Sport

Heili Hernandez var illa skaddaður

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aaron Hernandez.
Aaron Hernandez. vísir/getty
Rannsóknir á heila morðingjans Aaron Hernandez, fyrrum leikmanni New England Patriots, hafa leitt í ljós miklar skemmdir á heilanum. Hann var með CTE eins og svo margir aðrir leikmenn deildarinnar.

CTE er heilabilun og þeir sem fá CTE lenda í minnistapi, þunglyndi og persónuleiki þeirra breytist. Ekki er óalgengt að þeir sem fá CTE bindi endi á líf sitt. Það er nákvæmlega það sem gerðist hjá Hernandez er hann sat bak við lás og slá.

CTE myndast í heilanum ef menn verða fyrir ítrekuðum höfðuhöggum. Ekki er hægt að rannsaka hvort einstaklingur sé með CTE fyrr en hann er látinn.

Heilinn var rannsakaður hjá Boston háskólanum og heili Hernandez var mjög illa farinn. Verri en hjá mörgum sem höfðu spilað lengur í NFL-deildinni en hann.

Í ljósi þessarar niðurstöðu þá ætlar dóttir leikmannsins í mál við NFL-deildina og Patriots þar sem föður hennar hafi verið sagt að íþróttin væri ekki hættuleg.

NFL

Tengdar fréttir

Hernandez svipti sig lífi

Fyrrum NFL-leikmaðurinn Aaron Hernandez er látinn en hann fyrirfór sér í fangelsi í Massachusettes í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×