Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið! Anna María Jónsdóttir skrifar 9. október 2017 06:00 1001 hópurinn er hópur fagfólks frá ýmsum stofnunum samfélagsins sem láta sig velferð ungbarna varða. Hópurinn vinnur að því að fá þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum til að skrifa undir stefnuyfirlýsingu um að efla geðheilbrigðisþjónustu við ungbörn og fjölskyldur þeirra á öllum þjónustustigum heilbrigðiskerfisins fyrsta 1001 daginn í lífi barns (frá getnaði að tveggja ára aldri). Hópinn skipa fulltrúar frá Barnaverndarstofu, Barnaheillum, Embætti landlæknis, Geðsviði Landspítala, Geðverndarfélagi Íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Miðstöð foreldra og barna, Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands og Þerapeiu, meðferðarstofnun og foreldrum ungbarna. Verndari verkefnisins er forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson. Hópurinn hefur undirbúið vitundarvakningu um mikilvægi fyrsta 1001 dagsins í lífi ungbarns, sem hefst á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn. Vitundarvakningin stendur yfir næstu viku og lýkur með ráðstefnunni Börnin okkar á vegum Geðhjálpar þann 17. október. Hvað er svona merkilegt við fyrsta 1001 daginn? Á þeim tíma verður gríðarlegur vöxtur á heila ungbarnsins með fjölgun heilafruma og myndun taugafrumtengsla. Þetta tímabil skiptir sköpum varðandi þroska mikilvægra eiginleika og skynjunar s.s. sjónar, heyrnar, tilfinningastjórnunar, málþroska og félagslegrar færni. Heilaþroskinn er háður samskiptum ungbarns við umönnunaraðila og hvernig svörun og umönnun barnið fær. Á þessu tímabili verða til vanabundin viðbrögð við aðstæðum, t.d. við hverju barnið býst frá öðru fólki. Þannig á reynsla barnsins á þessum tíma mikinn þátt í að móta kjarnaviðhorf þess til sjálfs sín og annarra. Samskipti eins og snerting, augnsamband, gagnkvæmt hjal og leikur eru leiðir til að ná til barnsins og hafa áhrif á líðan þess. Temprun tilfinninga barnsins er mjög mikilvæg út frá lífeðlisfræðilegu sjónarmiði og hefur mikil áhrif á líkamlega þætti s.s. hjartslátt, streituhormón, vellíðunarhormón og boðefni í heilanum. Ef foreldrar glíma við streitu, áföll, geðrænan eða tilfinningavanda getur það haft neikvæð áhrif á næmi þeirra til að lesa í merki ungbarnsins og svara því á viðeigandi hátt. Slíkt er mjög streituvaldandi fyrir ungbarn. Barn sem býr við langvarandi streituástand getur þróað með sér tilfinningavanda og síðar hegðunar- og heilsufarsvanda ef ekkert er að gert.Þarfir ungbarna og foreldra hunsaðar Að verða foreldri er eitt af stærstu þroskaverkefnum lífsins. Ungbörn og foreldrar þeirra eru viðkvæmur hópur en því miður er margt í okkar samfélagi og heilbrigðiskerfi sem veldur því að þarfir þessa hóps eru hunsaðar og vanræktar. Það er samfélaginu dýrkeypt. Skýrsla frá London School of Economics upplýsir um þann kostnað sem hlýst í samfélaginu ef ekki er veitt sérhæfð geðheilbrigðisþjónusta við foreldra í fæðingarferli. Ef þessar tölur eru yfirfærðar á íslenskan veruleika kemur í ljós að 7 milljarða kostnaður verður til á hverju ári á Íslandi ef ekkert er gert. 70% af þeim kostnaði verða til vegna stuðnings og meðferðar sem barnið þarf í félags- og heilbrigðis- og skólakerfinu til 18 ára aldurs. Til að fyrirbyggja þennan kostnað þarf að verja 230 milljónum á ári til að bæta meðgönguvernd í heilsugæslu og til sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu með þverfaglegu teymi. Ég skora á íslenska stjórnmálamenn að taka höndum saman og eyrnamerkja fé á fjárlögum þessum málaflokki að fordæmi nágrannaþjóða okkar t.d. í Bretlandi og Noregi. James Heckman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, hefur sýnt fram á að fjárfesting samfélags sem fyrst á ævi einstaklings skilar mestu til baka í formi sparnaðar í kerfinu og eykur auðlegð samfélagsins með virkari þátttöku þjóðfélagsþegna. Byggjum upp geðheilbrigðisþjónustu sem mismunar ekki eftir aldri! Ungbörn geta ekki beðið!Höfundur er geðlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
1001 hópurinn er hópur fagfólks frá ýmsum stofnunum samfélagsins sem láta sig velferð ungbarna varða. Hópurinn vinnur að því að fá þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum til að skrifa undir stefnuyfirlýsingu um að efla geðheilbrigðisþjónustu við ungbörn og fjölskyldur þeirra á öllum þjónustustigum heilbrigðiskerfisins fyrsta 1001 daginn í lífi barns (frá getnaði að tveggja ára aldri). Hópinn skipa fulltrúar frá Barnaverndarstofu, Barnaheillum, Embætti landlæknis, Geðsviði Landspítala, Geðverndarfélagi Íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Miðstöð foreldra og barna, Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands og Þerapeiu, meðferðarstofnun og foreldrum ungbarna. Verndari verkefnisins er forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson. Hópurinn hefur undirbúið vitundarvakningu um mikilvægi fyrsta 1001 dagsins í lífi ungbarns, sem hefst á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn. Vitundarvakningin stendur yfir næstu viku og lýkur með ráðstefnunni Börnin okkar á vegum Geðhjálpar þann 17. október. Hvað er svona merkilegt við fyrsta 1001 daginn? Á þeim tíma verður gríðarlegur vöxtur á heila ungbarnsins með fjölgun heilafruma og myndun taugafrumtengsla. Þetta tímabil skiptir sköpum varðandi þroska mikilvægra eiginleika og skynjunar s.s. sjónar, heyrnar, tilfinningastjórnunar, málþroska og félagslegrar færni. Heilaþroskinn er háður samskiptum ungbarns við umönnunaraðila og hvernig svörun og umönnun barnið fær. Á þessu tímabili verða til vanabundin viðbrögð við aðstæðum, t.d. við hverju barnið býst frá öðru fólki. Þannig á reynsla barnsins á þessum tíma mikinn þátt í að móta kjarnaviðhorf þess til sjálfs sín og annarra. Samskipti eins og snerting, augnsamband, gagnkvæmt hjal og leikur eru leiðir til að ná til barnsins og hafa áhrif á líðan þess. Temprun tilfinninga barnsins er mjög mikilvæg út frá lífeðlisfræðilegu sjónarmiði og hefur mikil áhrif á líkamlega þætti s.s. hjartslátt, streituhormón, vellíðunarhormón og boðefni í heilanum. Ef foreldrar glíma við streitu, áföll, geðrænan eða tilfinningavanda getur það haft neikvæð áhrif á næmi þeirra til að lesa í merki ungbarnsins og svara því á viðeigandi hátt. Slíkt er mjög streituvaldandi fyrir ungbarn. Barn sem býr við langvarandi streituástand getur þróað með sér tilfinningavanda og síðar hegðunar- og heilsufarsvanda ef ekkert er að gert.Þarfir ungbarna og foreldra hunsaðar Að verða foreldri er eitt af stærstu þroskaverkefnum lífsins. Ungbörn og foreldrar þeirra eru viðkvæmur hópur en því miður er margt í okkar samfélagi og heilbrigðiskerfi sem veldur því að þarfir þessa hóps eru hunsaðar og vanræktar. Það er samfélaginu dýrkeypt. Skýrsla frá London School of Economics upplýsir um þann kostnað sem hlýst í samfélaginu ef ekki er veitt sérhæfð geðheilbrigðisþjónusta við foreldra í fæðingarferli. Ef þessar tölur eru yfirfærðar á íslenskan veruleika kemur í ljós að 7 milljarða kostnaður verður til á hverju ári á Íslandi ef ekkert er gert. 70% af þeim kostnaði verða til vegna stuðnings og meðferðar sem barnið þarf í félags- og heilbrigðis- og skólakerfinu til 18 ára aldurs. Til að fyrirbyggja þennan kostnað þarf að verja 230 milljónum á ári til að bæta meðgönguvernd í heilsugæslu og til sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu með þverfaglegu teymi. Ég skora á íslenska stjórnmálamenn að taka höndum saman og eyrnamerkja fé á fjárlögum þessum málaflokki að fordæmi nágrannaþjóða okkar t.d. í Bretlandi og Noregi. James Heckman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, hefur sýnt fram á að fjárfesting samfélags sem fyrst á ævi einstaklings skilar mestu til baka í formi sparnaðar í kerfinu og eykur auðlegð samfélagsins með virkari þátttöku þjóðfélagsþegna. Byggjum upp geðheilbrigðisþjónustu sem mismunar ekki eftir aldri! Ungbörn geta ekki beðið!Höfundur er geðlæknir.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar