Leitarvélar finna barnapíutæki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. október 2017 20:00 Einfalt er að brjótast inn í venjuleg heimilistæki sem tengd eru internetinu og hægt er að nota sérstakar leitarsíður til að finna barnapíutæki og vefmyndavélar. Sérfræðingur í netöryggismálum segir dæmi um slík mál hér á landi og forstjóri Persónuverndar hvetur fólk til þess að fara gætilega með allar upplýsingar. Stór hluti þeirrar eftirlitstækni sem er algeng á heimilum fólks og er tengd internetinu telst ekki nægilega varin. Dæmi eru um leitarvélar þar sem hægt að finna fólk við viðkvæmar aðstæður. Þar má til dæmis finna svokölluð barnapíutæki, opna myndavélarnar og fylgjast með úr fjarlægð.Á síðunni er meðal annars hægt að leita eftir sérstökum löndum og eru þar nokkrar íslenskar niðurstöður. Forstjóri Persónuverndar segir einkalífið orðið berskjaldaðra en oft áður. „Góðu hliðarnar eru þær að það getur verið ósköp huggulegt að vera búinn að kveikja ljós eða kveikja ofninum eða hvað það nú er. En fólk ætti í rauninni að hafa varann á áður en það ákveður að fjarstýra heimilum sínum. Vegna þess að eitthvað sem er kannski þægilegt fyrir þig og þá sem búa á heimilnu getur verið mjög auðvelt í aðgengi fyrir aðra," segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Sérfræðingur í netöryggi hjá fyrirtækinu Syndis tekur undir þetta og segir innbrot í algeng heimilstæki einföld í framkvæmd. Slík máli komi upp á Íslandi jafnt sem erlendis. „Það er ekkert launungarmál að þarna út liggja upplýsingar um fullt af tækjum, eins og vefmyndavélum til að fylgjast með börnum og öðru, sem er oft á viðkvæmum stöðum í húsum, inni í svefnherbergjum. Þessir illvittnu aðilar myndu vilja nota svoleiðis til að fjárkúga fólk vegna þess að þarna gætu þeir séð bæði myndir af börnum og hugsanlega einhverju öðru," segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Hann hvetur fólk til þess að sýna varúð og lágmarka áhættu sína. „Nú er þetta Internet of things að tröllríða öllu, þar sem allt tengist Internetinu. Og að sama skapi þegar allt tengist Internetinu að þá er það ákveðin ógn utan frá," segir Valdimar. „Það þarf allavega að skipta um grunnnotendanafn og hafa aðgangsorðið flókið. Það er lágmarkskrafa til að viðhalda einhverju öryggi," segir Valdimar. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Sjá meira
Einfalt er að brjótast inn í venjuleg heimilistæki sem tengd eru internetinu og hægt er að nota sérstakar leitarsíður til að finna barnapíutæki og vefmyndavélar. Sérfræðingur í netöryggismálum segir dæmi um slík mál hér á landi og forstjóri Persónuverndar hvetur fólk til þess að fara gætilega með allar upplýsingar. Stór hluti þeirrar eftirlitstækni sem er algeng á heimilum fólks og er tengd internetinu telst ekki nægilega varin. Dæmi eru um leitarvélar þar sem hægt að finna fólk við viðkvæmar aðstæður. Þar má til dæmis finna svokölluð barnapíutæki, opna myndavélarnar og fylgjast með úr fjarlægð.Á síðunni er meðal annars hægt að leita eftir sérstökum löndum og eru þar nokkrar íslenskar niðurstöður. Forstjóri Persónuverndar segir einkalífið orðið berskjaldaðra en oft áður. „Góðu hliðarnar eru þær að það getur verið ósköp huggulegt að vera búinn að kveikja ljós eða kveikja ofninum eða hvað það nú er. En fólk ætti í rauninni að hafa varann á áður en það ákveður að fjarstýra heimilum sínum. Vegna þess að eitthvað sem er kannski þægilegt fyrir þig og þá sem búa á heimilnu getur verið mjög auðvelt í aðgengi fyrir aðra," segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Sérfræðingur í netöryggi hjá fyrirtækinu Syndis tekur undir þetta og segir innbrot í algeng heimilstæki einföld í framkvæmd. Slík máli komi upp á Íslandi jafnt sem erlendis. „Það er ekkert launungarmál að þarna út liggja upplýsingar um fullt af tækjum, eins og vefmyndavélum til að fylgjast með börnum og öðru, sem er oft á viðkvæmum stöðum í húsum, inni í svefnherbergjum. Þessir illvittnu aðilar myndu vilja nota svoleiðis til að fjárkúga fólk vegna þess að þarna gætu þeir séð bæði myndir af börnum og hugsanlega einhverju öðru," segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Hann hvetur fólk til þess að sýna varúð og lágmarka áhættu sína. „Nú er þetta Internet of things að tröllríða öllu, þar sem allt tengist Internetinu. Og að sama skapi þegar allt tengist Internetinu að þá er það ákveðin ógn utan frá," segir Valdimar. „Það þarf allavega að skipta um grunnnotendanafn og hafa aðgangsorðið flókið. Það er lágmarkskrafa til að viðhalda einhverju öryggi," segir Valdimar.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Sjá meira