„Ljóst að Ísland á mikið undir traustri stöðu stóru íslensku flugfélaganna tveggja“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. september 2017 11:02 Íslensku flugfélögin eru orðin mikilvæg fyrir efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Vísir/GVA Tvö flugfélög, það er íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air, eru með langmestu markaðshlutdeildina þegar kemur að millilandaflugi hér á landi. Þetta kemur fram í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi er þar er sérstaklega fjallað um flug og hvaða áhrif það hefur á ferðaþjónustuna sem orðin er undirstöðuatvinnugrein. Í umfjöllun bankans kemur fram að uppgangur ferðaþjónustunnar á Íslandi skýrist af samspili ýmissa þátta en langmikilvægasti þátturinn sé stóraukið framboð af flugferðum hingað til lands. Alls fljúga þrjátíu flugfélög hingað til lands á þessu ári. Það er því ljóst að margir eru um hituna en Icelandair og WOW air eru engu að síður með langmestu markaðshlutdeildina.Easyjet kemst næst íslensku flugfélögunum „Á tímabilinu febrúar til október 2017 voru félögin með tæplega 82% af sætaframboði í flugi til og frá landinu. Hlutdeildin í Ameríkufluginu er enn hærri eða yfir 90%. Það erlenda flugfélag sem kemst næst íslensku félögunum í markaðshlutdeild er Easyjet með tæplega 4% en alls 23 erlend félög skipta með sér um 18% markaðshlutdeild með tilliti til flugframboðs. Í ljósi mikilvægis alþjóðaflugsins fyrir ferðaþjónustuna, og mikilvægis ferðaþjónustunnar fyrir hagkerfið, er ljóst að Ísland á mikið undir traustri stöðu stóru íslensku flugfélaganna tveggja,“ segir í greiningu bankans. Flugfélögin mikilvæg fyrir efnahagslegan stöðugleika Því er varpað upp hvort þetta þýði að flugfélögin séu orðin kerfislega mikilvægt fyrir efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, svipað og stóru viðskiptabankarnir þrír eru skilgreindir sem kerfislega mikilvægir fyrir fjármálastöðugleika í landinu. Samkvæmt greiningu Landsbankans er það augljóst að verulegar truflanir á starfsemi flugfélaganna eða brotthvarf annars þeirra, og hvað þá beggja, myndi hafa gríðarlega miklar afleiðingar fyrir íslenska ferðaþjónustu. „Áhrifin yrðu einnig veruleg fyrir íslenskt efnahagskerfi í heild og almenning. Slíkt áfall hefði keðjuverkandi áhrif, m.a. á gengi krónunnar, eignaverð, vexti og verðbólgu. Ef flugfélögin eru talin kerfislega mikilvæg vakna spurningar um viðbúnað stjórnvalda og aðkomu þeirra að ferðaþjónustunni. Þarf til dæmis að útbúa viðbragðsáætlanir sem hægt er að grípa til ef flugfélögin lenda í vanda? Erfiðleikar margra erlendra flugfélaga síðustu ár og misseri, samanber nýlegt dæmi um erfiðleika flugfélagsins Airberlin, vekja ugg í brjósti um hvað gæti gerst hér á landi ef annað hvort íslensku flugfélaganna lenti í svipuðum hremmingum,“ segir í greiningu Landsbankans. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Heimagisting í gegnum Airbnb í Reykjavík velti rúmlega sex milljörðum króna Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kemur fram að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík numið 6,1 milljarði króna í fyrra. 26. september 2017 10:02 Icelandair hefur áætlunarflug til Dallas Icelandair hefur ákveðið að hefja heilsársflug til bandarísku borgarinnar Dallas á næsta ári. Flugið til Dallas hefst í maí 2018 og flogið verður fjórum sinnum í viku. 14. september 2017 13:29 Samrunahrina í ferðaþjónustu eftir að hafa spennt bogann of hátt Æ fleiri fyrirtæki í ferðaþjónustu leita nú allra leiða til þess að hagræða í rekstri og sameinast öðrum fyrirtækjum. Breytt rekstrarumhverfi ógnar afkomu margra ferðaþjónustufyrirtækja. Einyrkjastarfsemi í atvinnugreininni er ekki lengur sjálfbær. 20. september 2017 07:30 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Tvö flugfélög, það er íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air, eru með langmestu markaðshlutdeildina þegar kemur að millilandaflugi hér á landi. Þetta kemur fram í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi er þar er sérstaklega fjallað um flug og hvaða áhrif það hefur á ferðaþjónustuna sem orðin er undirstöðuatvinnugrein. Í umfjöllun bankans kemur fram að uppgangur ferðaþjónustunnar á Íslandi skýrist af samspili ýmissa þátta en langmikilvægasti þátturinn sé stóraukið framboð af flugferðum hingað til lands. Alls fljúga þrjátíu flugfélög hingað til lands á þessu ári. Það er því ljóst að margir eru um hituna en Icelandair og WOW air eru engu að síður með langmestu markaðshlutdeildina.Easyjet kemst næst íslensku flugfélögunum „Á tímabilinu febrúar til október 2017 voru félögin með tæplega 82% af sætaframboði í flugi til og frá landinu. Hlutdeildin í Ameríkufluginu er enn hærri eða yfir 90%. Það erlenda flugfélag sem kemst næst íslensku félögunum í markaðshlutdeild er Easyjet með tæplega 4% en alls 23 erlend félög skipta með sér um 18% markaðshlutdeild með tilliti til flugframboðs. Í ljósi mikilvægis alþjóðaflugsins fyrir ferðaþjónustuna, og mikilvægis ferðaþjónustunnar fyrir hagkerfið, er ljóst að Ísland á mikið undir traustri stöðu stóru íslensku flugfélaganna tveggja,“ segir í greiningu bankans. Flugfélögin mikilvæg fyrir efnahagslegan stöðugleika Því er varpað upp hvort þetta þýði að flugfélögin séu orðin kerfislega mikilvægt fyrir efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, svipað og stóru viðskiptabankarnir þrír eru skilgreindir sem kerfislega mikilvægir fyrir fjármálastöðugleika í landinu. Samkvæmt greiningu Landsbankans er það augljóst að verulegar truflanir á starfsemi flugfélaganna eða brotthvarf annars þeirra, og hvað þá beggja, myndi hafa gríðarlega miklar afleiðingar fyrir íslenska ferðaþjónustu. „Áhrifin yrðu einnig veruleg fyrir íslenskt efnahagskerfi í heild og almenning. Slíkt áfall hefði keðjuverkandi áhrif, m.a. á gengi krónunnar, eignaverð, vexti og verðbólgu. Ef flugfélögin eru talin kerfislega mikilvæg vakna spurningar um viðbúnað stjórnvalda og aðkomu þeirra að ferðaþjónustunni. Þarf til dæmis að útbúa viðbragðsáætlanir sem hægt er að grípa til ef flugfélögin lenda í vanda? Erfiðleikar margra erlendra flugfélaga síðustu ár og misseri, samanber nýlegt dæmi um erfiðleika flugfélagsins Airberlin, vekja ugg í brjósti um hvað gæti gerst hér á landi ef annað hvort íslensku flugfélaganna lenti í svipuðum hremmingum,“ segir í greiningu Landsbankans.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Heimagisting í gegnum Airbnb í Reykjavík velti rúmlega sex milljörðum króna Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kemur fram að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík numið 6,1 milljarði króna í fyrra. 26. september 2017 10:02 Icelandair hefur áætlunarflug til Dallas Icelandair hefur ákveðið að hefja heilsársflug til bandarísku borgarinnar Dallas á næsta ári. Flugið til Dallas hefst í maí 2018 og flogið verður fjórum sinnum í viku. 14. september 2017 13:29 Samrunahrina í ferðaþjónustu eftir að hafa spennt bogann of hátt Æ fleiri fyrirtæki í ferðaþjónustu leita nú allra leiða til þess að hagræða í rekstri og sameinast öðrum fyrirtækjum. Breytt rekstrarumhverfi ógnar afkomu margra ferðaþjónustufyrirtækja. Einyrkjastarfsemi í atvinnugreininni er ekki lengur sjálfbær. 20. september 2017 07:30 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Heimagisting í gegnum Airbnb í Reykjavík velti rúmlega sex milljörðum króna Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kemur fram að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík numið 6,1 milljarði króna í fyrra. 26. september 2017 10:02
Icelandair hefur áætlunarflug til Dallas Icelandair hefur ákveðið að hefja heilsársflug til bandarísku borgarinnar Dallas á næsta ári. Flugið til Dallas hefst í maí 2018 og flogið verður fjórum sinnum í viku. 14. september 2017 13:29
Samrunahrina í ferðaþjónustu eftir að hafa spennt bogann of hátt Æ fleiri fyrirtæki í ferðaþjónustu leita nú allra leiða til þess að hagræða í rekstri og sameinast öðrum fyrirtækjum. Breytt rekstrarumhverfi ógnar afkomu margra ferðaþjónustufyrirtækja. Einyrkjastarfsemi í atvinnugreininni er ekki lengur sjálfbær. 20. september 2017 07:30