Gekk berserksgang á Dominos Anton Egilsson skrifar 20. september 2017 18:13 Lögregla hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af manninum á undanförnum mánuðum. Vísir/GVA Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hælisleitandi frá Marókkó skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 2. október næstkomandi. Lögregla hefur ítrekað haft afskipti af manninum undanfarna mánuði, síðast þann 2. september en þá gekk maðurinn berserksgang á sölustað Dominos í Skeifunni. Ýmis mál er varða manninn eru til meðferðar og rannsóknar hjá lögreglu en lögregla hefur þurft að hafa afskipti af honum meðal annars vegna hótana, ógnandi og annarlegrar hegðunar hans, ofbeldis og fíkniefnalagabrota. Þann 6. ágúst síðastliðinn barst lögreglu tilkynning um manninn þar sem hann hafi verið nakinn og blóðugur og látið illum látum. Maðurinn hafi meðal annars. brotið topplúgu á bifreið og tekið um andlit manns, rifið af honum gleraugun og klínt blóði í fötin hans. Þá barst lögreglu tilkynning er varðaði manninn þann 6. ágúst síðastliðinn en þá hafði hann verið með óspektir í íbúð fyrir hælisleitendur. Hafi hann neytt mikils magns af áfengi og maríjúana.Spurði lögreglumenn hvort þeir gætu skotið hannÞað var svo þann 2. september síðastliðinn sem tilkynnt var um manninn á sölustað Dominos í Skeifunni. Hafði hann beðið um að fá að fara á salerni en ekki fengið. Varð hann þá ósáttur og heimtaði að fá gaffal. Var honum einnig neitað um það og hótaði hann þá að eyðileggja posa á staðnum ef hann fengi ekki gaffal. Þegar honum var aftur neitað, reif hann í snúrur sem voru í posum í afgreiðslunni og eyðilagði tvo posa. Þá fór hann út og reif rúðuþurrku af bifreið sem stóð fyrir utan staðinn. Er lögregla kom á vetttvang var maðurinn farinn á brott, en lögreglumenn fundu hann í Hagkaup í Skeifunni. Sáu þeir hann ganga rakleiðis framhjá afgreiðslukössum verslunarinnar. Handtóku þeir hann, en við handtökuna datt svitalyktareyðir undan úlpu hans og vildi maðurinn meina að lögreglumenn hefðu komið þessu fyrir á honum. Við handtökuna spurði maðurinn lögreglumenn hvort þeir væru ekki vopnaðir byssum og hvort þeir gætu ekki skotið hann.Skrifaði Ísland undir mynd tengda Ríki íslamsÍ greinargerð lögreglu kemur fram að maðurinn hafi sótt um hæli á Íslandi í september 2015 og hafi meðal annars komið fram í viðtali hans að hann hafi setið í fangelsi í heimalandi sínu Marokkó í fimm mánuði vegna þátttöku sinnar í andspyrnuhreyfingu. Eins og áður segir hefur lögregla ítrekað þurft að hafa afskipti af manninum. Í kjölfar þess hafi farið fram ógnarmat á manninum hjá embætti Ríkislögreglustjóra þar sem meðal annars hafi verið óskað eftir upplýsingum um hann frá erlendum löggæslustofnunum. Við gerð matsins hafi komi í ljós að maðurinn hafi birt mynd á Facebook síðu sinni þann 1. ágúst síðastliðinn tengda hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams og ritað Ísland undir myndina. Búið er að taka ákvörðun um að hælisumsókn mannsins og hefur honum verið synjað um vernd, síðast með ákvörðun kærunefndar útlendingamála þann 26. janúar síðastliðinn. Unnið er að því vísa manninum frá landi og í því skyni er embætti Ríkislögreglustjóra í samskiptum við yfirvöld í móttökulandinu.Dóm Hæstaréttar Íslands má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hælisleitandi frá Marókkó skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 2. október næstkomandi. Lögregla hefur ítrekað haft afskipti af manninum undanfarna mánuði, síðast þann 2. september en þá gekk maðurinn berserksgang á sölustað Dominos í Skeifunni. Ýmis mál er varða manninn eru til meðferðar og rannsóknar hjá lögreglu en lögregla hefur þurft að hafa afskipti af honum meðal annars vegna hótana, ógnandi og annarlegrar hegðunar hans, ofbeldis og fíkniefnalagabrota. Þann 6. ágúst síðastliðinn barst lögreglu tilkynning um manninn þar sem hann hafi verið nakinn og blóðugur og látið illum látum. Maðurinn hafi meðal annars. brotið topplúgu á bifreið og tekið um andlit manns, rifið af honum gleraugun og klínt blóði í fötin hans. Þá barst lögreglu tilkynning er varðaði manninn þann 6. ágúst síðastliðinn en þá hafði hann verið með óspektir í íbúð fyrir hælisleitendur. Hafi hann neytt mikils magns af áfengi og maríjúana.Spurði lögreglumenn hvort þeir gætu skotið hannÞað var svo þann 2. september síðastliðinn sem tilkynnt var um manninn á sölustað Dominos í Skeifunni. Hafði hann beðið um að fá að fara á salerni en ekki fengið. Varð hann þá ósáttur og heimtaði að fá gaffal. Var honum einnig neitað um það og hótaði hann þá að eyðileggja posa á staðnum ef hann fengi ekki gaffal. Þegar honum var aftur neitað, reif hann í snúrur sem voru í posum í afgreiðslunni og eyðilagði tvo posa. Þá fór hann út og reif rúðuþurrku af bifreið sem stóð fyrir utan staðinn. Er lögregla kom á vetttvang var maðurinn farinn á brott, en lögreglumenn fundu hann í Hagkaup í Skeifunni. Sáu þeir hann ganga rakleiðis framhjá afgreiðslukössum verslunarinnar. Handtóku þeir hann, en við handtökuna datt svitalyktareyðir undan úlpu hans og vildi maðurinn meina að lögreglumenn hefðu komið þessu fyrir á honum. Við handtökuna spurði maðurinn lögreglumenn hvort þeir væru ekki vopnaðir byssum og hvort þeir gætu ekki skotið hann.Skrifaði Ísland undir mynd tengda Ríki íslamsÍ greinargerð lögreglu kemur fram að maðurinn hafi sótt um hæli á Íslandi í september 2015 og hafi meðal annars komið fram í viðtali hans að hann hafi setið í fangelsi í heimalandi sínu Marokkó í fimm mánuði vegna þátttöku sinnar í andspyrnuhreyfingu. Eins og áður segir hefur lögregla ítrekað þurft að hafa afskipti af manninum. Í kjölfar þess hafi farið fram ógnarmat á manninum hjá embætti Ríkislögreglustjóra þar sem meðal annars hafi verið óskað eftir upplýsingum um hann frá erlendum löggæslustofnunum. Við gerð matsins hafi komi í ljós að maðurinn hafi birt mynd á Facebook síðu sinni þann 1. ágúst síðastliðinn tengda hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams og ritað Ísland undir myndina. Búið er að taka ákvörðun um að hælisumsókn mannsins og hefur honum verið synjað um vernd, síðast með ákvörðun kærunefndar útlendingamála þann 26. janúar síðastliðinn. Unnið er að því vísa manninum frá landi og í því skyni er embætti Ríkislögreglustjóra í samskiptum við yfirvöld í móttökulandinu.Dóm Hæstaréttar Íslands má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira