Íslenski boltinn

Arnar Þór hættur með ÍR

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnar Þór Valsson er goðsögn í Neðra Breiðholti
Arnar Þór Valsson er goðsögn í Neðra Breiðholti vísir/ernir
Arnar Þór Valsson hefur hætt störfum hjá ÍR. Þessu greindi knattspyrnudeild félagsins frá á Facebook-síðu sinni í dag.

ÍR kom upp í Inkasso deildina í vor eftir að hafa sigrað 2. deild síðasta sumar. Þeir tryggðu sér áframhaldandi viðveru í Inkasso deildinni með sigri á Leikni F í síðustu umferð.

Tilkynningin kom aðeins nokkrum mínútum eftir að ÍR tapaði 2-1 fyrir deildarmeisturum Fylkis í lokaumferð deildarinnar.

Arnar Þór þjálfaði ÍR frá árinu 2012 og er hann einn leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins.

„Stjórn knattspyrnudeildar ÍR þakkar Arnari Þór fyrir fórnfús og ómetanleg störf hans í þágu knattspyrnunnar í neðra Breiðholti. Jafnframt óskum við honum farsældar í leik og starfi í framtíðinni,“ segir í yfirlýsingunni.




Tengdar fréttir

Fylkir meistari eftir sigur á ÍR

Það var mikil spenna á toppi Inkasso deildarinnar fyrir lokaumferðina en bæði Fylkir og Keflavík gátu orðið meistarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×