Erlent

Hlutu Nóbelsverðlaun fyrir að mynda sameindir

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Nefndin kynnir niðurstöður sínar á blaðamannafundi í Stokkhólmi.
Nefndin kynnir niðurstöður sínar á blaðamannafundi í Stokkhólmi. Vísir/EPA
Jacques Dubochet, Joachim Frank og Richard Henderson hlutu Nóbelsverðlaun árið 2017 fyrir afrek á sviði efnafræði. Þeir hljóta verðlaunin fyrir að þróa tækni sem einfaldar ferlið við að mynda lífrænar sameindir.

Með tækninni er hægt að mynda sameindirnar á hreyfingu og hefur gert vísindamönnum kleyft að skilja ferla sem aldrei hafa áður sést.

Samkvæmt Nóbelsnefndinni hefur uppgötvun þeirra fært lífræna eðlisfræði á ný svið.

„Brátt verða engin leyndarmál lengur, nú getum við séð smáatriði allra lífsameinda í öllum frumum í hverjum einasta dropa af líkamsvökva okkar,“ sagði Sara Snogerup Linsa, formaður Nóbelsnefndarinnar.

„Við skiljum nú hvernig þær eru uppbyggðar, hvernig þær haga sér og hvernig þær starfa saman. Hér er um að ræða byltingu í lífefnafræði.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×