Birgitta og Svandís segja fjárlagafrumvarpið stefnuyfirlýsingu fráfarandi ríkisstjórnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. september 2017 21:00 Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Pírata, og Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sammæltust um það að líta bæri á fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórnar sem stefnuyfirlýsingu flokkanna. Svandís og Birgitta voru á meðal gesta Heimis Más Péturssonar í stjórnmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. Gestir þáttarins að sinni voru auk þess Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Oddný Mjöll Arnardóttir frá Samfylkingunni. Í þættinum var farið um víðan völl en helst var til umræðu framkvæmd mála um uppreist æru og nýbirtar skoðanakannanir. Birgitta tekur mið af skoðanakönnun Fréttablaðsins og segir að erfiðir tímar séu að fara í hönd. Hún segir að ef átta flokkar verði á þingi blasir við að raunverulegur möguleiki sé á langvarandi stjórnmálakreppu. Þá bendir hún auk þess á að kjarasamningar fari að losna.Birgitta færir talið að fjárlagafrumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar.Vísir/Laufey„Ég hef mjög sterkt á tilfinningunni að það verði mjög erfitt, fyrir hvern þann sem verður í brúnni, að takast á við þau flóknu viðfangsefni sem eru að fara að koma fram og það verður að segjast eins og er og ég vona að fólk fyrirgefi mér að segja þetta en mikið rosalega var ég fegin að það var vinstri stjórn sem tók við hruninu og passaði upp á að það væri ekki skorið niður í langviðkvæmustu málaflokkunum. Þeim var hlíft meira en var krafa um frá Alþjóðagjaldeyrissjóðinum. Mér finnst ofsalega mikilvægt að við höfum það í huga að við erum með ofsalega viðkvæma innviði,“ segir Birgitta. Hún beinir sjónum jafnframt að viðkvæmri stöðu innviða í samfélaginu: „Við erum með ofsalega viðkvæma innviði. Það er ekki ennþá búið að jafna það sem var skorið niður í hruninu. Heilbrigðiskerfið er ennþá að reyna að komast upp á þann stað áður en niðurskurðurinn byrjaði. Tíu prósent í niðurskurði? Það er rosalega mikið,“ segir Birgitta sem gerir fjárlagafrumvarpið að umfjöllunarefni sínu. „Sú sveltistefna sem birtist í fjárlögum ríkisstjórnarinnar sem er að fara frá er áhyggjuefni.“Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna segist ekki ætla að auka skatta á venjulegt fólk.Svandís Svavarsdóttir tekur undir með Birgittu og segir. „Fjárlagafrumvarpið er náttúrulega stefnuyfirlýsing fráfarandi ríkisstjórnarflokka. Allra þriggja. Það er þeirra stefna í þessum málaflokkum sem þýðir áframhaldandi aðhald og áframhaldandi svelti gagnvart innviðunum.“ Svandís telur að þegar allt komi til alls snúist þetta um hverjir ætli að vera með, undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, að hlúa að innviðum samfélagsins: „Það er að segja að koma okkur aftur af stað í það að vera samfélag sem er til fyrirmyndar á heimsvísu eftir allan niðurskurðinn eftir hrunið og það áfall sem þar varð. Það viljum við gera og Katrín er til í að leiða það,“ segir Svandís. Þáttastjórnandi Víglínunnar spyr Svandísi þá hvort Vinstri græn boði ekki aukna skatta og Svandís segir að skattkerfið sé í hugum Vinstri grænna tæki til að jafna kjör í landinu. „Þess vegna eigum við að vera hiklaus í því að sækja fjármagnið til þeirra sem það eiga. Það þýðir ekki skattheimta á venjulegt fólk. Við erum ekki að tala um aukna skatta á venjulegt fólk. Við erum að tala um aukna skatta á þá sem eru moldríkir í þessu samfélagi og hafa verið að maka krókinn, jafnvel með því að nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar,“ segir Svandís til útskýringar. Hægt er að horfa á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum efst í fréttinni. Fjárlagafrumvarp 2018 Víglínan Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Pírata, og Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sammæltust um það að líta bæri á fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórnar sem stefnuyfirlýsingu flokkanna. Svandís og Birgitta voru á meðal gesta Heimis Más Péturssonar í stjórnmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. Gestir þáttarins að sinni voru auk þess Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Oddný Mjöll Arnardóttir frá Samfylkingunni. Í þættinum var farið um víðan völl en helst var til umræðu framkvæmd mála um uppreist æru og nýbirtar skoðanakannanir. Birgitta tekur mið af skoðanakönnun Fréttablaðsins og segir að erfiðir tímar séu að fara í hönd. Hún segir að ef átta flokkar verði á þingi blasir við að raunverulegur möguleiki sé á langvarandi stjórnmálakreppu. Þá bendir hún auk þess á að kjarasamningar fari að losna.Birgitta færir talið að fjárlagafrumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar.Vísir/Laufey„Ég hef mjög sterkt á tilfinningunni að það verði mjög erfitt, fyrir hvern þann sem verður í brúnni, að takast á við þau flóknu viðfangsefni sem eru að fara að koma fram og það verður að segjast eins og er og ég vona að fólk fyrirgefi mér að segja þetta en mikið rosalega var ég fegin að það var vinstri stjórn sem tók við hruninu og passaði upp á að það væri ekki skorið niður í langviðkvæmustu málaflokkunum. Þeim var hlíft meira en var krafa um frá Alþjóðagjaldeyrissjóðinum. Mér finnst ofsalega mikilvægt að við höfum það í huga að við erum með ofsalega viðkvæma innviði,“ segir Birgitta. Hún beinir sjónum jafnframt að viðkvæmri stöðu innviða í samfélaginu: „Við erum með ofsalega viðkvæma innviði. Það er ekki ennþá búið að jafna það sem var skorið niður í hruninu. Heilbrigðiskerfið er ennþá að reyna að komast upp á þann stað áður en niðurskurðurinn byrjaði. Tíu prósent í niðurskurði? Það er rosalega mikið,“ segir Birgitta sem gerir fjárlagafrumvarpið að umfjöllunarefni sínu. „Sú sveltistefna sem birtist í fjárlögum ríkisstjórnarinnar sem er að fara frá er áhyggjuefni.“Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna segist ekki ætla að auka skatta á venjulegt fólk.Svandís Svavarsdóttir tekur undir með Birgittu og segir. „Fjárlagafrumvarpið er náttúrulega stefnuyfirlýsing fráfarandi ríkisstjórnarflokka. Allra þriggja. Það er þeirra stefna í þessum málaflokkum sem þýðir áframhaldandi aðhald og áframhaldandi svelti gagnvart innviðunum.“ Svandís telur að þegar allt komi til alls snúist þetta um hverjir ætli að vera með, undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, að hlúa að innviðum samfélagsins: „Það er að segja að koma okkur aftur af stað í það að vera samfélag sem er til fyrirmyndar á heimsvísu eftir allan niðurskurðinn eftir hrunið og það áfall sem þar varð. Það viljum við gera og Katrín er til í að leiða það,“ segir Svandís. Þáttastjórnandi Víglínunnar spyr Svandísi þá hvort Vinstri græn boði ekki aukna skatta og Svandís segir að skattkerfið sé í hugum Vinstri grænna tæki til að jafna kjör í landinu. „Þess vegna eigum við að vera hiklaus í því að sækja fjármagnið til þeirra sem það eiga. Það þýðir ekki skattheimta á venjulegt fólk. Við erum ekki að tala um aukna skatta á venjulegt fólk. Við erum að tala um aukna skatta á þá sem eru moldríkir í þessu samfélagi og hafa verið að maka krókinn, jafnvel með því að nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar,“ segir Svandís til útskýringar. Hægt er að horfa á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum efst í fréttinni.
Fjárlagafrumvarp 2018 Víglínan Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira