Vogunarsjóður metinn hæfur til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2017 22:10 Í tilkynningu Fjármáleftirlitsins segir að við matið hafi sérstaklega verið horft til þess að Arion banki teljist kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki. Vísir/Stefán Fjármálaeftirlitið hefur tilkynnt vogunarsjóðnum Taconic Capital Advisors LP og tengdum aðilum að þeir teljist hæfir til fara með virkan eignarhlut í Arion banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu sem birt var á heimasíðu þess í kvöld. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, greindi frá því í síðustu viku að þessi niðurstaða væri væntanleg. Þýðir þetta að sjóðnum sé heimilt að eiga beint og óbeint samanlagt meira en tíu prósenta hlut í Arion banka. Fjármálaeftirlitið leggur mat á hvort sá sem hyggst eignast virkan eignarhlut sé hæfur til að fara með eignarhlutinn með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs fjármálafyrirtækis. Í tilkynningu Fjármáleftirlitsins segir að við matið hafi sérstaklega verið horft til þess að Arion banki teljist kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki samkvæmt skilgreiningu fjármálastöðugleikaráðs. Með hliðsjón af því kannaði Fjármálaeftirlitið sérstaklega getu Taconic Capital Advisors LP og tengdra aðila til að styðja fjárhagslega við bankann við sérstakar aðstæður. Meðal þess sem Fjármálaeftirlitið kannaði var hæfi Frank Brosens, en hann stýrir félaginu sem heldur utan um hlut Taconic Capital í Arion banka, til þess að fara með virkan eignarhlut í bankanum með óbeinni hlutdeild. Í viðtali við Markaðinn í mars síðastliðnum sagði Brosens að kaup sjóðsins á tæplega tíu prósenta hlut í Arion banka væru ekki hugsuð sem skammtímafjárfesting. Salan á Arion banka Tengdar fréttir Taconic seldi allt í Icelandair í janúar fyrir hálfan milljarð Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital seldi alla hluti sína í Icelandair Group í janúar á þessu ári, samtals um hálft prósent, skömmu áður en félagið sendi frá sér viðvörun til Kauphallarinnar þar sem afkomuspá þess var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent. 16. ágúst 2017 08:30 Skráning Arion banka frestast fram á næsta ár vegna pólitískrar óvissu Útboð og skráning á Arion banka verður í fyrsta lagi í byrjun næsta árs. Ekkert samkomulag um endurskoðun á forkaupsrétti ríkisins. Þingmaður Framsóknarflokksins segir starfsstjórn ekki geta tekið neina slíka ákvörðun. 20. september 2017 06:30 Vogunarsjóðir að gerast virkir eigendur að Arion banka Vogunarsjóðunum Taconic og Attestor verður heimilað að eiga beint og óbeint meira en tíu prósent í Arion banka. FME mun brátt ljúka hæfismati sínu. Kaupþing og stjórnvöld vinna að því að endurskoða ákvæði um forkaupsrétt. 13. september 2017 06:30 Taconic á 150 milljarða undir á Íslandi og vill gerast virkur eigandi að Arion Fjárfesting bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem leiddi þann hóp erlendra fjárfesta sem keypti í síðasta mánuði tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka, í kröfum á íslensk félög, ríkisskuldabréfum og hlutafé fyrirtækja, nemur í dag yfir 150 milljörðum króna 12. apríl 2017 07:00 Einn stærsti eigandi Arion setur söluferlið í uppnám Salan á Arion-banka er í uppnámi þar sem þar sem vogunarsjóðurinn Och-Ziff Capital, sem keypti 6,6% hlut í bankanum fyrr á þessu ári af Kaupþingi, hefur ekki lagt fram beiðni til Fjármálaeftirlitsins um að fá heimild til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. 27. maí 2017 08:57 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur tilkynnt vogunarsjóðnum Taconic Capital Advisors LP og tengdum aðilum að þeir teljist hæfir til fara með virkan eignarhlut í Arion banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu sem birt var á heimasíðu þess í kvöld. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, greindi frá því í síðustu viku að þessi niðurstaða væri væntanleg. Þýðir þetta að sjóðnum sé heimilt að eiga beint og óbeint samanlagt meira en tíu prósenta hlut í Arion banka. Fjármálaeftirlitið leggur mat á hvort sá sem hyggst eignast virkan eignarhlut sé hæfur til að fara með eignarhlutinn með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs fjármálafyrirtækis. Í tilkynningu Fjármáleftirlitsins segir að við matið hafi sérstaklega verið horft til þess að Arion banki teljist kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki samkvæmt skilgreiningu fjármálastöðugleikaráðs. Með hliðsjón af því kannaði Fjármálaeftirlitið sérstaklega getu Taconic Capital Advisors LP og tengdra aðila til að styðja fjárhagslega við bankann við sérstakar aðstæður. Meðal þess sem Fjármálaeftirlitið kannaði var hæfi Frank Brosens, en hann stýrir félaginu sem heldur utan um hlut Taconic Capital í Arion banka, til þess að fara með virkan eignarhlut í bankanum með óbeinni hlutdeild. Í viðtali við Markaðinn í mars síðastliðnum sagði Brosens að kaup sjóðsins á tæplega tíu prósenta hlut í Arion banka væru ekki hugsuð sem skammtímafjárfesting.
Salan á Arion banka Tengdar fréttir Taconic seldi allt í Icelandair í janúar fyrir hálfan milljarð Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital seldi alla hluti sína í Icelandair Group í janúar á þessu ári, samtals um hálft prósent, skömmu áður en félagið sendi frá sér viðvörun til Kauphallarinnar þar sem afkomuspá þess var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent. 16. ágúst 2017 08:30 Skráning Arion banka frestast fram á næsta ár vegna pólitískrar óvissu Útboð og skráning á Arion banka verður í fyrsta lagi í byrjun næsta árs. Ekkert samkomulag um endurskoðun á forkaupsrétti ríkisins. Þingmaður Framsóknarflokksins segir starfsstjórn ekki geta tekið neina slíka ákvörðun. 20. september 2017 06:30 Vogunarsjóðir að gerast virkir eigendur að Arion banka Vogunarsjóðunum Taconic og Attestor verður heimilað að eiga beint og óbeint meira en tíu prósent í Arion banka. FME mun brátt ljúka hæfismati sínu. Kaupþing og stjórnvöld vinna að því að endurskoða ákvæði um forkaupsrétt. 13. september 2017 06:30 Taconic á 150 milljarða undir á Íslandi og vill gerast virkur eigandi að Arion Fjárfesting bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem leiddi þann hóp erlendra fjárfesta sem keypti í síðasta mánuði tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka, í kröfum á íslensk félög, ríkisskuldabréfum og hlutafé fyrirtækja, nemur í dag yfir 150 milljörðum króna 12. apríl 2017 07:00 Einn stærsti eigandi Arion setur söluferlið í uppnám Salan á Arion-banka er í uppnámi þar sem þar sem vogunarsjóðurinn Och-Ziff Capital, sem keypti 6,6% hlut í bankanum fyrr á þessu ári af Kaupþingi, hefur ekki lagt fram beiðni til Fjármálaeftirlitsins um að fá heimild til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. 27. maí 2017 08:57 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Taconic seldi allt í Icelandair í janúar fyrir hálfan milljarð Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital seldi alla hluti sína í Icelandair Group í janúar á þessu ári, samtals um hálft prósent, skömmu áður en félagið sendi frá sér viðvörun til Kauphallarinnar þar sem afkomuspá þess var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent. 16. ágúst 2017 08:30
Skráning Arion banka frestast fram á næsta ár vegna pólitískrar óvissu Útboð og skráning á Arion banka verður í fyrsta lagi í byrjun næsta árs. Ekkert samkomulag um endurskoðun á forkaupsrétti ríkisins. Þingmaður Framsóknarflokksins segir starfsstjórn ekki geta tekið neina slíka ákvörðun. 20. september 2017 06:30
Vogunarsjóðir að gerast virkir eigendur að Arion banka Vogunarsjóðunum Taconic og Attestor verður heimilað að eiga beint og óbeint meira en tíu prósent í Arion banka. FME mun brátt ljúka hæfismati sínu. Kaupþing og stjórnvöld vinna að því að endurskoða ákvæði um forkaupsrétt. 13. september 2017 06:30
Taconic á 150 milljarða undir á Íslandi og vill gerast virkur eigandi að Arion Fjárfesting bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem leiddi þann hóp erlendra fjárfesta sem keypti í síðasta mánuði tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka, í kröfum á íslensk félög, ríkisskuldabréfum og hlutafé fyrirtækja, nemur í dag yfir 150 milljörðum króna 12. apríl 2017 07:00
Einn stærsti eigandi Arion setur söluferlið í uppnám Salan á Arion-banka er í uppnámi þar sem þar sem vogunarsjóðurinn Och-Ziff Capital, sem keypti 6,6% hlut í bankanum fyrr á þessu ári af Kaupþingi, hefur ekki lagt fram beiðni til Fjármálaeftirlitsins um að fá heimild til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. 27. maí 2017 08:57