Hækkun í anda Salek ekki nóg fyrir flugvirkja Sveinn Arnarsson skrifar 23. september 2017 07:00 Flugvirkjar Icelandair vilja ríkulegri launahækkanir en örfá prósent. Stefnir því í hart á milli deiluaðila í samningaviðræðum í vetur. VÍSIR/VILHELM Mikið ber í milli í launadeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair. Deilan hefur verið send til ríkissáttasemjara og fundað hefur verið í deilunni þar. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir fyrsta fund hjá ríkissáttasemjara ekki hafa breytt miklu. Þar hafi aðilar helst verið að kynna sín sjónarmið og fara yfir málið í rólegheitum. Hann segir hugmyndir flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins um launahækkanir vera mjög mismunandi.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA„Við erum með ákveðnar kröfur og kynntum þær. SA eru hörð á því að bjóða okkur launahækkanir sem miða við SALEK-samkomulagið sem er löngu dautt. Við munum ekki sætta okkur við það,“ segir Óskar en það sé nú stutt liðið á þessa samningagerð og því gæti nú allt gerst enn þá. „Þetta var nú bara fyrsti fundur og við skulum sjá hvað setur. Við erum allavega ekki farnir að hugsa það að leggja niður störf strax.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir línu samtakanna alveg skýra. Á fundi samtaka atvinnulífsins á Akureyri í fyrradag talaði hann um að krafa væri uppi í þjóðfélaginu um ósjálfbærar launahækkanir í landinu. „Stundum er mikið svigrúm fyrir launahækkanir, stundum er lítið svigrúm fyrir launahækkanir. Það er alveg ljóst að það er ekkert svigrúm fyrir launahækkanir eins og staðan er í dag,“ segir Halldór Benjamín á fundinum. „Við verðum að verja þá kaupmáttaraukningu sem launafólk hefur fengið á síðustu árum, sem er á milli 20 og 30 prósent.“ Einnig sagði Halldór Benjamín að útflutningsfyrirtækin yrðu að vera leiðandi í verðmætasköpun og því hversu mikið svigrúm væri til launahækkana. Opinberir starfsmenn og kjararáð gætu ekki með nokkru móti verið leiðandi í launahækkunum í þessu landi. „Það var lítið sem gerðist á þessum fundi og ég mun boða aðila til fundar aftur innan tveggja vikna nema eitthvað sérstakt gerist í millitíðinni,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Mikið ber í milli í launadeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair. Deilan hefur verið send til ríkissáttasemjara og fundað hefur verið í deilunni þar. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir fyrsta fund hjá ríkissáttasemjara ekki hafa breytt miklu. Þar hafi aðilar helst verið að kynna sín sjónarmið og fara yfir málið í rólegheitum. Hann segir hugmyndir flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins um launahækkanir vera mjög mismunandi.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA„Við erum með ákveðnar kröfur og kynntum þær. SA eru hörð á því að bjóða okkur launahækkanir sem miða við SALEK-samkomulagið sem er löngu dautt. Við munum ekki sætta okkur við það,“ segir Óskar en það sé nú stutt liðið á þessa samningagerð og því gæti nú allt gerst enn þá. „Þetta var nú bara fyrsti fundur og við skulum sjá hvað setur. Við erum allavega ekki farnir að hugsa það að leggja niður störf strax.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir línu samtakanna alveg skýra. Á fundi samtaka atvinnulífsins á Akureyri í fyrradag talaði hann um að krafa væri uppi í þjóðfélaginu um ósjálfbærar launahækkanir í landinu. „Stundum er mikið svigrúm fyrir launahækkanir, stundum er lítið svigrúm fyrir launahækkanir. Það er alveg ljóst að það er ekkert svigrúm fyrir launahækkanir eins og staðan er í dag,“ segir Halldór Benjamín á fundinum. „Við verðum að verja þá kaupmáttaraukningu sem launafólk hefur fengið á síðustu árum, sem er á milli 20 og 30 prósent.“ Einnig sagði Halldór Benjamín að útflutningsfyrirtækin yrðu að vera leiðandi í verðmætasköpun og því hversu mikið svigrúm væri til launahækkana. Opinberir starfsmenn og kjararáð gætu ekki með nokkru móti verið leiðandi í launahækkunum í þessu landi. „Það var lítið sem gerðist á þessum fundi og ég mun boða aðila til fundar aftur innan tveggja vikna nema eitthvað sérstakt gerist í millitíðinni,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira