Leitarvélar finna barnapíutæki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. október 2017 20:00 Einfalt er að brjótast inn í venjuleg heimilistæki sem tengd eru internetinu og hægt er að nota sérstakar leitarsíður til að finna barnapíutæki og vefmyndavélar. Sérfræðingur í netöryggismálum segir dæmi um slík mál hér á landi og forstjóri Persónuverndar hvetur fólk til þess að fara gætilega með allar upplýsingar. Stór hluti þeirrar eftirlitstækni sem er algeng á heimilum fólks og er tengd internetinu telst ekki nægilega varin. Dæmi eru um leitarvélar þar sem hægt að finna fólk við viðkvæmar aðstæður. Þar má til dæmis finna svokölluð barnapíutæki, opna myndavélarnar og fylgjast með úr fjarlægð.Á síðunni er meðal annars hægt að leita eftir sérstökum löndum og eru þar nokkrar íslenskar niðurstöður. Forstjóri Persónuverndar segir einkalífið orðið berskjaldaðra en oft áður. „Góðu hliðarnar eru þær að það getur verið ósköp huggulegt að vera búinn að kveikja ljós eða kveikja ofninum eða hvað það nú er. En fólk ætti í rauninni að hafa varann á áður en það ákveður að fjarstýra heimilum sínum. Vegna þess að eitthvað sem er kannski þægilegt fyrir þig og þá sem búa á heimilnu getur verið mjög auðvelt í aðgengi fyrir aðra," segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Sérfræðingur í netöryggi hjá fyrirtækinu Syndis tekur undir þetta og segir innbrot í algeng heimilstæki einföld í framkvæmd. Slík máli komi upp á Íslandi jafnt sem erlendis. „Það er ekkert launungarmál að þarna út liggja upplýsingar um fullt af tækjum, eins og vefmyndavélum til að fylgjast með börnum og öðru, sem er oft á viðkvæmum stöðum í húsum, inni í svefnherbergjum. Þessir illvittnu aðilar myndu vilja nota svoleiðis til að fjárkúga fólk vegna þess að þarna gætu þeir séð bæði myndir af börnum og hugsanlega einhverju öðru," segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Hann hvetur fólk til þess að sýna varúð og lágmarka áhættu sína. „Nú er þetta Internet of things að tröllríða öllu, þar sem allt tengist Internetinu. Og að sama skapi þegar allt tengist Internetinu að þá er það ákveðin ógn utan frá," segir Valdimar. „Það þarf allavega að skipta um grunnnotendanafn og hafa aðgangsorðið flókið. Það er lágmarkskrafa til að viðhalda einhverju öryggi," segir Valdimar. Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Einfalt er að brjótast inn í venjuleg heimilistæki sem tengd eru internetinu og hægt er að nota sérstakar leitarsíður til að finna barnapíutæki og vefmyndavélar. Sérfræðingur í netöryggismálum segir dæmi um slík mál hér á landi og forstjóri Persónuverndar hvetur fólk til þess að fara gætilega með allar upplýsingar. Stór hluti þeirrar eftirlitstækni sem er algeng á heimilum fólks og er tengd internetinu telst ekki nægilega varin. Dæmi eru um leitarvélar þar sem hægt að finna fólk við viðkvæmar aðstæður. Þar má til dæmis finna svokölluð barnapíutæki, opna myndavélarnar og fylgjast með úr fjarlægð.Á síðunni er meðal annars hægt að leita eftir sérstökum löndum og eru þar nokkrar íslenskar niðurstöður. Forstjóri Persónuverndar segir einkalífið orðið berskjaldaðra en oft áður. „Góðu hliðarnar eru þær að það getur verið ósköp huggulegt að vera búinn að kveikja ljós eða kveikja ofninum eða hvað það nú er. En fólk ætti í rauninni að hafa varann á áður en það ákveður að fjarstýra heimilum sínum. Vegna þess að eitthvað sem er kannski þægilegt fyrir þig og þá sem búa á heimilnu getur verið mjög auðvelt í aðgengi fyrir aðra," segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Sérfræðingur í netöryggi hjá fyrirtækinu Syndis tekur undir þetta og segir innbrot í algeng heimilstæki einföld í framkvæmd. Slík máli komi upp á Íslandi jafnt sem erlendis. „Það er ekkert launungarmál að þarna út liggja upplýsingar um fullt af tækjum, eins og vefmyndavélum til að fylgjast með börnum og öðru, sem er oft á viðkvæmum stöðum í húsum, inni í svefnherbergjum. Þessir illvittnu aðilar myndu vilja nota svoleiðis til að fjárkúga fólk vegna þess að þarna gætu þeir séð bæði myndir af börnum og hugsanlega einhverju öðru," segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Hann hvetur fólk til þess að sýna varúð og lágmarka áhættu sína. „Nú er þetta Internet of things að tröllríða öllu, þar sem allt tengist Internetinu. Og að sama skapi þegar allt tengist Internetinu að þá er það ákveðin ógn utan frá," segir Valdimar. „Það þarf allavega að skipta um grunnnotendanafn og hafa aðgangsorðið flókið. Það er lágmarkskrafa til að viðhalda einhverju öryggi," segir Valdimar.
Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira