem eru á dagskrá. „Því það mál sem ég nefndi hér, fjölskyldur, býli, framtíð, atvinna sauðfjárbændanna, er ekki minna mikilvægt heldur en þessi þrjú mál hér, svo því sé haldið til haga. Ég bið þingmenn að hafa það í huga.“
Alþingi Tengdar fréttir Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55