Gunnar Bragi búinn að fá upp í kok af vinnubrögðum Framsóknarflokksins Ingvar Þór Björnsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 30. september 2017 14:55 Gunnar Bragi hyggst ræða við Sigmund Davíð en hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann gangi til liðs við Miðflokkinn. Vísir/Stefán Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, segist hafa verið búinn að fá upp í kok af vinnubrögðum sem stunduð eru í flokknum og því hafi hann hætt. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann ætli að ganga til liðs við Miðflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Gunnar Bragi greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að hann hefði ákveðið að yfirgefa Framsóknarflokkinn. Hann er annar þingmaðurinn sem hefur yfirgefið flokkinn á skömmum tíma en áður hafði Sigmundur Davíð gengið úr flokknum og stofnað Miðflokkinn. Gunnar Bragði hafði sóst eftir oddvitasætinu í Norðvesturkjördæmi en fékk óvænt mótframboð frá Ásmundi Einari Daðasyni, fyrrverandi þingmanni flokksins.Gerir ráð fyrir að hitta Sigmund Davíð og ræða við hannGunnar Bragi segir ákvörðunina um að hætta í flokknum ekki hafa verið auðvelda. „Ég hefði gjarnan viljað komast hjá þessu en ég hugsa að léttirinn komi aðeins seinna. Þetta er ekki auðvelt þegar maður er búinn að starfa gríðarlega mikið og lengi í svona flokki. Þá er þetta erfitt.“ Spurður hvort ákvörðun Sigmundar Davíðs hafi gert útslagið segir Gunnar Bragi svo ekki vera. „Ég var búinn að segja Sigmundi að ég myndi bjóða mig fram fyrir flokkinn alveg sama hvað gerðist. Það skipti engu máli í þessu. Þegar ég fór að ræða við mitt fólk og skoða hlutina þá var það bara þannig að maður var kominn með upp í kok af þeim vinnubrögðum sem stunduð eru í flokknum og hafa verið stunduð allt frá síðla sumars 2016.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að kaupfélagsstjórinn á Sauðakróki, Þórólfur Gíslason, og fólk nátengt honum og kaupfélaginu hafa unnið skipulega gegn Gunnari Braga. „Ég held að þeir sem vilja vita viti það alveg að ég hef ekki verið þóknanlegur öllum þessum aðilum sem eru um og í kringum flokkinn og því miður hafa tekið þátt í þessu fulltrúar sem eru í trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í Skagafirði.“ Gunnar Bragi segist ekki hafa hugsað mikið út í það hvort hann ætli að ganga til liðs við Miðflokk Sigmundar Davíðs. „Ég geri hins vegar alveg ráð fyrir því að ég sé velkominn þangað og ég geri ráð fyrir að hitta vin mig Sigmund og ræða málin við hann en það hefur ekkert slíkt átt sér stað og ég ætla að hugsa málin aðeins. Ég er ekkert endilega hættur í pólitiík. Það getur vel verið að maður komi aftur inn í þetta.“ Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, segist hafa verið búinn að fá upp í kok af vinnubrögðum sem stunduð eru í flokknum og því hafi hann hætt. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann ætli að ganga til liðs við Miðflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Gunnar Bragi greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að hann hefði ákveðið að yfirgefa Framsóknarflokkinn. Hann er annar þingmaðurinn sem hefur yfirgefið flokkinn á skömmum tíma en áður hafði Sigmundur Davíð gengið úr flokknum og stofnað Miðflokkinn. Gunnar Bragði hafði sóst eftir oddvitasætinu í Norðvesturkjördæmi en fékk óvænt mótframboð frá Ásmundi Einari Daðasyni, fyrrverandi þingmanni flokksins.Gerir ráð fyrir að hitta Sigmund Davíð og ræða við hannGunnar Bragi segir ákvörðunina um að hætta í flokknum ekki hafa verið auðvelda. „Ég hefði gjarnan viljað komast hjá þessu en ég hugsa að léttirinn komi aðeins seinna. Þetta er ekki auðvelt þegar maður er búinn að starfa gríðarlega mikið og lengi í svona flokki. Þá er þetta erfitt.“ Spurður hvort ákvörðun Sigmundar Davíðs hafi gert útslagið segir Gunnar Bragi svo ekki vera. „Ég var búinn að segja Sigmundi að ég myndi bjóða mig fram fyrir flokkinn alveg sama hvað gerðist. Það skipti engu máli í þessu. Þegar ég fór að ræða við mitt fólk og skoða hlutina þá var það bara þannig að maður var kominn með upp í kok af þeim vinnubrögðum sem stunduð eru í flokknum og hafa verið stunduð allt frá síðla sumars 2016.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að kaupfélagsstjórinn á Sauðakróki, Þórólfur Gíslason, og fólk nátengt honum og kaupfélaginu hafa unnið skipulega gegn Gunnari Braga. „Ég held að þeir sem vilja vita viti það alveg að ég hef ekki verið þóknanlegur öllum þessum aðilum sem eru um og í kringum flokkinn og því miður hafa tekið þátt í þessu fulltrúar sem eru í trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í Skagafirði.“ Gunnar Bragi segist ekki hafa hugsað mikið út í það hvort hann ætli að ganga til liðs við Miðflokk Sigmundar Davíðs. „Ég geri hins vegar alveg ráð fyrir því að ég sé velkominn þangað og ég geri ráð fyrir að hitta vin mig Sigmund og ræða málin við hann en það hefur ekkert slíkt átt sér stað og ég ætla að hugsa málin aðeins. Ég er ekkert endilega hættur í pólitiík. Það getur vel verið að maður komi aftur inn í þetta.“
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira