Sport

Rukkuðu 500 krónur fyrir kranavatn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gillette leikvangurinn í Massachusetts rúmar yfir 65 þúsund áhorfendur, sem allir voru þyrstir í gær.
Gillette leikvangurinn í Massachusetts rúmar yfir 65 þúsund áhorfendur, sem allir voru þyrstir í gær. vísir/getty
Forráðamenn New England Patriots rukkuðu áhorfendur um 4,50 dollara fyrir kranavatn á leik liðsins og Houston Texans í gær.

Mikill hiti var í Boston í gær þær flöskur af vatni sem voru til sölu seldust upp. Þá tóku veitingasölumenn vallarins upp á að selja áhorfendum kranavatn.

Einn áhorfandi eyddi 45 dollurum í vatn á vellinum í gær, eða tæpum 5 þúsund krónum.

Patriots sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þeir báðust afsökunar á málinu og sögðu málið vera undir rannsókn innanhúss.

Leikstjórnandi Patriots, Tom Brady, gaf nýlega út heilsubók þar sem hann ráðleggur fólki að halda sig frá kranavatni.

„Jafnvel þegar verið er að sjóða grænmeti þá er best að sía vatnið fyrst,“ segir í bók Brady. Brady tryggði Patriots sigurinn á lokamínútu leiksins, en hann endaði 36-33 fyrir Patriots.







NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×