Svona lítur fallbaráttan í Pepsi-deildinni út: Ólsarar ískaldir en Eyjamenn á siglinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. september 2017 23:30 FH getur haft mikil áhrif á fallbaráttuna en fyrrverandi meistararnir eiga eftir að mæta Fjölni, Ólsurum og Blikum. Vísir/Eyþór Þegar tvær umferðir (plús leikur Fjölnis og FH á morgun) eru eftir í Pepsi-deild karla í fótbolta eru fimm lið enn þá í fallhættu. Tölfræðilega má taka sjötta liðið, Víking Reykjavík, inn í dæmið en með sigri á Ólsurum á mánudaginn svo gott sem tryggði Fossvogsliðið sér sæti í deildinni þar sem sex stigum og 17 mörkum munar á Víkingsliðunum tveimur. Skagamenn lifa enn í voninni en þeir geta fallið í sófanum heima síðdegis á morgun takist Fjölni að hirða stig af FH á heimavelli sínum í Grafarvoginum. Skagamenn eru samt sem áður næst heitasta liðið í fallbaráttunni með sex stig í síðustu fimm leikjum en þar af hefur liðið ekki tapað í þremur leikjum í röð.Skaginn er sama og fallinn og Fjölnir eru í miklu basli.vísir/ernirFjölnir í vandræðum Fjölnismenn eru í miklum vandræðum en þeir eru búnir að safna fimm stigum í síðustu fimm leikjum og hafa ekki unnið í þremur leikjum í röð. Þeir eiga óárennilegt prógram eftir en Fjölnismanna bíða leikir gegn FH, KR og Grindavík. Eyjamenn eru heitastir í fallbaráttunni en liðið er búið að vinna þrjá leiki af síðustu fimm, þar af tvo á útivelli og safna níu stigum af fimmtán mögulegum. Stigin 22 sem liðið er komið með dugar liðinu til að halda sæti sínu í deildinni tapi Ólsarar síðustu tveimur leikjum sínum. Ólafsvíkingar eru ansi líklegir til að kveðja deild þeirra bestu liðið en liðið er það ískaldasta í fallbaráttunni. Lærisveinar Ejubs Purisevic eru aðeins búnir að fá eitt stig af fimmtán mögulegum í síðustu fimm leikjum og er með markatöluna -13 á þeim tíma.Milos Milojevic er ekki sloppinn við fallið.vísir/antonBlikar ekki sloppnir Ólsarar eiga mjög erfiðan leik gegn FH næst og gætu fallið á sunnudaginn með tapi sigri Fjölnir annað hvort FH á morgun eða vængbrotið lið KR í 21. umferðinni. KR verður án Finns Orra Margeirssonar, Pálma Rafns Pálmasonar, Skúla Jóns Friðgeirssonar og André Bjerregaard. Óvæntasta liðið í fallbaráttunni er Breiðablik sem eru þó búið að safna sex stigum af fimmtán mögulegum í síðustu fimm leikjum. Það var gegn tveimur neðstu liðum deildarinnar; ÍA og Ólafsvík, en Kópavogsliðið er nú búið að tapa þremur leikjum í röð. Blikar fá sjóðheita Eyjamenn í heimsókn á sunnudaginn og verða enn í fallbaráttu með tapi nái Ólsarar óvæntu stigi eða hvað þá öðrum sigri á móti FH. Strákarnir hans Milosar Milojevic halda sæti sínu í deildinni sama hvað tapi Ólsarar á móti FH.Stigasöfnun fallbaráttuliðanna í síðustu fimm leikjum:12. sæti: ÍA 5 stig af 15 mögulegum (Markatala -1) Ekki tapað í þremur leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: Víkingur R. (ú) Víkingur Ó. (h)11. sæti: Víkingur Ólafsvík 1 stig af 15 mögulegum (-13) Ekki unnið í fimm leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: FH (h) ÍA (ú)10. sæti: Fjölnir 5 stig af 15 mögulegum (-4) Ekki unnið í þremur leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: FH (h) KR (h) Grindavík (ú)9. sæti: ÍBV 9 stig af 15 mögulegum (+3) Unnið tvo útileiki í síðustu fimmLeikir sem liðið á eftir: Breiðablik (ú) KA (h)8. sæti: Breiðablik 6 stig af 15 mögulegum (+1) Tapað þremur leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: ÍBV (h) FH (ú) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira
Þegar tvær umferðir (plús leikur Fjölnis og FH á morgun) eru eftir í Pepsi-deild karla í fótbolta eru fimm lið enn þá í fallhættu. Tölfræðilega má taka sjötta liðið, Víking Reykjavík, inn í dæmið en með sigri á Ólsurum á mánudaginn svo gott sem tryggði Fossvogsliðið sér sæti í deildinni þar sem sex stigum og 17 mörkum munar á Víkingsliðunum tveimur. Skagamenn lifa enn í voninni en þeir geta fallið í sófanum heima síðdegis á morgun takist Fjölni að hirða stig af FH á heimavelli sínum í Grafarvoginum. Skagamenn eru samt sem áður næst heitasta liðið í fallbaráttunni með sex stig í síðustu fimm leikjum en þar af hefur liðið ekki tapað í þremur leikjum í röð.Skaginn er sama og fallinn og Fjölnir eru í miklu basli.vísir/ernirFjölnir í vandræðum Fjölnismenn eru í miklum vandræðum en þeir eru búnir að safna fimm stigum í síðustu fimm leikjum og hafa ekki unnið í þremur leikjum í röð. Þeir eiga óárennilegt prógram eftir en Fjölnismanna bíða leikir gegn FH, KR og Grindavík. Eyjamenn eru heitastir í fallbaráttunni en liðið er búið að vinna þrjá leiki af síðustu fimm, þar af tvo á útivelli og safna níu stigum af fimmtán mögulegum. Stigin 22 sem liðið er komið með dugar liðinu til að halda sæti sínu í deildinni tapi Ólsarar síðustu tveimur leikjum sínum. Ólafsvíkingar eru ansi líklegir til að kveðja deild þeirra bestu liðið en liðið er það ískaldasta í fallbaráttunni. Lærisveinar Ejubs Purisevic eru aðeins búnir að fá eitt stig af fimmtán mögulegum í síðustu fimm leikjum og er með markatöluna -13 á þeim tíma.Milos Milojevic er ekki sloppinn við fallið.vísir/antonBlikar ekki sloppnir Ólsarar eiga mjög erfiðan leik gegn FH næst og gætu fallið á sunnudaginn með tapi sigri Fjölnir annað hvort FH á morgun eða vængbrotið lið KR í 21. umferðinni. KR verður án Finns Orra Margeirssonar, Pálma Rafns Pálmasonar, Skúla Jóns Friðgeirssonar og André Bjerregaard. Óvæntasta liðið í fallbaráttunni er Breiðablik sem eru þó búið að safna sex stigum af fimmtán mögulegum í síðustu fimm leikjum. Það var gegn tveimur neðstu liðum deildarinnar; ÍA og Ólafsvík, en Kópavogsliðið er nú búið að tapa þremur leikjum í röð. Blikar fá sjóðheita Eyjamenn í heimsókn á sunnudaginn og verða enn í fallbaráttu með tapi nái Ólsarar óvæntu stigi eða hvað þá öðrum sigri á móti FH. Strákarnir hans Milosar Milojevic halda sæti sínu í deildinni sama hvað tapi Ólsarar á móti FH.Stigasöfnun fallbaráttuliðanna í síðustu fimm leikjum:12. sæti: ÍA 5 stig af 15 mögulegum (Markatala -1) Ekki tapað í þremur leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: Víkingur R. (ú) Víkingur Ó. (h)11. sæti: Víkingur Ólafsvík 1 stig af 15 mögulegum (-13) Ekki unnið í fimm leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: FH (h) ÍA (ú)10. sæti: Fjölnir 5 stig af 15 mögulegum (-4) Ekki unnið í þremur leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: FH (h) KR (h) Grindavík (ú)9. sæti: ÍBV 9 stig af 15 mögulegum (+3) Unnið tvo útileiki í síðustu fimmLeikir sem liðið á eftir: Breiðablik (ú) KA (h)8. sæti: Breiðablik 6 stig af 15 mögulegum (+1) Tapað þremur leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: ÍBV (h) FH (ú)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira