Vestfirðingar fjölmenna í íþróttahús til að ræða umdeilda virkjun, veg og sjókvíaeldi við ráðherra Birgir Olgeirsson skrifar 22. september 2017 12:34 Frá Ísafirði. Vísir/Pjetur Sveitarfélögin á Vestfjörðum, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Tálknafjarðarhreppur, Vesturbyggð, Reykhólahreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Árneshreppur, boða ásamt Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Verkalýðsfélagi Vestfirðinga til borgarafundar í íþróttahúsinu á Ísafirði nk. sunnudag 24. september kl. 14. Þetta kemur fram í tilkynningu um fundinn. Á fundinum verða rædd hagsmunamál fjórðungsins sem snúast öll um mikilvæga innviðauppbyggingu á Vestfjörðum. Meðal annars verður gerð grein fyrir meginniðurstöðum nýrrar skýrslu KPMG fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða um hagsræn og samfélagsleg áhrif sjókvíaeldis í Ísafjarðardjúpi. Starfandi ráðherrar málaflokkanna hafa staðfest komu sína til fundarins; ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála og ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Ráðherra umhverfis- og auðlindamála hafði ekki tök á að þekkjast boðið. Auk þess hefur formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands verið boðið til fundarins. Að loknum framsögum taka fulltrúar sveitarfélaganna, ráðherrar, fulltrúi KPMG og formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands sæti í pallborði til að svara spurningum úr sal. Fundarstjóri verður Heimir Már Pétursson fréttamaður. Verkefnin sem rædd verða á borgarafundinum lúta að raforkumálum (Hvalárvirkjun), samgöngumálum (Gufudalssveit) og sjókvíaeldi (í Ísafjarðardjúpi). Í tilkynningunni kemur fram að öll verkefnin sæta ýmist harðri gagnrýni, þar sem þess er jafnvel krafist að þau verði slegin út af borðinu, eða eru sífellt tafin um framkvæmdaleyfi þrátt fyrir eðlilegt ferli innan stjórnsýslunnar og löngu tímabær framlög á vegaáætlun. „Raforkumál á Vestfjörðum hafa lengi verið bágborin af ýmsum ástæðum. Bæði er þar úr sér gengið flutningskerfi til Vestfjarða sem veldur rafmagnsleysi heimila og atvinnulífs með reglubundnum hætti og stundum fjárhagstjóni þegar verst lætur. Ekki hafa enn komið fram áform um að bæta flutningskerfið. Vaxandi atvinnuuppbygging á sunnanverðum Vestfjörðum ásamt áformum um sambærilega innviðauppbyggingu á norðanverðum fjörðunum kalla á aukna raforku í fjórðungnum og þar er Hvalárvirkjun hagkvæmasti kosturinn svo fremi sem ráðist verði í gerð nýs tengipunktar fyrir raforku inn á flutningskerfi Landsnets. Hvalárvirkjun er í nýtingarflokki rammaáætlunar en þrátt fyrir það er barist hatrammlega gegn virkjunaráformunum af ýmsum hagsmunaaðilum,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að Ísafjarðardjúp sé skilgreint fyrir sjókvíaeldi, eitt örfárra svæða á landinu enda fjarri öllum ábatasömum stangveiðiám sem hafa eðlilegt verndargildi. Engu að síður sé barist ötullega gegn því eldi sem kynnt hefur verið. Framkvæmdaaðilar um borgarafundinn 24. september á Ísafirði telja mikilvægt að gefa íbúum fjórðungsins kost á að stofna til málefnalegrar og gagnrýninnar umræðu með sveitarstjórnum og ráðherrum, þar sem sjónarmið íbúa fái að komast að í umræðunni um málefni fjórðungsins til jafns á við aðra. Því er mikilvægt að íbúar fái tækifæri til að spyrja út í þau brýnu verkefni sem verða til umræðu og fá svör við því hvers kunni að vera að vænta í þessum efnum á næstu mánuðum og að loknum kosningum. Árneshreppur Kaldrananeshreppur Orkumál Umhverfismál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Sveitarfélögin á Vestfjörðum, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Tálknafjarðarhreppur, Vesturbyggð, Reykhólahreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Árneshreppur, boða ásamt Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Verkalýðsfélagi Vestfirðinga til borgarafundar í íþróttahúsinu á Ísafirði nk. sunnudag 24. september kl. 14. Þetta kemur fram í tilkynningu um fundinn. Á fundinum verða rædd hagsmunamál fjórðungsins sem snúast öll um mikilvæga innviðauppbyggingu á Vestfjörðum. Meðal annars verður gerð grein fyrir meginniðurstöðum nýrrar skýrslu KPMG fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða um hagsræn og samfélagsleg áhrif sjókvíaeldis í Ísafjarðardjúpi. Starfandi ráðherrar málaflokkanna hafa staðfest komu sína til fundarins; ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála og ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Ráðherra umhverfis- og auðlindamála hafði ekki tök á að þekkjast boðið. Auk þess hefur formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands verið boðið til fundarins. Að loknum framsögum taka fulltrúar sveitarfélaganna, ráðherrar, fulltrúi KPMG og formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands sæti í pallborði til að svara spurningum úr sal. Fundarstjóri verður Heimir Már Pétursson fréttamaður. Verkefnin sem rædd verða á borgarafundinum lúta að raforkumálum (Hvalárvirkjun), samgöngumálum (Gufudalssveit) og sjókvíaeldi (í Ísafjarðardjúpi). Í tilkynningunni kemur fram að öll verkefnin sæta ýmist harðri gagnrýni, þar sem þess er jafnvel krafist að þau verði slegin út af borðinu, eða eru sífellt tafin um framkvæmdaleyfi þrátt fyrir eðlilegt ferli innan stjórnsýslunnar og löngu tímabær framlög á vegaáætlun. „Raforkumál á Vestfjörðum hafa lengi verið bágborin af ýmsum ástæðum. Bæði er þar úr sér gengið flutningskerfi til Vestfjarða sem veldur rafmagnsleysi heimila og atvinnulífs með reglubundnum hætti og stundum fjárhagstjóni þegar verst lætur. Ekki hafa enn komið fram áform um að bæta flutningskerfið. Vaxandi atvinnuuppbygging á sunnanverðum Vestfjörðum ásamt áformum um sambærilega innviðauppbyggingu á norðanverðum fjörðunum kalla á aukna raforku í fjórðungnum og þar er Hvalárvirkjun hagkvæmasti kosturinn svo fremi sem ráðist verði í gerð nýs tengipunktar fyrir raforku inn á flutningskerfi Landsnets. Hvalárvirkjun er í nýtingarflokki rammaáætlunar en þrátt fyrir það er barist hatrammlega gegn virkjunaráformunum af ýmsum hagsmunaaðilum,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að Ísafjarðardjúp sé skilgreint fyrir sjókvíaeldi, eitt örfárra svæða á landinu enda fjarri öllum ábatasömum stangveiðiám sem hafa eðlilegt verndargildi. Engu að síður sé barist ötullega gegn því eldi sem kynnt hefur verið. Framkvæmdaaðilar um borgarafundinn 24. september á Ísafirði telja mikilvægt að gefa íbúum fjórðungsins kost á að stofna til málefnalegrar og gagnrýninnar umræðu með sveitarstjórnum og ráðherrum, þar sem sjónarmið íbúa fái að komast að í umræðunni um málefni fjórðungsins til jafns á við aðra. Því er mikilvægt að íbúar fái tækifæri til að spyrja út í þau brýnu verkefni sem verða til umræðu og fá svör við því hvers kunni að vera að vænta í þessum efnum á næstu mánuðum og að loknum kosningum.
Árneshreppur Kaldrananeshreppur Orkumál Umhverfismál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira