Freyja Steingrímsdóttir hefur verið ráðin sem nýr verkefnastjóri yfir upplýsingamálum og viðburðum hjá Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja.
Í tilkynningu frá Festu kemur fram að Freyja sé með bakgrunn í stjórnmálafræði og hagnýtum jafnréttisfræðum. Síðustu ár hafi hún unnið við stjórnmála- og upplýsingaráðgjöf fyrir félagasamtök, stéttafélög og stjórnmálaflokka víða um Evrópu og í Bandaríkjunum.
„Freyja er sérfræðingur í stafrænni miðlun og hefur umfangsmikla reynslu af kynningarherferðum og viðburðastjórnun.
Freyja mun stýra miðlun upplýsinga til fjölmiðla og markhópa ásamt því að bera ábyrgð á viðburðum miðstöðvarinnar. Hún mun einnig vinna náið með framkvæmdarstjóra og stjórn að stefnumótun og innleiðingu samskiptastefnu,“ segir í tilkynningunni.
Freyja ráðin til Festu
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera
Viðskipti erlent


Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi
Viðskipti erlent

Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent

Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi
Viðskipti innlent

Icelandair skrúfar fyrir fría gosið
Viðskipti innlent

Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra
Viðskipti erlent

Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Viðskipti innlent


Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf