Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2017 23:15 Björt Ólafsdóttir óskar Jóni Gnarr velfarnaðar í störfum fyrir Samfylkinguna. Vísir „Við óskum honum alls velfarnaðar í hans störfum fyrir Samfylkinguna,“ segir Björt Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar, um ákvörðun Jóns Gnarr að ganga til liðs við Samfylkinguna. Jón hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. Jón stofnaði Besta flokkinn árið 2009 og leiddi hann til sigurs í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík árið 2010. Hann var síðan á lista Bjartrar framtíðar fyrir alþingiskosningar árið 2012. Björt Ólafsdóttir segir í samtali við Vísi að það séu engar heitar tilfinningar innan Bjartrar framtíðar vegna ákvörðunar Jóns Gnarr. Hann hafi ekki verið virkur í Bjartri framtíð lengi en Björt segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð á fundi með flokknum stuttu eftir stjórnarslit Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Hann er auðvitað búinn að vera að leita sér að vinnu og það hefur verið mjög opið. Hann hefur nú fengið vinnu hjá Samfylkingunni og það er bara fínt og kemur mér þannig séð ekki mikið á óvart. Hann var búinn að leita til okkar áður hjá Bjartri framtíð en við því miður gátum ekki borgað honum því við tökum ekki við styrkjum frá fyrirtækjum,“ segir Björt. Hún bætir við að Björt framtíð þiggi ekki styrki frá fyrirtækjum því þau geti haft hagsmuni sem flokkurinn vill ekki tengjast. „Svo ætlum við ekki að taka stór lán fyrir kosningabaráttunni. Það kemst bara enginn á laun hjá okkur sem vantar vinnu,“ segir Björt.Ummæli Jóns um líkindi flokkanna komu henni á óvartÍ viðtali við Stöð 2 sagði Jón Gnarr að hann teldi áherslur Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar svipaðar. „Er það ekki bara fólkið sem er í flokkunum sem hefur mest afgerandi áhrif á útlit þeirra? En ég veit ekki hver er hugmyndafræðilegur munur á þessum flokkum. Ég get ekki skilgreint það,“ sagði Jón Gnarr við Stöð 2. Björt segir þessi ummæli hans hafa komið sér á óvart. „Það gæti haft eitthvað með að gera að hann hefur ekki mikið starfað með okkur. „En það mætti vera honum ljóst að Björt framtíð er eini flokkurinn sem er harður á móti mengandi stóriðju. Við höfum verið á móti þessum ívilnunum sem Samfylkingin hefur ekki verið á móti. Við höfum verið hörð á móti öðrum umhverfisslysum eins og línulögnum yfir hjarta landsins sem er hálendi Íslands, þetta er stór munur. En ég átta mig ekki á því hvað honum finnst um það, en við óskum honum alls velfarnaðar í hans störfum fyrir Samfylkinguna.“ Tengdar fréttir Jón Gnarr genginn í raðir Samfylkingarinnar Útilokar ekki endurkomu sína í pólitík. 6. október 2017 18:25 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
„Við óskum honum alls velfarnaðar í hans störfum fyrir Samfylkinguna,“ segir Björt Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar, um ákvörðun Jóns Gnarr að ganga til liðs við Samfylkinguna. Jón hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. Jón stofnaði Besta flokkinn árið 2009 og leiddi hann til sigurs í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík árið 2010. Hann var síðan á lista Bjartrar framtíðar fyrir alþingiskosningar árið 2012. Björt Ólafsdóttir segir í samtali við Vísi að það séu engar heitar tilfinningar innan Bjartrar framtíðar vegna ákvörðunar Jóns Gnarr. Hann hafi ekki verið virkur í Bjartri framtíð lengi en Björt segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð á fundi með flokknum stuttu eftir stjórnarslit Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Hann er auðvitað búinn að vera að leita sér að vinnu og það hefur verið mjög opið. Hann hefur nú fengið vinnu hjá Samfylkingunni og það er bara fínt og kemur mér þannig séð ekki mikið á óvart. Hann var búinn að leita til okkar áður hjá Bjartri framtíð en við því miður gátum ekki borgað honum því við tökum ekki við styrkjum frá fyrirtækjum,“ segir Björt. Hún bætir við að Björt framtíð þiggi ekki styrki frá fyrirtækjum því þau geti haft hagsmuni sem flokkurinn vill ekki tengjast. „Svo ætlum við ekki að taka stór lán fyrir kosningabaráttunni. Það kemst bara enginn á laun hjá okkur sem vantar vinnu,“ segir Björt.Ummæli Jóns um líkindi flokkanna komu henni á óvartÍ viðtali við Stöð 2 sagði Jón Gnarr að hann teldi áherslur Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar svipaðar. „Er það ekki bara fólkið sem er í flokkunum sem hefur mest afgerandi áhrif á útlit þeirra? En ég veit ekki hver er hugmyndafræðilegur munur á þessum flokkum. Ég get ekki skilgreint það,“ sagði Jón Gnarr við Stöð 2. Björt segir þessi ummæli hans hafa komið sér á óvart. „Það gæti haft eitthvað með að gera að hann hefur ekki mikið starfað með okkur. „En það mætti vera honum ljóst að Björt framtíð er eini flokkurinn sem er harður á móti mengandi stóriðju. Við höfum verið á móti þessum ívilnunum sem Samfylkingin hefur ekki verið á móti. Við höfum verið hörð á móti öðrum umhverfisslysum eins og línulögnum yfir hjarta landsins sem er hálendi Íslands, þetta er stór munur. En ég átta mig ekki á því hvað honum finnst um það, en við óskum honum alls velfarnaðar í hans störfum fyrir Samfylkinguna.“
Tengdar fréttir Jón Gnarr genginn í raðir Samfylkingarinnar Útilokar ekki endurkomu sína í pólitík. 6. október 2017 18:25 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Jón Gnarr genginn í raðir Samfylkingarinnar Útilokar ekki endurkomu sína í pólitík. 6. október 2017 18:25