Brot af því besta frá GUCCI Ritstjórn skrifar 20. september 2017 21:00 Glamour/Getty Sumarlína Gucci fyrir næsta sumar, 2018 var sýnd fyrr í dag. Vinsældir Gucci hafa aukist rosalega með árunum og er þetta vinsælasta fatamerkið í heiminum í dag. Alessandro Michele er listrænn stjórnandi merkisins og hefur velgengni tískuhússins vaxið gríðarlega eftir að hann tók við keflinu. Eins og við var að búast er mikið um litir og munstur, og er þessi lína rosalega fjölbreytt. Alessandro er augljóslega undir áhrifum frá níunda áratuginum, því það er meira um diskó og samfestinga í þessari línu heldur en hans fyrri. Einnig má sjá nokkur þjóðleg áhrif koma fram. Íþróttafatnaðurinn er ekki langt undan og er hann ekki að fara að detta út úr tískuheiminum á næstunni. Nokkrar lykilflíkur koma þarna fram sem við efumst ekki um að verði vinsælar. Jakkarnir með loðinu á ermunum öskra á okkur, sem og hlébarðakápan. Fylgihlutirnir voru á sínum stað, en Gucci töskur og belti hafa verið vinsælustu fylgihlutirnir síðustu ár. Mest lesið Þetta eru fyrirsæturnar sem ganga í Victorias Secret tískusýningunni Glamour Kendall Jenner er nýtt andlit Mango Glamour „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Beyonce mætt með stelpugengið sitt í nýju herferð Ivy Park Glamour Óskiljanleg tískustefna Kim Kardashian Glamour Vegan snyrtivörur njóta aukinna vinsælda Glamour Kylie litar sig aftur dökkhærða Glamour Anna Wintour gefur Zoolander góð ráð Glamour Kim Kardashian loksins mætt á Cannes Glamour Götutískan í Mílanó kom skemmtilega á óvart Glamour
Sumarlína Gucci fyrir næsta sumar, 2018 var sýnd fyrr í dag. Vinsældir Gucci hafa aukist rosalega með árunum og er þetta vinsælasta fatamerkið í heiminum í dag. Alessandro Michele er listrænn stjórnandi merkisins og hefur velgengni tískuhússins vaxið gríðarlega eftir að hann tók við keflinu. Eins og við var að búast er mikið um litir og munstur, og er þessi lína rosalega fjölbreytt. Alessandro er augljóslega undir áhrifum frá níunda áratuginum, því það er meira um diskó og samfestinga í þessari línu heldur en hans fyrri. Einnig má sjá nokkur þjóðleg áhrif koma fram. Íþróttafatnaðurinn er ekki langt undan og er hann ekki að fara að detta út úr tískuheiminum á næstunni. Nokkrar lykilflíkur koma þarna fram sem við efumst ekki um að verði vinsælar. Jakkarnir með loðinu á ermunum öskra á okkur, sem og hlébarðakápan. Fylgihlutirnir voru á sínum stað, en Gucci töskur og belti hafa verið vinsælustu fylgihlutirnir síðustu ár.
Mest lesið Þetta eru fyrirsæturnar sem ganga í Victorias Secret tískusýningunni Glamour Kendall Jenner er nýtt andlit Mango Glamour „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Beyonce mætt með stelpugengið sitt í nýju herferð Ivy Park Glamour Óskiljanleg tískustefna Kim Kardashian Glamour Vegan snyrtivörur njóta aukinna vinsælda Glamour Kylie litar sig aftur dökkhærða Glamour Anna Wintour gefur Zoolander góð ráð Glamour Kim Kardashian loksins mætt á Cannes Glamour Götutískan í Mílanó kom skemmtilega á óvart Glamour