Íslensk Nýfréttamennska Jóhannes Loftsson skrifar 21. september 2017 14:54 Aðalpersóna skáldsögunnar 1984 vann hjá Sannleiksráðuneytinu við að endurrita fréttir. Þar var sá háttur hafður á að við hverja endurritun var sagan lagfærð lítillega en gömlu fréttinni eytt. Með síendurteknum endurritunum gátu ráðandi öfl með þessum hætti hagrætt sögunni að þeim boðskap sem þeim hentaði best á hverjum tíma. Sambærilegur ritháttur lifir góðu lífi í íslenskri samfélagsumræðu. Í síharðnandi samkeppni um athyglina þurfa álitsgjafar oft nær fyrirvaralaust að vera reiðubúnir að gefa álit á málefnum líðandi stundar. En vegna takmarkaðra upplýsinga þá verða gjarnan þeir álitsgjafar mest áberandi, sem eru hvað ófeimnastir við að fylla í eyðurnar með alhæfingum byggða á eigin túlkunum. Þeim mun ýktari eða tilfinningameiri sem álitið er þeim mun meiri athygli fær sögumaðurinn. En stundum kemur þó í ljós síðar að sagan var röng. Fyrir stolta og metnaðarfulla sögumenn getur það verið erfið stund að viðurkenna mistökin, og þá sérstaklega ef að spuninn náði verulegu flugi. Fyrir vikið er oft ekkert dregið af og lyginni gefið framhaldslíf í skotgröfum fólks sem lítur aðeins við upplýsingum sem gagnast eigin áróðri. Nú er komið í ljós að Dómsmálaráðherra var fyrsti dómsmálaráðherra Íslandssögunnar til að afgreiða ekki uppreist æru og hafði sjálf frumkvæði að því að reglunum yrði breytt. Ef hennar hefði ekki notið við þá mundi þessi vélræna afgreiðsla líkast til hafa haldið áfram um ófyrirséðan tíma, með tilhlíðandi sársauka fyrir brotaþola. Ekkert er heldur óeðlilegt að nafnleynd sé viðhaldið við umfjöllun um viðkvæm mál, sérstaklega ef vafi er á því hvort um trúnaðarupplýsingar sé að ræða. Ákvörðunin um hvort slíkt upplýsist er betur farin í höndum úrskurðarnefndar upplýsingamála en sem geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna. Forsætisráðherrann er í forsæti fyrir ríkisstjórnina og ber ábyrgð á henni. Það hljóta flestir því að sjá að það er eðlilegt að fagráðherra upplýsi hann um erfið mál. Sambærilegt fyrirkomulag er í öllum fyrirtækjum, þar sem undirmenn upplýsa yfirmenn sýna um óvenjulega hluti sem koma upp og geta skipt fyrirtækið máli. Formlega séð var forsætisráðherra einnig mun tengdari þessu máli en dómsmálaráðherra, því ákvörðunin um uppreist æru var tekin í tíð fyrri ríkisstjórnar og hafði forsætisráðherra þá aðgengi að þessum upplýsingum bæði sem sitjandi ráðherra í ríkisstjórnin og staðgengill innanríkisráðherra þegar svo bar við. Nú þegar framundan eru kosningar þá er við hæfi að fólk í öllum flokkum spyrji sig að því hvers konar stjórnarfar og stjórnmálamenn það vilji hafa í næstu ríkisstjórn. Viljum við óheft áróðursræði þar sem stjórnmálamenn geta eftir hentugleika, veitt fjölmiðlum óheftan aðgang að upplýsingum um þegnana án þess að fyrir liggi hvort um trúnaðarupplýsingar sé að ræða? Viljum við sundrað framkvæmdavald þar sem að fagráðherrar mega ekki einu sinni ræða við forsætisráðherra um erfið mál? Eða viljum við kerfisræði þar sem þekkingarlitlir ráðherrar þora ekki að taka á málum og enda sem viljalaust verkfæri í höndum embættismannakerfisins, sem alltaf ver sig og vex. Væri ekki betra að landinu sé stýrt af fagmennsku, þar sem varfærni er gætt í meðferð trúnaðarupplýsinga og að til ábyrgðarstarfa veljist sjálfstæðir einstaklingar geti staðið í lappirnar þegar þess er þörf.Höfundur er formaður Frjálshyggjufélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Aðalpersóna skáldsögunnar 1984 vann hjá Sannleiksráðuneytinu við að endurrita fréttir. Þar var sá háttur hafður á að við hverja endurritun var sagan lagfærð lítillega en gömlu fréttinni eytt. Með síendurteknum endurritunum gátu ráðandi öfl með þessum hætti hagrætt sögunni að þeim boðskap sem þeim hentaði best á hverjum tíma. Sambærilegur ritháttur lifir góðu lífi í íslenskri samfélagsumræðu. Í síharðnandi samkeppni um athyglina þurfa álitsgjafar oft nær fyrirvaralaust að vera reiðubúnir að gefa álit á málefnum líðandi stundar. En vegna takmarkaðra upplýsinga þá verða gjarnan þeir álitsgjafar mest áberandi, sem eru hvað ófeimnastir við að fylla í eyðurnar með alhæfingum byggða á eigin túlkunum. Þeim mun ýktari eða tilfinningameiri sem álitið er þeim mun meiri athygli fær sögumaðurinn. En stundum kemur þó í ljós síðar að sagan var röng. Fyrir stolta og metnaðarfulla sögumenn getur það verið erfið stund að viðurkenna mistökin, og þá sérstaklega ef að spuninn náði verulegu flugi. Fyrir vikið er oft ekkert dregið af og lyginni gefið framhaldslíf í skotgröfum fólks sem lítur aðeins við upplýsingum sem gagnast eigin áróðri. Nú er komið í ljós að Dómsmálaráðherra var fyrsti dómsmálaráðherra Íslandssögunnar til að afgreiða ekki uppreist æru og hafði sjálf frumkvæði að því að reglunum yrði breytt. Ef hennar hefði ekki notið við þá mundi þessi vélræna afgreiðsla líkast til hafa haldið áfram um ófyrirséðan tíma, með tilhlíðandi sársauka fyrir brotaþola. Ekkert er heldur óeðlilegt að nafnleynd sé viðhaldið við umfjöllun um viðkvæm mál, sérstaklega ef vafi er á því hvort um trúnaðarupplýsingar sé að ræða. Ákvörðunin um hvort slíkt upplýsist er betur farin í höndum úrskurðarnefndar upplýsingamála en sem geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna. Forsætisráðherrann er í forsæti fyrir ríkisstjórnina og ber ábyrgð á henni. Það hljóta flestir því að sjá að það er eðlilegt að fagráðherra upplýsi hann um erfið mál. Sambærilegt fyrirkomulag er í öllum fyrirtækjum, þar sem undirmenn upplýsa yfirmenn sýna um óvenjulega hluti sem koma upp og geta skipt fyrirtækið máli. Formlega séð var forsætisráðherra einnig mun tengdari þessu máli en dómsmálaráðherra, því ákvörðunin um uppreist æru var tekin í tíð fyrri ríkisstjórnar og hafði forsætisráðherra þá aðgengi að þessum upplýsingum bæði sem sitjandi ráðherra í ríkisstjórnin og staðgengill innanríkisráðherra þegar svo bar við. Nú þegar framundan eru kosningar þá er við hæfi að fólk í öllum flokkum spyrji sig að því hvers konar stjórnarfar og stjórnmálamenn það vilji hafa í næstu ríkisstjórn. Viljum við óheft áróðursræði þar sem stjórnmálamenn geta eftir hentugleika, veitt fjölmiðlum óheftan aðgang að upplýsingum um þegnana án þess að fyrir liggi hvort um trúnaðarupplýsingar sé að ræða? Viljum við sundrað framkvæmdavald þar sem að fagráðherrar mega ekki einu sinni ræða við forsætisráðherra um erfið mál? Eða viljum við kerfisræði þar sem þekkingarlitlir ráðherrar þora ekki að taka á málum og enda sem viljalaust verkfæri í höndum embættismannakerfisins, sem alltaf ver sig og vex. Væri ekki betra að landinu sé stýrt af fagmennsku, þar sem varfærni er gætt í meðferð trúnaðarupplýsinga og að til ábyrgðarstarfa veljist sjálfstæðir einstaklingar geti staðið í lappirnar þegar þess er þörf.Höfundur er formaður Frjálshyggjufélagsins.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar