Íslenski boltinn

Ásgeir Börkur: Vissi að við myndum skora

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
„Ég vissi að við myndum skapa okkur færi og að við myndum skora, það var meira um hvað við myndum skora mörg og sem betur fer skoruðum við tvö í dag,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson fyrirliði Fylkis í viðtali við mbl.is í gær.

Fylkir vann Inkasso deildina eftir 2-1 sigur á ÍR í gær.

„Við byrjuðum á hælunum en vorum með markmið og í okkar hug var mikið undir en þegar í leikinn var komið vorum við einhvern veginn ekki alveg tilbúnir í þetta verkefni. Við sóttum samt í okkur veðrið þegar leið á og siglum titlinum heim. Burtséð frá hvernig leikur HK og Keflavík fór, þá er ég sáttastur með að við gerðum um um okkar leik.“

Fylkir féll úr Pepsi deildinni í fyrra, en verður nú aftur á meðal þeirra bestu á næsta tímabili.

„Við hefðum getað verið búnir að fá fleiri stig, misstigum okkur um miðbik mótsins í nokkra leiki en við brugðumst hárrétt við því, mættum til baka og held að við höfum endað með því að vinna sex leiki í röð. Það er ekki hægt taka það frá okkur og bikarinn fór á loft í Árbænum svo ég get ekki verið sáttari,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson.

Hörður Magnússon fjallaði um úrslit gærdagsins í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Fögnuð Fylkis og sigurmarkið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Fylkir meistari eftir sigur á ÍR

Það var mikil spenna á toppi Inkasso deildarinnar fyrir lokaumferðina en bæði Fylkir og Keflavík gátu orðið meistarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×