Heimagisting í gegnum Airbnb í Reykjavík velti rúmlega sex milljörðum króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. september 2017 10:02 Airbnb-gisting í Reykjavík er umsvifamikil og veltir milljörðum á ári að mati Landsbankans. vísir/anton brink Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kemur fram að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík árið 2016 numið 46 milljónum evar eða sem nemur 6,1 milljarði króna. Þá fer markaðshlutdeild Airbnb-gistingar á hótelmarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu sífellt vaxandi en þannig var Airbnb með yfir 40 prósent markaðshlutdeild síðastliðið sumar. Fram kemur í umfjöllun um umsvif Airbnb í greiningu Landsbankans að aðgengileg gögn um útleigu Airbnb nái einungis yfir tímabilið frá ágúst 2015 til og með ágúst 2017. Séu sambærileg tímabil borin saman (ágúst til desember) þá nam aukningin í útleigu í fyrra 152 prósentum á milli ára.900 milljónir beint til Airbnb Það sem af er árinu 2017 hefur vöxturinn haldið áfram. Þannig nemur aukningin 43 prósentum á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tímabil árið 2016. Í greiningu Landsbankans segir að ætla megi að um 900 milljónir króna af þeims rúmlega sex milljörðum króna sem Airbnb velti í Reykjavík í fyrra hafi farið beint til fyrirtækisins í borði þóknana en ekki er ljóst hvort að fyrirtæki af þessum toga greiði nokkurn skatt af starfsemi sinni hér á landi. „Airbnb greiðir gestgjöfunum inn á bankareikning hérlendis eða erlendis, eða inn á Paypal-reikning. Mikil óvissa ríkir um hversu hátt hlutfall af þeim tekjum er gefið upp til skatts hér á landi.“1,1 milljón óskráðra gistinátta í Reykjavík „Lausleg athugun á bókunarsíðum Airbnb bendir til þess að til viðbótar við heimagistinguna sem í boði er í Reykjavík séu í kringum 25% viðbótargistinætur í heimagistingu í gegnum síðuna í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi tegund gistingar kemur aðeins að mjög litlu leyti fram í opinberum hagtölum um útgjöld ferðamanna hérlendis þar sem greiðsla fer fram í gegnum erlent bókunarfyrirtæki. Hagstofan hefur lagt fram mat á hversu algengt er að ferðamenn notist við Airbnb-íbúðir eða aðra óskráða gististaði en athugun Hagfræðideildar Landsbankans bendir til þess að gistingin sé mun umfangsmeiri en mat Hagstofunnar gefur til kynna. Hagstofan áætlar að rétt undir 670 þúsund gistinætur á höfuðborgarsvæðinu öllu hafi verið óskráðar árið 2016 en okkar útreikningar benda til þess að þær hafi verið ríflega 1,1 milljón aðeins í Reykjavík og því mögulega allt að 1,4 milljónir á öllu höfuðborgarsvæðinu. Því kann hlutfallsleg aukning í þessari tegund gistingar að skekkja verulega mælingar á útgjöldum ferðamanna, sem og fjölda gistinátta,“ segir í greiningu bankans.Markaðshlutdeild heimagistingar líklega nálæg 50 prósentum Í lok umfjöllunar um Airbnb er það ítrekað að inn í hana vantar alla Airbnb-gistingu í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur sem má ætla að sé þó nokkur. Því er markaðshlutdeild heimagistingar á hótelmarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu vanmetin sem því nemur. Ekki er ólíklegt að hún sé í raun nálægt 50 prósentum. „Nýtingarhlutfall hótela á höfuðborgarsvæðinu er mjög hátt, eða um og yfir 90%. Nánast full nýting hótelrýma er vísbending um að hótel í höfuðborginni séu ekki nægilega mörg eða stór til að anna eftirspurn. Það er athyglisvert að nýtingarhlutfall hótelrýmisins hefur verið heldur lakara á tímabilinu maí til júní á þessu ári miðað við fyrra ár. Á sama tíma hefur verið mikill vöxtur í útleigu heimagistingar sem bendir til þess að hótelin séu að dala í samkeppnishæfni gagnvart heimagistingunni. Það liggur í augum uppi að nánast ómögulegt hefði verið að mæta gríðarlegri fjölgun ferðamanna undanfarin tvö ár nema með auknu framboði gistirýmis í gegnum Airbnb eða aðra heimagistingu. Miðað við spennuna sem nú ríkir á fasteignamarkaði og verulega hækkun íbúðaverðs undanfarið ár eða svo, er ólíklegt að heimagisting geti vaxið á svipuðum hraða til að mæta áframhaldandi fjölgun ferðamanna umfram aukið framboð á hótelherbergjum. Slík aukningin væri tæpast æskileg, m.a. vegna þess skorts sem er á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í greiningu Landsbankans sem lesa má nánar um hér. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Borgarbúar almennt lítið varir við AirBnB útleigu Flestir íbúar höfuðborgarsvæðisins eru jákvæðir í garð ferðamanna og einungis þrettán prósent íbúa verða varir við útleigu íbúða í nágrenni sínu á AirBnB. 13. september 2017 13:15 Airbnb dýrast á Íslandi Hæsta meðalverðið á Airbnb gistingu í Evrópu er á Íslandi. Verðið er umtalsvert hærra en á hinum Norðurlöndunum en hagfræðingur segir það ekki koma á óvart í ljósi þess að almennt verð á gistingu hafi tvöfaldast hér á landi á síðustu árum. 8. ágúst 2017 20:00 Vilja takmarka fjölda hótela í 101: „Ekkert sérstaklega gaman að fá nýja nágranna í hverri viku“ Íbúasamtök miðbæjar, Vesturbæjar og Hlíða, það er póstnúmera 101, 107 og 105, hafa tekið höndum saman í baráttunni gegn fjölgun hótela í miðborg Reykjavíkur. 28. ágúst 2017 12:08 Mest lesið Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kemur fram að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík árið 2016 numið 46 milljónum evar eða sem nemur 6,1 milljarði króna. Þá fer markaðshlutdeild Airbnb-gistingar á hótelmarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu sífellt vaxandi en þannig var Airbnb með yfir 40 prósent markaðshlutdeild síðastliðið sumar. Fram kemur í umfjöllun um umsvif Airbnb í greiningu Landsbankans að aðgengileg gögn um útleigu Airbnb nái einungis yfir tímabilið frá ágúst 2015 til og með ágúst 2017. Séu sambærileg tímabil borin saman (ágúst til desember) þá nam aukningin í útleigu í fyrra 152 prósentum á milli ára.900 milljónir beint til Airbnb Það sem af er árinu 2017 hefur vöxturinn haldið áfram. Þannig nemur aukningin 43 prósentum á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tímabil árið 2016. Í greiningu Landsbankans segir að ætla megi að um 900 milljónir króna af þeims rúmlega sex milljörðum króna sem Airbnb velti í Reykjavík í fyrra hafi farið beint til fyrirtækisins í borði þóknana en ekki er ljóst hvort að fyrirtæki af þessum toga greiði nokkurn skatt af starfsemi sinni hér á landi. „Airbnb greiðir gestgjöfunum inn á bankareikning hérlendis eða erlendis, eða inn á Paypal-reikning. Mikil óvissa ríkir um hversu hátt hlutfall af þeim tekjum er gefið upp til skatts hér á landi.“1,1 milljón óskráðra gistinátta í Reykjavík „Lausleg athugun á bókunarsíðum Airbnb bendir til þess að til viðbótar við heimagistinguna sem í boði er í Reykjavík séu í kringum 25% viðbótargistinætur í heimagistingu í gegnum síðuna í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi tegund gistingar kemur aðeins að mjög litlu leyti fram í opinberum hagtölum um útgjöld ferðamanna hérlendis þar sem greiðsla fer fram í gegnum erlent bókunarfyrirtæki. Hagstofan hefur lagt fram mat á hversu algengt er að ferðamenn notist við Airbnb-íbúðir eða aðra óskráða gististaði en athugun Hagfræðideildar Landsbankans bendir til þess að gistingin sé mun umfangsmeiri en mat Hagstofunnar gefur til kynna. Hagstofan áætlar að rétt undir 670 þúsund gistinætur á höfuðborgarsvæðinu öllu hafi verið óskráðar árið 2016 en okkar útreikningar benda til þess að þær hafi verið ríflega 1,1 milljón aðeins í Reykjavík og því mögulega allt að 1,4 milljónir á öllu höfuðborgarsvæðinu. Því kann hlutfallsleg aukning í þessari tegund gistingar að skekkja verulega mælingar á útgjöldum ferðamanna, sem og fjölda gistinátta,“ segir í greiningu bankans.Markaðshlutdeild heimagistingar líklega nálæg 50 prósentum Í lok umfjöllunar um Airbnb er það ítrekað að inn í hana vantar alla Airbnb-gistingu í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur sem má ætla að sé þó nokkur. Því er markaðshlutdeild heimagistingar á hótelmarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu vanmetin sem því nemur. Ekki er ólíklegt að hún sé í raun nálægt 50 prósentum. „Nýtingarhlutfall hótela á höfuðborgarsvæðinu er mjög hátt, eða um og yfir 90%. Nánast full nýting hótelrýma er vísbending um að hótel í höfuðborginni séu ekki nægilega mörg eða stór til að anna eftirspurn. Það er athyglisvert að nýtingarhlutfall hótelrýmisins hefur verið heldur lakara á tímabilinu maí til júní á þessu ári miðað við fyrra ár. Á sama tíma hefur verið mikill vöxtur í útleigu heimagistingar sem bendir til þess að hótelin séu að dala í samkeppnishæfni gagnvart heimagistingunni. Það liggur í augum uppi að nánast ómögulegt hefði verið að mæta gríðarlegri fjölgun ferðamanna undanfarin tvö ár nema með auknu framboði gistirýmis í gegnum Airbnb eða aðra heimagistingu. Miðað við spennuna sem nú ríkir á fasteignamarkaði og verulega hækkun íbúðaverðs undanfarið ár eða svo, er ólíklegt að heimagisting geti vaxið á svipuðum hraða til að mæta áframhaldandi fjölgun ferðamanna umfram aukið framboð á hótelherbergjum. Slík aukningin væri tæpast æskileg, m.a. vegna þess skorts sem er á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í greiningu Landsbankans sem lesa má nánar um hér.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Borgarbúar almennt lítið varir við AirBnB útleigu Flestir íbúar höfuðborgarsvæðisins eru jákvæðir í garð ferðamanna og einungis þrettán prósent íbúa verða varir við útleigu íbúða í nágrenni sínu á AirBnB. 13. september 2017 13:15 Airbnb dýrast á Íslandi Hæsta meðalverðið á Airbnb gistingu í Evrópu er á Íslandi. Verðið er umtalsvert hærra en á hinum Norðurlöndunum en hagfræðingur segir það ekki koma á óvart í ljósi þess að almennt verð á gistingu hafi tvöfaldast hér á landi á síðustu árum. 8. ágúst 2017 20:00 Vilja takmarka fjölda hótela í 101: „Ekkert sérstaklega gaman að fá nýja nágranna í hverri viku“ Íbúasamtök miðbæjar, Vesturbæjar og Hlíða, það er póstnúmera 101, 107 og 105, hafa tekið höndum saman í baráttunni gegn fjölgun hótela í miðborg Reykjavíkur. 28. ágúst 2017 12:08 Mest lesið Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Borgarbúar almennt lítið varir við AirBnB útleigu Flestir íbúar höfuðborgarsvæðisins eru jákvæðir í garð ferðamanna og einungis þrettán prósent íbúa verða varir við útleigu íbúða í nágrenni sínu á AirBnB. 13. september 2017 13:15
Airbnb dýrast á Íslandi Hæsta meðalverðið á Airbnb gistingu í Evrópu er á Íslandi. Verðið er umtalsvert hærra en á hinum Norðurlöndunum en hagfræðingur segir það ekki koma á óvart í ljósi þess að almennt verð á gistingu hafi tvöfaldast hér á landi á síðustu árum. 8. ágúst 2017 20:00
Vilja takmarka fjölda hótela í 101: „Ekkert sérstaklega gaman að fá nýja nágranna í hverri viku“ Íbúasamtök miðbæjar, Vesturbæjar og Hlíða, það er póstnúmera 101, 107 og 105, hafa tekið höndum saman í baráttunni gegn fjölgun hótela í miðborg Reykjavíkur. 28. ágúst 2017 12:08