Markadrottning glímir við geðklofa: Varð svo veik að hún þurfti að hætta í boltanum Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. september 2017 09:15 Hrefna Huld Jóhannesdóttir fagnar bikarmeistaratitli með KR. vísir/daníel Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í fótbolta, segir frá því í opinskáu viðtali við blaðakonuna Önnu Lilju Þórisdóttur í Morgunblaðinu í dag að hún glímir við geðsjúkdóm og þess vegna hafi hún hætt í boltanum fyrir aldur fram. Hrefna Huld er ein mesta markamaskína efstu deildar en hún varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Breiðabliki og KR á glæstum ferli og skoraði í heildina 179 mörk í 220 leikjum í öllum keppnum með ÍBV, Breiðabliki, KR, Þrótti og Aftureldingu. Hún var á toppnum frá 2001-2008 þegar hún skoraði 90 mörk í 90 leikjum í efstu deild kvenna en eftir 19 mörk í 18 leikjum með KR sumarið 2008 og níu mörk í ellefu leikjum ári síðar hvarf hún nánast af sjónarsviðinu. Hrefna skoraði grimmt í 1. deildinni með Þrótti árið 2010, þá þrítug, en ferli hennar í efstu deild var lokið.Það kom svolítið á óvart þegar Hrefna fór í Þrótt í B-deildinni 2010.mynd/þrótturDatt út úr félagsskapnum „Sumar halda að þetta sé eitthvert ægilegt leyndarmál. En þetta er það ekki,“ segir Hrefna Huld í Morgunblaðinu. „Ég er með sjúkdóm sem heitir geðklofi og ég vona að ég geti hjálpað einhverjum með því að tala opinskátt um það og hvaða áhrif það hefur haft á líf mitt.“ Hrefna segir frá því að hún missti starfið sitt í Landsbankanum í hruninu árið 2008 og það einangraði hana. Fjölskyldumeðlimir fóru með hana á geðdeild og þangað leitaði hún nokkrum sinnum áður en hún var greind með geðklofa árið 2009. „Þetta sló mig. Ég vildi ekki viðurkenna þetta til að byrja með. Stundum skammaðist ég mín. Núna er viðhorf mitt allt annað, ég veit að þetta er eins og hver annar sjúkdómur,“ segir Hrefna Huld sem þurfti að hætta í fótboltanum vegna sjúkdómsins. „Ég varð að hætta 2009, ég var orðin það veik. Síðan reyndi ég af og til og spilaði síðast 2012. Ég datt ekki bara út úr íþróttinni sjálfri heldur líka út úr félagsskapnum og öllu sem var í kring. Það var erfitt,“ segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir. Íslenski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í fótbolta, segir frá því í opinskáu viðtali við blaðakonuna Önnu Lilju Þórisdóttur í Morgunblaðinu í dag að hún glímir við geðsjúkdóm og þess vegna hafi hún hætt í boltanum fyrir aldur fram. Hrefna Huld er ein mesta markamaskína efstu deildar en hún varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Breiðabliki og KR á glæstum ferli og skoraði í heildina 179 mörk í 220 leikjum í öllum keppnum með ÍBV, Breiðabliki, KR, Þrótti og Aftureldingu. Hún var á toppnum frá 2001-2008 þegar hún skoraði 90 mörk í 90 leikjum í efstu deild kvenna en eftir 19 mörk í 18 leikjum með KR sumarið 2008 og níu mörk í ellefu leikjum ári síðar hvarf hún nánast af sjónarsviðinu. Hrefna skoraði grimmt í 1. deildinni með Þrótti árið 2010, þá þrítug, en ferli hennar í efstu deild var lokið.Það kom svolítið á óvart þegar Hrefna fór í Þrótt í B-deildinni 2010.mynd/þrótturDatt út úr félagsskapnum „Sumar halda að þetta sé eitthvert ægilegt leyndarmál. En þetta er það ekki,“ segir Hrefna Huld í Morgunblaðinu. „Ég er með sjúkdóm sem heitir geðklofi og ég vona að ég geti hjálpað einhverjum með því að tala opinskátt um það og hvaða áhrif það hefur haft á líf mitt.“ Hrefna segir frá því að hún missti starfið sitt í Landsbankanum í hruninu árið 2008 og það einangraði hana. Fjölskyldumeðlimir fóru með hana á geðdeild og þangað leitaði hún nokkrum sinnum áður en hún var greind með geðklofa árið 2009. „Þetta sló mig. Ég vildi ekki viðurkenna þetta til að byrja með. Stundum skammaðist ég mín. Núna er viðhorf mitt allt annað, ég veit að þetta er eins og hver annar sjúkdómur,“ segir Hrefna Huld sem þurfti að hætta í fótboltanum vegna sjúkdómsins. „Ég varð að hætta 2009, ég var orðin það veik. Síðan reyndi ég af og til og spilaði síðast 2012. Ég datt ekki bara út úr íþróttinni sjálfri heldur líka út úr félagsskapnum og öllu sem var í kring. Það var erfitt,“ segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir.
Íslenski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira