Íslenski boltinn

Bjarni Jó tekur við Vestra

Bjarni Jó og Samúel Samúelsson handsala samninginn.
Bjarni Jó og Samúel Samúelsson handsala samninginn.
Bjarni Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari Vestra á Ísafirði til næstu þriggja ára, en hann skrifaði undir samninginn á Hótel Ísafirði fyrr í dag.

Bjarni er stórlax í bransanum, en hann hefur á sínum langa ferli meðal annars þjálfað Stjörnuna, Breiðablik, KA og ÍBV.

Vestri spilar í annari deild, þeirri þriðju efstu, en þeir lentu í níunda sæti deildarinnar í sumar með 27 stig. Ísfirðingar byrjuðu vel, en svo fór að halla undan fæti og sú varð raunin.

„Knattspyrnudeild Vestra er gríðarlega ánægt með þessa ráðningu og væntum við mikils af liðinum á komandi sumri undir handleiðslu Bjarna og teljum við þessa ráðningu sýna þann metnað sem deildin hefur,” segir í tilkynningu frá Vestra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×