Glæpnum stolið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 23. september 2017 06:00 Kosningabaráttan þarf að snúast um ósiði í stjórnsýslu sem hafa orðið ráðherrum og ríkisstjórnum að falli skipti eftir skipti á undangengnum árum. Ef ekki tekst að kryfja glappaskotin, læra af þeim og um leið finna leiðir til að koma í veg fyrir að þau endurtaki sig - eða útskýra þau þannig að efasemdum sé eytt, munum við aftur sjá ríkisstjórnir neyðast til að hlaupa frá hálfkláruðum verkum. Draumar um festu í stjórnmálum og langlífar, samstíga ríkisstjórnir rætast varla meðan helstu leikendur sjá enga sök hjá sjálfum sér. Ráðast þarf til atlögu við ósiðina. Veruleikinn hefur breyst. Betur upplýst þjóð krefst skýrra svara. Undanbrögð, pukur, hálfsannleikur eða hreinn tilbúningur verða ráðamönnum frekar að fótakefli, en sjálfur verknaðurinn sem hrindir skriðunni af stað. Glappaskot í ráðuneytum á ábyrgð ráðherra verða ekki umflúin. Slíkt gerist á stórum vinnustöðum. Stjórnmálamenn munu hlaupa á sig hér eftir sem hingað til. Ættingjar þeirra munu tengjast gerningum, sem setja þá í óþægilega stöðu. Svarið er oftast að bregðast við tímanlega og gera hreint fyrir sínum dyrum. Pólitík er ekki lögfræði eins og margar áberandi persónur í atburðum líðandi stundar virðast telja. Pólitík er enn síður lögmennska. Lögmenn þurfa stundum að verja erfiðan málstað í réttarsal með öllum tiltækum ráðum. Slík vinnubrögð geta hreinlega verið bjánaleg í pólitísku ati. Pólitík snýst um hvernig auðlindirnar verða nýttar í allra þágu, hvernig við náum því besta útúr fólki og fyrirtækjum, hvernig við viljum gæta þeirra sem minna mega sín og hvernig við tryggjum heilsufar, læknisþjónustu, heilbrigt réttarfar og góða og fjölbreytta menntun sem mætir kröfum tímans. Hún snýst um leikreglur og hvar við viljum staðsetja okkur í þessari veröld. Pukur og makk eitra andrúmsloftið, valda kollsteypum, trufla leikreglurnar og framgang góðra mála. Í nálægum löndum segja ráðherrar af sér ef þurfa þykir, oft fyrir litlar sakir, án þess að öllu sé hleypt í bál og brand með þingrofi, kosningum og stjórnarskiptum. Stjórnmálamenn sýna auðmýkt en tefla ekki hag heildarinnar í tvísýnu af ótta við að missa sjálfir andlitið um stund. Margir setjast aftur á ráherrastól, tvíefldir. Okkur sárvantar slikar hefðir. Að því leyti erum við frumstæð þjóð. Hér þráast fólk við eins og í því felist ævarandi niðurlæging og skömm, að horfast í augu við yfirsjónir sínar. Leynimakk í stjórnsýslu er fréttaefni. Fjölmiðlum ber að segja frá því þegar ráðamenn hrekjast úr einu víginu í annað og reyna að afvegaleiða umræðuna með ónákvæmni, hálfsannleik eða ósannindum í málum sem fara úr böndunum. Fólk vill slíkar fréttir og á rétt á þeim. Einu sinni voru utanferðir ráðamanna eilíft fréttaefni. Með réttu eða röngu var hneykslast á meintu bruðli og flottræfilshætti. Vörnin gat verið snúin. Einn ráðherrann brá á það ráð að senda út fréttatilkynningar um allar vinnuferðir sínar. Hann stal glæpnum með því að aflétta leyndarhjúpnum. Fréttum af ráðherraferðum fækkaði. Sumum vandræðamálum sem hafa orðið ráðherrum og ríkisstjórnum að falli síðustu misserin hefði sennilega mátt afstýra með því að greina frá málsatvikum á frumstigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Kosningabaráttan þarf að snúast um ósiði í stjórnsýslu sem hafa orðið ráðherrum og ríkisstjórnum að falli skipti eftir skipti á undangengnum árum. Ef ekki tekst að kryfja glappaskotin, læra af þeim og um leið finna leiðir til að koma í veg fyrir að þau endurtaki sig - eða útskýra þau þannig að efasemdum sé eytt, munum við aftur sjá ríkisstjórnir neyðast til að hlaupa frá hálfkláruðum verkum. Draumar um festu í stjórnmálum og langlífar, samstíga ríkisstjórnir rætast varla meðan helstu leikendur sjá enga sök hjá sjálfum sér. Ráðast þarf til atlögu við ósiðina. Veruleikinn hefur breyst. Betur upplýst þjóð krefst skýrra svara. Undanbrögð, pukur, hálfsannleikur eða hreinn tilbúningur verða ráðamönnum frekar að fótakefli, en sjálfur verknaðurinn sem hrindir skriðunni af stað. Glappaskot í ráðuneytum á ábyrgð ráðherra verða ekki umflúin. Slíkt gerist á stórum vinnustöðum. Stjórnmálamenn munu hlaupa á sig hér eftir sem hingað til. Ættingjar þeirra munu tengjast gerningum, sem setja þá í óþægilega stöðu. Svarið er oftast að bregðast við tímanlega og gera hreint fyrir sínum dyrum. Pólitík er ekki lögfræði eins og margar áberandi persónur í atburðum líðandi stundar virðast telja. Pólitík er enn síður lögmennska. Lögmenn þurfa stundum að verja erfiðan málstað í réttarsal með öllum tiltækum ráðum. Slík vinnubrögð geta hreinlega verið bjánaleg í pólitísku ati. Pólitík snýst um hvernig auðlindirnar verða nýttar í allra þágu, hvernig við náum því besta útúr fólki og fyrirtækjum, hvernig við viljum gæta þeirra sem minna mega sín og hvernig við tryggjum heilsufar, læknisþjónustu, heilbrigt réttarfar og góða og fjölbreytta menntun sem mætir kröfum tímans. Hún snýst um leikreglur og hvar við viljum staðsetja okkur í þessari veröld. Pukur og makk eitra andrúmsloftið, valda kollsteypum, trufla leikreglurnar og framgang góðra mála. Í nálægum löndum segja ráðherrar af sér ef þurfa þykir, oft fyrir litlar sakir, án þess að öllu sé hleypt í bál og brand með þingrofi, kosningum og stjórnarskiptum. Stjórnmálamenn sýna auðmýkt en tefla ekki hag heildarinnar í tvísýnu af ótta við að missa sjálfir andlitið um stund. Margir setjast aftur á ráherrastól, tvíefldir. Okkur sárvantar slikar hefðir. Að því leyti erum við frumstæð þjóð. Hér þráast fólk við eins og í því felist ævarandi niðurlæging og skömm, að horfast í augu við yfirsjónir sínar. Leynimakk í stjórnsýslu er fréttaefni. Fjölmiðlum ber að segja frá því þegar ráðamenn hrekjast úr einu víginu í annað og reyna að afvegaleiða umræðuna með ónákvæmni, hálfsannleik eða ósannindum í málum sem fara úr böndunum. Fólk vill slíkar fréttir og á rétt á þeim. Einu sinni voru utanferðir ráðamanna eilíft fréttaefni. Með réttu eða röngu var hneykslast á meintu bruðli og flottræfilshætti. Vörnin gat verið snúin. Einn ráðherrann brá á það ráð að senda út fréttatilkynningar um allar vinnuferðir sínar. Hann stal glæpnum með því að aflétta leyndarhjúpnum. Fréttum af ráðherraferðum fækkaði. Sumum vandræðamálum sem hafa orðið ráðherrum og ríkisstjórnum að falli síðustu misserin hefði sennilega mátt afstýra með því að greina frá málsatvikum á frumstigi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun