Synd að lyf séu fyrsti valkostur við svefnvanda Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. september 2017 06:00 Meirihluta foreldra var ráðlagt að gefa börnum sínum lyf við svefnvandræðum samkvæmt nýlegri rannsókn HR. Foreldrum barna með þroskahamlanir og þroskaraskanir, sem leituðu meðferðar vegna svefnvanda þeirra, var í 58 prósent tilfella ráðlögð lyfjameðferð. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn meistaranema við Háskólann í Reykjavík. Algengast var að börnunum væri ávísað svefnlyfið circadin, eða melatónín, sem Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um að undanförnu. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að sprenging hefði orðið í ávísunum lækna á melatónín við svefnvanda íslenskra barna undanfarin ár en lyfið er ekki ætlað einstaklingum undir 55 ára og áhrif þess á yngra fólk og börn óþekkt. Rannsóknina gerðu meistaranemarnir Hulda Jónsdóttir Tölgyes og Þórarinn Freyr Grettisson í fyrra undir handleiðslu Berglindar Sveinbjörnsdóttur, atferlisfræðings og aðjúnkts í sálfræði. Við rannsóknina setti teymið sig í samband við hagsmunasamtök, foreldrafélög, ADHD-félagið og fleiri félög til að komast í samband við foreldra barna með sérþarfir og þeim sendar spurningar. Svarhlutfallið var gott en í ljós kom að lyfjagjöf var oftast ráðlögð sem meðferð við svefnvanda, eða í 58 prósentum tilfella á meðan breyting á svefnvenjum var ráðlögð í 26 prósentum tilfella. Fjallað verður um niðurstöðu rannsóknarinnar í Tímariti HR í október en í samtali við Fréttablaðið segir Berglind að niðurstöðurnar hafi ekki komið sér á óvart miðað við það sem hún hafi séð hér á landi og í störfum sínum erlendis en sem atferlisfræðingur hefur hún unnið með börnum með alvarlegan hegðunar- og svefnvanda. „Það er synd að lyfin virðist fyrsti valkostur þegar til eru aðrar mjög góðar og sannreyndar leiðir til að takast á við svefnvanda,“ segir Berglind. Hún segir að svo virðist sem þekkingu skorti á þeim stöðum sem foreldrar leita til um hvert sé hægt að vísa þeim. „Það er úrræðaleysi hjá flestum sem að þessum málaflokki koma hér á landi hvert sé best að leita. Svefnvandi barna er með því erfiðasta sem foreldrar lenda í og það sýnir neyð þeirra að fátt annað sé í boði en lyfjagjöf.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sprenging orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfinu melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum frá Bandaríkjunum sem haldlagðar hafa verið af tollvörðum. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af þróuninni. 22. september 2017 06:00 Foreldrar ungra barna leita í ódýrara melatónín í neyð Ólafur Adolfsson lyfsali segir að Embætti landlæknis geti ekki fríað sig ábyrgð á þeirri aukningu sem orðið hefur á notkun melatóníns hjá börnum. 23. september 2017 07:00 Hafa stöðvað 199 sendingar af melatonin Langflestar sendingarnar sem hafa innihaldið svefnlyfið komu frá netverslunum í Bandaríkjunum. 19. september 2017 10:16 Mest lesið Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Foreldrum barna með þroskahamlanir og þroskaraskanir, sem leituðu meðferðar vegna svefnvanda þeirra, var í 58 prósent tilfella ráðlögð lyfjameðferð. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn meistaranema við Háskólann í Reykjavík. Algengast var að börnunum væri ávísað svefnlyfið circadin, eða melatónín, sem Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um að undanförnu. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að sprenging hefði orðið í ávísunum lækna á melatónín við svefnvanda íslenskra barna undanfarin ár en lyfið er ekki ætlað einstaklingum undir 55 ára og áhrif þess á yngra fólk og börn óþekkt. Rannsóknina gerðu meistaranemarnir Hulda Jónsdóttir Tölgyes og Þórarinn Freyr Grettisson í fyrra undir handleiðslu Berglindar Sveinbjörnsdóttur, atferlisfræðings og aðjúnkts í sálfræði. Við rannsóknina setti teymið sig í samband við hagsmunasamtök, foreldrafélög, ADHD-félagið og fleiri félög til að komast í samband við foreldra barna með sérþarfir og þeim sendar spurningar. Svarhlutfallið var gott en í ljós kom að lyfjagjöf var oftast ráðlögð sem meðferð við svefnvanda, eða í 58 prósentum tilfella á meðan breyting á svefnvenjum var ráðlögð í 26 prósentum tilfella. Fjallað verður um niðurstöðu rannsóknarinnar í Tímariti HR í október en í samtali við Fréttablaðið segir Berglind að niðurstöðurnar hafi ekki komið sér á óvart miðað við það sem hún hafi séð hér á landi og í störfum sínum erlendis en sem atferlisfræðingur hefur hún unnið með börnum með alvarlegan hegðunar- og svefnvanda. „Það er synd að lyfin virðist fyrsti valkostur þegar til eru aðrar mjög góðar og sannreyndar leiðir til að takast á við svefnvanda,“ segir Berglind. Hún segir að svo virðist sem þekkingu skorti á þeim stöðum sem foreldrar leita til um hvert sé hægt að vísa þeim. „Það er úrræðaleysi hjá flestum sem að þessum málaflokki koma hér á landi hvert sé best að leita. Svefnvandi barna er með því erfiðasta sem foreldrar lenda í og það sýnir neyð þeirra að fátt annað sé í boði en lyfjagjöf.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sprenging orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfinu melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum frá Bandaríkjunum sem haldlagðar hafa verið af tollvörðum. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af þróuninni. 22. september 2017 06:00 Foreldrar ungra barna leita í ódýrara melatónín í neyð Ólafur Adolfsson lyfsali segir að Embætti landlæknis geti ekki fríað sig ábyrgð á þeirri aukningu sem orðið hefur á notkun melatóníns hjá börnum. 23. september 2017 07:00 Hafa stöðvað 199 sendingar af melatonin Langflestar sendingarnar sem hafa innihaldið svefnlyfið komu frá netverslunum í Bandaríkjunum. 19. september 2017 10:16 Mest lesið Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sprenging orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfinu melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum frá Bandaríkjunum sem haldlagðar hafa verið af tollvörðum. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af þróuninni. 22. september 2017 06:00
Foreldrar ungra barna leita í ódýrara melatónín í neyð Ólafur Adolfsson lyfsali segir að Embætti landlæknis geti ekki fríað sig ábyrgð á þeirri aukningu sem orðið hefur á notkun melatóníns hjá börnum. 23. september 2017 07:00
Hafa stöðvað 199 sendingar af melatonin Langflestar sendingarnar sem hafa innihaldið svefnlyfið komu frá netverslunum í Bandaríkjunum. 19. september 2017 10:16