Þriggja barna móður í sjálfsvígshættu vísað úr landi ásamt fjölskyldu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2017 18:30 Fjölskyldan kom hingað til lands í október 2015 og sótti um hæli og dvalarleyfi hér á landi Vísir/Anton Fimm manna fjölskyldu í erfiðri stöðu hefur verið gert að yfirgefa Íslands, yngsti meðlimur hennar er eins mánaðar gamall og þá er móðirin talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu. Þau hafa 30 daga til að yfirgefa landið. Þetta er niðurstaða Kærunefndar útlendingamála. Fjölskyldan kom hingað til lands í október 2015 og sótti um hæli og dvalarleyfi hér á landi. Í samtali við Vísi segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, að ákvörðun kærunefndar hafi komið mjög á óvart, sérstaklega í ljósi geðheilbrigðisvandamála móðirinnar. Upprunalega kom fjölskyldan hingað til lands eftir að hafa dvalið á Ítalíu. Í vottorði frá yfirlækni geðdeildar Landspítalans, kemur fram að þau hafi verið með dvalarleyfi þar þangað til að fjölskyldufaðirinn, Eric Owusu Frimpong, missti vinnuna. Ákvaðu þau að koma hingað til lands eftir að Íslendingur gaf þeim 50 evrur þar sem þau voru að betla á götum Rómarborgar, að því er kemur fram í vottorðinu.Synjun dvalarleyfis ástæða geðrænna vandamála Eftir komuna hingað til lands hafa þau að sögn Magnúsar aðlagast vel, ganga eldri börn þeirra tvö í leikskóla og skóla og eru þeir farnir að tala íslensku. Eftir ákvörðun Útlendingastofnunar um að þau þurfi að yfirgefa landið hefur þó andlegri heilsu móðirinnar, Mercy Kyeremeh, hrakað. Fyrir liggur vottorð frá sálfræðingi og geðlækni um að Mercy sé í sjálfsvígshættu. Var hún lögð inn á geðdeild 1. apríl síðastliðin og í vottorði frá yfirlækninum segi að ástæða geðvandamála hennar sé að hún og fjölskylda hennar hafi fengið synjun um hæli og dvalarleyfi hér á landi og að þau þurfi að yfirgefa landið.„Bráð krísa með depurðseinkennum, svefnleysi, óróleika og sjálfsvígshugsunum hjá 32 ára konu frá Ghana. Þessi kona hefur mjög lítið félagslegt net, er munaðarleysingi sjálf og alin upp í fátækt. Er í sjálfsvígshættu núna eins og hennar staða er,“ segir í vottorði sálfræðings.Yngsti meðlimur fjölskyldunnar er eins mánaðar gamall og er móðirin talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu.Vísir/AntonÍ samtali við Vísi segir Magnús að niðurstaða kærunefndar sé byggð á því að ástand móðirinnar nái ekki því alvarleikastigi að fallast beri á veitingu dvalarleyfis á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Magnús gagnrýnir þessa niðurstöðu harðlega og segir hana byggja á matskenndu atriði. „Í þessu máli er raunin sú að þetta stendur og fellur með matskenndu atriði. Þetta stendur og fellur með því að hvaða marki er ástand konunnar alvarlegt,“ segir Magnús og vísar þar til rökstuðnings kærunefndarinnar. „Samt sem áður ertu með vottorð sem tala um bráðasjálfsvígshættu. Kærunefndin hefði hæglega geta komist að annarri niðurstöðu og það hefði enginn getað efast um það,“ segir Magnús.Bágborin geðheilbrigðisþjónusta í Gana Líkt og áður segir hefur fjölskyldan 30 daga til þess að yfirgefa landið en Magnús segir að ekkert bíði hennar í Gana, hvorki heimili né atvinna. Þá telur Magnús afar ólíklegt að Mercy geti fengið fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu í Gana, líkt og sagt er í rökstuðningi kærunefndarinnar. Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðistofnunnar frá 2014 segir að vegna skorts á aðgengi á geðheilbrigðisþjónustu, sem einkum megi finna í höfuðborginni, leiti margir til aðila sem veiti heilbrigðisþjónustu byggða á trúarlegum grundvelli en gæði þeirrar þjónustu sé ekki trygg. „Það er útbreidd trú meðal Ganverja að þú sért bara haldinn illum öndum. Þú ferð ekkert á geðsjúkrahús, þú ferð bara á töfrastofnun, það er einhver töfralæknir sem hjálpar þér,“ segir Magnús um stöðu geðheilbrigðismála í Gana.Sjálfum sér nóg Magnús segir að fjölskyldan, sem telur Mercy, Eric, tvo stráka þeirra auk stelpunnar sem fæddist hér á landi í ágúst, hafi fest rætur hér á Íslandi og taki þátt í samfélaginu, eins og aðrir íbúar landsins. „Strákarnir eru í skóla og leikskóla. Faðirinn vinnur í Costco. Þau eru ekkert á framfæri hins opinbera heldur búa í eigin leiguhúsnæði og greiða reikninga fyrir það og aðra þjónustu. Ekki að það skipti máli en þetta fólk er síður en svo einhver baggi á samfélaginu,“ segir Magnús. Til þess að freista þess að koma í veg fyrir að fjölskyldan þurfi að yfirgefa Ísland innnan 30 daga mun Magnús leggja fram beiðni um frestun réttaráhrifa. „Þau ætla með málið fyrir dómstóla. Þetta er ekki niðurstaða sem þau sætta sig við. Við förum með þetta alla leið.“Rætt var við fjölskylduna í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá fréttina í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Fimm manna fjölskyldu í erfiðri stöðu hefur verið gert að yfirgefa Íslands, yngsti meðlimur hennar er eins mánaðar gamall og þá er móðirin talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu. Þau hafa 30 daga til að yfirgefa landið. Þetta er niðurstaða Kærunefndar útlendingamála. Fjölskyldan kom hingað til lands í október 2015 og sótti um hæli og dvalarleyfi hér á landi. Í samtali við Vísi segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, að ákvörðun kærunefndar hafi komið mjög á óvart, sérstaklega í ljósi geðheilbrigðisvandamála móðirinnar. Upprunalega kom fjölskyldan hingað til lands eftir að hafa dvalið á Ítalíu. Í vottorði frá yfirlækni geðdeildar Landspítalans, kemur fram að þau hafi verið með dvalarleyfi þar þangað til að fjölskyldufaðirinn, Eric Owusu Frimpong, missti vinnuna. Ákvaðu þau að koma hingað til lands eftir að Íslendingur gaf þeim 50 evrur þar sem þau voru að betla á götum Rómarborgar, að því er kemur fram í vottorðinu.Synjun dvalarleyfis ástæða geðrænna vandamála Eftir komuna hingað til lands hafa þau að sögn Magnúsar aðlagast vel, ganga eldri börn þeirra tvö í leikskóla og skóla og eru þeir farnir að tala íslensku. Eftir ákvörðun Útlendingastofnunar um að þau þurfi að yfirgefa landið hefur þó andlegri heilsu móðirinnar, Mercy Kyeremeh, hrakað. Fyrir liggur vottorð frá sálfræðingi og geðlækni um að Mercy sé í sjálfsvígshættu. Var hún lögð inn á geðdeild 1. apríl síðastliðin og í vottorði frá yfirlækninum segi að ástæða geðvandamála hennar sé að hún og fjölskylda hennar hafi fengið synjun um hæli og dvalarleyfi hér á landi og að þau þurfi að yfirgefa landið.„Bráð krísa með depurðseinkennum, svefnleysi, óróleika og sjálfsvígshugsunum hjá 32 ára konu frá Ghana. Þessi kona hefur mjög lítið félagslegt net, er munaðarleysingi sjálf og alin upp í fátækt. Er í sjálfsvígshættu núna eins og hennar staða er,“ segir í vottorði sálfræðings.Yngsti meðlimur fjölskyldunnar er eins mánaðar gamall og er móðirin talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu.Vísir/AntonÍ samtali við Vísi segir Magnús að niðurstaða kærunefndar sé byggð á því að ástand móðirinnar nái ekki því alvarleikastigi að fallast beri á veitingu dvalarleyfis á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Magnús gagnrýnir þessa niðurstöðu harðlega og segir hana byggja á matskenndu atriði. „Í þessu máli er raunin sú að þetta stendur og fellur með matskenndu atriði. Þetta stendur og fellur með því að hvaða marki er ástand konunnar alvarlegt,“ segir Magnús og vísar þar til rökstuðnings kærunefndarinnar. „Samt sem áður ertu með vottorð sem tala um bráðasjálfsvígshættu. Kærunefndin hefði hæglega geta komist að annarri niðurstöðu og það hefði enginn getað efast um það,“ segir Magnús.Bágborin geðheilbrigðisþjónusta í Gana Líkt og áður segir hefur fjölskyldan 30 daga til þess að yfirgefa landið en Magnús segir að ekkert bíði hennar í Gana, hvorki heimili né atvinna. Þá telur Magnús afar ólíklegt að Mercy geti fengið fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu í Gana, líkt og sagt er í rökstuðningi kærunefndarinnar. Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðistofnunnar frá 2014 segir að vegna skorts á aðgengi á geðheilbrigðisþjónustu, sem einkum megi finna í höfuðborginni, leiti margir til aðila sem veiti heilbrigðisþjónustu byggða á trúarlegum grundvelli en gæði þeirrar þjónustu sé ekki trygg. „Það er útbreidd trú meðal Ganverja að þú sért bara haldinn illum öndum. Þú ferð ekkert á geðsjúkrahús, þú ferð bara á töfrastofnun, það er einhver töfralæknir sem hjálpar þér,“ segir Magnús um stöðu geðheilbrigðismála í Gana.Sjálfum sér nóg Magnús segir að fjölskyldan, sem telur Mercy, Eric, tvo stráka þeirra auk stelpunnar sem fæddist hér á landi í ágúst, hafi fest rætur hér á Íslandi og taki þátt í samfélaginu, eins og aðrir íbúar landsins. „Strákarnir eru í skóla og leikskóla. Faðirinn vinnur í Costco. Þau eru ekkert á framfæri hins opinbera heldur búa í eigin leiguhúsnæði og greiða reikninga fyrir það og aðra þjónustu. Ekki að það skipti máli en þetta fólk er síður en svo einhver baggi á samfélaginu,“ segir Magnús. Til þess að freista þess að koma í veg fyrir að fjölskyldan þurfi að yfirgefa Ísland innnan 30 daga mun Magnús leggja fram beiðni um frestun réttaráhrifa. „Þau ætla með málið fyrir dómstóla. Þetta er ekki niðurstaða sem þau sætta sig við. Við förum með þetta alla leið.“Rætt var við fjölskylduna í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá fréttina í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira