Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson skrifar 9. október 2017 09:49 Í síðasta mánuði og í raun allt síðasta árið hefur skólinn minn verið að halda upp á þrjátíu ára afmælið sitt. Á tímamótum sem þessum er algengt að fara í sjálfsskoðun, við þekkjum þetta öll þegar við höfum náð ákveðnum áföngum í lífi okkar, aldur, atburður, útskrift eða ákveðin upplifun. Þetta kemur líka fyrir stofnanir. Þetta kom fyrir okkur í Háskólanum á Akureyri og kom okkur skemmtilega á óvart. Við veltum fyrir okkur spurningunni hvernig væri Akureyri án háskóla? Við nánari skoðun fór þetta fljótt útí það hvernig væri landsbyggðin án háskóla og langar mig að segja ykkur aðeins frá því. Á þessum þrjátíu árum hefur háskólinn útskrifað 4000 nemendur og 75% þeirra bjó og starfaði fyrir utan höfuðborgarsvæðið á meðan þeir stunduðu nám og 80% þeirra bjó enn þá í heimabyggð fimm árum seinna. Þegar betur er að gáð þá er þetta algjörlega ómissandi fyrir byggðir landsins. Kennarar og hjúkrunarfræðingar um allt land ásamt því að mennta fólk til starfa í sjávarútvegi, iðjuþjálfun, félagsvísindum, viðskiptafræði, líftækni, leikskólum, fjölmiðlum, lögfræði og núna nýjasta viðbótin sem er nám lögreglufræðum. Færa má góð rök fyrir því að stofnun Háskólans á Akureyri sé líklega eitt af bestu vopnum Íslands þegar kemur að byggðastefnu. Til að mynda búa 74% hjúkrunarfræðinga og 75% viðskiptafræðinga frá HA á Akureyri og landsbyggðinni eftir að námi líkur. Akureyri væri ekki sú miðstöð mannlífs og þjónustu sem hún er í dag ef ekki væri fyrir háskólann. En af hverju skiptir þetta máli í tengslum við átakið #kjóstumenntun? Málið er að Háskólinn á Akureyri er hársbreidd frá því að þurfa að minnka þjónustu við nemendur sína og fækka námsleiðum, þar með þjónustu sína við allt landið. Séu háskólar ekki fjármagnaðir nægilega vel þá geta þeir ekki sinnt hlutverki sínu. Mennt er máttur og það sjáum við vel þegar við horfum uppá ný fyrirtæki spretta upp og eldri rótgrónari fyrirtæki ná að manna sig án þess að flytjast á brott. Þetta er fyrir tilstilli þessa frábæra fólks sem við útskrifum. Eitt mjög skýrt dæmi er nálægð og samspil háskólans við samfélagið er samvinna hans við sjúkrahúsið hérna á Akureyri. Þar á milli eru mikil samskipti og aukast þau með hverju árinu. Núna fyrr á þessu ári náði Sjúkrahúsið á Akureyri (SAK) þeim áfanga að verða fyrsta heilbrigðisstofnunin á Íslandi til þess að fá alþjóðlega gæðavottun á starfsemi sinni og er það skref í átt að því að verða vottað eftir ISO 9001 staðlinum. Vegferðin hættir ekki þar því SAK hefur stigið stórt skref í átt að því verða háskólasjúkrahús þar sem nýlega undirrituðu stofnanirnar með sér samstarfssamning um enn meira samstarf.5 SAK væri ekki sú stofnun sem hún er í dag ekki væri fyrir allt það starfsfólk sem vinnur þar í dag og kom beint úr HA. Aðgengi að góðri menntun er mjög mikilvægt og til þess að við getum haldið þeim staðli að vera framúrskarandi í sveigjanlegu námi fyrir alla landsmenn sama hvar þeir búa þá þurfum við að tryggja nægilegt fjármagn og það gerum við með því að kjósa menntun.Greinin er hluti af átaki Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.LÍS stendur fyrir pallborðsumræðum í samstarfi við FSHA í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri á morgun þann 10. október kl. 16:00. Þar munu fulltrúar stjórnmálaflokka mæta og svara spurningum háskólasamfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00 Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00 Sagan um Sigga Það var mánudagsmorgun þegar söguhetjan okkar, Siggi, gekk um háskólasvæðið á leið í sinn fyrsta tíma sem háskólanemi. 7. október 2017 09:00 Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. 6. október 2017 09:00 Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00 Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39 Eru verðmætin fólgin í náttúrunni? Á næstum árum og áratugum munu eiga sér stað miklar breytingar á náttúrunni vegna hlýnunar loftslags sem gerist nú á fordæmalausum hraða. 8. október 2017 09:00 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í síðasta mánuði og í raun allt síðasta árið hefur skólinn minn verið að halda upp á þrjátíu ára afmælið sitt. Á tímamótum sem þessum er algengt að fara í sjálfsskoðun, við þekkjum þetta öll þegar við höfum náð ákveðnum áföngum í lífi okkar, aldur, atburður, útskrift eða ákveðin upplifun. Þetta kemur líka fyrir stofnanir. Þetta kom fyrir okkur í Háskólanum á Akureyri og kom okkur skemmtilega á óvart. Við veltum fyrir okkur spurningunni hvernig væri Akureyri án háskóla? Við nánari skoðun fór þetta fljótt útí það hvernig væri landsbyggðin án háskóla og langar mig að segja ykkur aðeins frá því. Á þessum þrjátíu árum hefur háskólinn útskrifað 4000 nemendur og 75% þeirra bjó og starfaði fyrir utan höfuðborgarsvæðið á meðan þeir stunduðu nám og 80% þeirra bjó enn þá í heimabyggð fimm árum seinna. Þegar betur er að gáð þá er þetta algjörlega ómissandi fyrir byggðir landsins. Kennarar og hjúkrunarfræðingar um allt land ásamt því að mennta fólk til starfa í sjávarútvegi, iðjuþjálfun, félagsvísindum, viðskiptafræði, líftækni, leikskólum, fjölmiðlum, lögfræði og núna nýjasta viðbótin sem er nám lögreglufræðum. Færa má góð rök fyrir því að stofnun Háskólans á Akureyri sé líklega eitt af bestu vopnum Íslands þegar kemur að byggðastefnu. Til að mynda búa 74% hjúkrunarfræðinga og 75% viðskiptafræðinga frá HA á Akureyri og landsbyggðinni eftir að námi líkur. Akureyri væri ekki sú miðstöð mannlífs og þjónustu sem hún er í dag ef ekki væri fyrir háskólann. En af hverju skiptir þetta máli í tengslum við átakið #kjóstumenntun? Málið er að Háskólinn á Akureyri er hársbreidd frá því að þurfa að minnka þjónustu við nemendur sína og fækka námsleiðum, þar með þjónustu sína við allt landið. Séu háskólar ekki fjármagnaðir nægilega vel þá geta þeir ekki sinnt hlutverki sínu. Mennt er máttur og það sjáum við vel þegar við horfum uppá ný fyrirtæki spretta upp og eldri rótgrónari fyrirtæki ná að manna sig án þess að flytjast á brott. Þetta er fyrir tilstilli þessa frábæra fólks sem við útskrifum. Eitt mjög skýrt dæmi er nálægð og samspil háskólans við samfélagið er samvinna hans við sjúkrahúsið hérna á Akureyri. Þar á milli eru mikil samskipti og aukast þau með hverju árinu. Núna fyrr á þessu ári náði Sjúkrahúsið á Akureyri (SAK) þeim áfanga að verða fyrsta heilbrigðisstofnunin á Íslandi til þess að fá alþjóðlega gæðavottun á starfsemi sinni og er það skref í átt að því að verða vottað eftir ISO 9001 staðlinum. Vegferðin hættir ekki þar því SAK hefur stigið stórt skref í átt að því verða háskólasjúkrahús þar sem nýlega undirrituðu stofnanirnar með sér samstarfssamning um enn meira samstarf.5 SAK væri ekki sú stofnun sem hún er í dag ekki væri fyrir allt það starfsfólk sem vinnur þar í dag og kom beint úr HA. Aðgengi að góðri menntun er mjög mikilvægt og til þess að við getum haldið þeim staðli að vera framúrskarandi í sveigjanlegu námi fyrir alla landsmenn sama hvar þeir búa þá þurfum við að tryggja nægilegt fjármagn og það gerum við með því að kjósa menntun.Greinin er hluti af átaki Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.LÍS stendur fyrir pallborðsumræðum í samstarfi við FSHA í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri á morgun þann 10. október kl. 16:00. Þar munu fulltrúar stjórnmálaflokka mæta og svara spurningum háskólasamfélagsins.
Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00
Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00
Sagan um Sigga Það var mánudagsmorgun þegar söguhetjan okkar, Siggi, gekk um háskólasvæðið á leið í sinn fyrsta tíma sem háskólanemi. 7. október 2017 09:00
Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. 6. október 2017 09:00
Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00
Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39
Eru verðmætin fólgin í náttúrunni? Á næstum árum og áratugum munu eiga sér stað miklar breytingar á náttúrunni vegna hlýnunar loftslags sem gerist nú á fordæmalausum hraða. 8. október 2017 09:00
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun