Ekkert samkomulag nema veggurinn rísi Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. október 2017 07:03 Donald og Melania Trump fögnuðu mexíkóskri arfleið á fundi í Hvíta húsinu á dögunum. Nú krefst þess fyrrnefndi að veggur skuli rísa á landamærum Mexíkó. Vísir/Getty Hvíta húsið hefur heitið því að öllum samningum um áframhaldandi vernd fyrir börn innflytjenda vestanhafs fylgi krafa um hertari innflytjendalöggjöf. Þannig verður ekki samið um áframhaldandi tilvist DACA-áætlunarinnar svokölluðu nema að landamæraveggurinn milli Bandaríkjanna og Mexíkós rísi. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að kröfur Bandaríkjaforsetans Donald Trump í samningaviðræðunum séu meðal annars fjármögnun veggjarins, að hægt verði að vísa fólki fyrr úr landi og að ráðnir verðir þúsundir landamæravarða. Greint var frá því í september að Trump hafi heitið því að afnema vernd fyrir fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn í stjórnartíð sinni. Það er talið setja líf þeirra 690 þúsund einstaklinga sem fengið hafa atvinnuleyfi í Bandaríkjanum til tveggja ára í uppnám. Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom áætluninni til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012. Greint var þó frá því um miðjan mánuðinn að demókratar og forsetinn hafi náð samkomulagi um áframhaldandi vernd eftir óvæntan kvöldverðarfund í Hvíta húsinu.Nýjasta útspil forsetans kom flatt upp á þá sem snæddu með forsetanum og saka þau hann um að ganga á bak orða sinna. Ekkert hafi verið minnst á vegginn í samkomulaginu sem náðist á fundi þeirra í september. Því hefur forsetinn ætíð neitað. Veggurinn hafi verið uppi á borðinu frá upphafi. Trump hefur gefið fulltrúadeild bandaríska þingsins, sem lýtur forystu repúblikana, hálft ár til að koma skikki á málaflokkinn. Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir ekkert samkomulag hafa náðst Spyr einnig hvort einhver vilji í rauninni reka ungt fólk sem er í Bandaríkjunum vegna DACA á brott. 14. september 2017 11:30 Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Hvíta húsið hefur heitið því að öllum samningum um áframhaldandi vernd fyrir börn innflytjenda vestanhafs fylgi krafa um hertari innflytjendalöggjöf. Þannig verður ekki samið um áframhaldandi tilvist DACA-áætlunarinnar svokölluðu nema að landamæraveggurinn milli Bandaríkjanna og Mexíkós rísi. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að kröfur Bandaríkjaforsetans Donald Trump í samningaviðræðunum séu meðal annars fjármögnun veggjarins, að hægt verði að vísa fólki fyrr úr landi og að ráðnir verðir þúsundir landamæravarða. Greint var frá því í september að Trump hafi heitið því að afnema vernd fyrir fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn í stjórnartíð sinni. Það er talið setja líf þeirra 690 þúsund einstaklinga sem fengið hafa atvinnuleyfi í Bandaríkjanum til tveggja ára í uppnám. Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom áætluninni til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012. Greint var þó frá því um miðjan mánuðinn að demókratar og forsetinn hafi náð samkomulagi um áframhaldandi vernd eftir óvæntan kvöldverðarfund í Hvíta húsinu.Nýjasta útspil forsetans kom flatt upp á þá sem snæddu með forsetanum og saka þau hann um að ganga á bak orða sinna. Ekkert hafi verið minnst á vegginn í samkomulaginu sem náðist á fundi þeirra í september. Því hefur forsetinn ætíð neitað. Veggurinn hafi verið uppi á borðinu frá upphafi. Trump hefur gefið fulltrúadeild bandaríska þingsins, sem lýtur forystu repúblikana, hálft ár til að koma skikki á málaflokkinn.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir ekkert samkomulag hafa náðst Spyr einnig hvort einhver vilji í rauninni reka ungt fólk sem er í Bandaríkjunum vegna DACA á brott. 14. september 2017 11:30 Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Trump segir ekkert samkomulag hafa náðst Spyr einnig hvort einhver vilji í rauninni reka ungt fólk sem er í Bandaríkjunum vegna DACA á brott. 14. september 2017 11:30
Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24
Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44