Viðskipti innlent

Vörumerkið Ísland slær í gegn vegna Game of Thrones

Samúel Karl Ólason skrifar
Game of Thrones mun hafa leitt til verulegrar fjjölgunar ferðamanna hér á landi.
Game of Thrones mun hafa leitt til verulegrar fjjölgunar ferðamanna hér á landi. Vísir
Vörumerkið Ísland er að slá í gegn og mun það vera Game of Thrones þáttunum að þakka. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Brand Finance þar sem segir að virði vörumerkisins hafi hækkað um 83 prósent á einu ári og að von sé á frekari vexti í framtíðinni. Vörumerkið Kýpur er í öðru sæti með um 57 prósenta hækkun.

Ísland er þó einungis í 88. sæti af hundrað yfir virði vörumerkja þjóða.

Í skýrslunni, sem sjá má hér, segir að vörumerkið Ísland muni mögulega halda áfram að vaxa í framtíðinni. Ferðamannaiðnaðurinn blómstri og að Game of Thrones hafi leitt til þess að ferðamönnum hafi fjölgað verulega.

Brand Finance birtir árlega skýrslu um ímynd og áhuga á ríkjum heimsins. Skýrslurnar eru ætlaðar til þess að hjálpa alþjóðlegum fjárfestum við ákvarðanir sínar.

Framleiðendur Game of Thrones hafa tekið upp hér á landi frá því þættirnir hófust og þá sérstaklega til að tákna landsvæðið norður af Veggnum. Þó það hafi komið fyrir að engin atriði hafa verið tekin upp hér á landi hefur Ísland þó alltaf verið notað í bakgrunn atriða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×