Ný brú yfir Ölfusá fyrir fimm milljarða Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. september 2017 22:45 Ný brú yfir Ölfusá verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Brúin mun létta á umferð á núverandi brú sem er orðinn rúmlega 70 ára gömul og farin að láta á sjá. Nýja brúin mun kosta um fimm milljarða króna og gæti orðið tilbúin eftir níu ár. Nýja Ölfusárbrúin mun fara yfir efri Laugardalaeyju út í Ölfusá. Þetta verður glæsilegt mannvirki með um sextíu metra háum turni. Núverandi Ölfusárbrú er orðinn gömul og lúin og annar vart allri þeirri umferð sem fer yfir brúnna, eða um 15 þúsund bílar á dag. Tæring er komin í burðarvirki og ryðblettir hér og þar enda er Vegagerðin með brúnna í stöðugri vöktun þar sem breytingar á burðarvirkinu eru metnar. Það verða því margir sem fagna nýrri brú en gamla brúin verður áfram á sínum stað. Hér má sjá hvernig nýr vegur liggur að nýju brúnni fram hjá Selfossi „Við ætlum okkur að byggja um 300 metra stagbrú, kapalbrú, norðan Selfoss. Hún er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og ein af lengri brúm landsins,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hönnunardeildar hjá Vegagerðinni. Hann segir stagbrú henta vel fyrir þessar aðstæður, eins og stór flóð og jarðskjálfta. Hann segir framkvæmdatímann vera tvö til þrjú ár. Brúin mun kosta íslenska ríkið um fimm milljarða króna. „Á tólf ára samgönguáætlun, þá er gert ráð fyrir þessu á svokölluðu þriðja tímabili, 2023 til 2026. Ef eitthvað breytist í fjárveitingum eða öðru slíku þá gæti þetta færst framar,“ segir Guðmundur. Hann segir að gert sé ráð fyrir göngu og hjólaleið yfir brúna. Ný Ölfusárbrú Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira
Ný brú yfir Ölfusá verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Brúin mun létta á umferð á núverandi brú sem er orðinn rúmlega 70 ára gömul og farin að láta á sjá. Nýja brúin mun kosta um fimm milljarða króna og gæti orðið tilbúin eftir níu ár. Nýja Ölfusárbrúin mun fara yfir efri Laugardalaeyju út í Ölfusá. Þetta verður glæsilegt mannvirki með um sextíu metra háum turni. Núverandi Ölfusárbrú er orðinn gömul og lúin og annar vart allri þeirri umferð sem fer yfir brúnna, eða um 15 þúsund bílar á dag. Tæring er komin í burðarvirki og ryðblettir hér og þar enda er Vegagerðin með brúnna í stöðugri vöktun þar sem breytingar á burðarvirkinu eru metnar. Það verða því margir sem fagna nýrri brú en gamla brúin verður áfram á sínum stað. Hér má sjá hvernig nýr vegur liggur að nýju brúnni fram hjá Selfossi „Við ætlum okkur að byggja um 300 metra stagbrú, kapalbrú, norðan Selfoss. Hún er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og ein af lengri brúm landsins,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hönnunardeildar hjá Vegagerðinni. Hann segir stagbrú henta vel fyrir þessar aðstæður, eins og stór flóð og jarðskjálfta. Hann segir framkvæmdatímann vera tvö til þrjú ár. Brúin mun kosta íslenska ríkið um fimm milljarða króna. „Á tólf ára samgönguáætlun, þá er gert ráð fyrir þessu á svokölluðu þriðja tímabili, 2023 til 2026. Ef eitthvað breytist í fjárveitingum eða öðru slíku þá gæti þetta færst framar,“ segir Guðmundur. Hann segir að gert sé ráð fyrir göngu og hjólaleið yfir brúna.
Ný Ölfusárbrú Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira