Skrifað undir kaupsamning vegna kaupa N1 á Festi Hörður Ægisson skrifar 3. október 2017 09:45 Festi er næst stærsta smásölufélag landsins og rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. VÍSIR/ERNIR Olíufélagið N1 og Festi skrifuðu í dag undir kaupsamning vegna kaupa N1 á öllu hlutafé í næst stærsta smásölufélagi landsins sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Þá á Festi 18 fasteignir og er heildarstærð þeirra um 71.500 fermetrar. Þetta kom fram í tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun en kaupsamningurinn byggir á viljayfirlýsingu sem N1 og hluthafar Festi skrifuðu undir þann 9. júní síðastliðinn. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festi 37,9 milljarðar sem verður greitt annars vegar með rúmlega 78 milljónum hluta í N1 á genginu 115, eða sem nemur 8.750 milljónum króna, og hins vegar með nýrri lántöku. Gengi bréfa í N1 hefur hækkað um rúmlega 6 prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni eftir að tilkynnt var um undirritun kaupsamningsins. Gera áætlanir yfirstandandi rekstrarárs Festi ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) verði um 3.340 milljónir og eru 2.125 milljónir vegna rekstrarfélaga Festi en 1.215 milljónir vegna fasteignastarfsemi þess. Heildarvirði félagsins getur tekið breytingum vegna afkomu rekstrarfélaga Festi. Þannig kemur fram í tilkynningunni að reynist EBITDA rekstrarfélaganna vera lægri en 2.050 milljónir skal kaupverðið lækka en þó aldrei meira en um 1 milljarð króna, þ.e.a.s. verði EBITDA 1.925 milljónir króna eða lægri.Væntingar um lakari afkomu eftir innkomu Costco Frá því var greint í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, í byrjun síðasta mánaðar að búist væri við því að EBITDA rekstrarfélaga Festi yrði í kringum tíu prósentum lægri á yfirstandandi ári en fyrri spár höfðu áður gert ráð fyrir. Stjórnendur N1 færu því fram á að kaupverðið á öllu hlutafé Festi myndi lækka ef afkoma rekstrarfélaganna verður ekki í samræmi við helstu skilmála kaupsamkomulagsins frá því í júní. Væntingar um minni EBITDA er sögð endurspegla sölusamdrátt hjá Krónunni eftir að Costco opnaði heildsöluverslun sína í lok maímánaðar en á móti kemur að rekstur raftækjaverslunarinnar Elko, sem einnig er í eigu Festar, hefur gengið betur en vonir stóðu til. Þá segir í tilkynningu N1 til Kauphallarinnar í morgun, eins og fram kom í viljayfirlýsingunni fyrr á árinu, að reynist EBITDA rekstrarfélaga Festi fyrir yfirstandandi rekstrarár vera hærri en 2.125 milljónir skal kaupverð hækka en þó aldrei meira en 1 milljarð króna, þ.e.a.s. verði EBITDA 2.250 milljónir eða hærri. Eggert Kristófersson, forstjóri N1, segir í tilkynningu: „Það er okkur sönn ánægja að samningum um kaup N1 á Festi hafi lokið í dag með undirritun kaupsamnings. Með kaupunum verður til stærra og öflugra félag með getu til að þjónusta viðskiptavinum sínum enn betur um land allt með samþættingu í rekstri fyrirtækjanna og góðum staðsetningum.“ Viðskiptin eru meðal annars háð skilyrðum um að hluthafafundir beggja aðila samþykki kaupin og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Gangi viðskiptin eftir er gert ráð fyrir að þeim ljúki á 2. ársfjórðungi 2018. Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Olíufélagið N1 og Festi skrifuðu í dag undir kaupsamning vegna kaupa N1 á öllu hlutafé í næst stærsta smásölufélagi landsins sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Þá á Festi 18 fasteignir og er heildarstærð þeirra um 71.500 fermetrar. Þetta kom fram í tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun en kaupsamningurinn byggir á viljayfirlýsingu sem N1 og hluthafar Festi skrifuðu undir þann 9. júní síðastliðinn. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festi 37,9 milljarðar sem verður greitt annars vegar með rúmlega 78 milljónum hluta í N1 á genginu 115, eða sem nemur 8.750 milljónum króna, og hins vegar með nýrri lántöku. Gengi bréfa í N1 hefur hækkað um rúmlega 6 prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni eftir að tilkynnt var um undirritun kaupsamningsins. Gera áætlanir yfirstandandi rekstrarárs Festi ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) verði um 3.340 milljónir og eru 2.125 milljónir vegna rekstrarfélaga Festi en 1.215 milljónir vegna fasteignastarfsemi þess. Heildarvirði félagsins getur tekið breytingum vegna afkomu rekstrarfélaga Festi. Þannig kemur fram í tilkynningunni að reynist EBITDA rekstrarfélaganna vera lægri en 2.050 milljónir skal kaupverðið lækka en þó aldrei meira en um 1 milljarð króna, þ.e.a.s. verði EBITDA 1.925 milljónir króna eða lægri.Væntingar um lakari afkomu eftir innkomu Costco Frá því var greint í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, í byrjun síðasta mánaðar að búist væri við því að EBITDA rekstrarfélaga Festi yrði í kringum tíu prósentum lægri á yfirstandandi ári en fyrri spár höfðu áður gert ráð fyrir. Stjórnendur N1 færu því fram á að kaupverðið á öllu hlutafé Festi myndi lækka ef afkoma rekstrarfélaganna verður ekki í samræmi við helstu skilmála kaupsamkomulagsins frá því í júní. Væntingar um minni EBITDA er sögð endurspegla sölusamdrátt hjá Krónunni eftir að Costco opnaði heildsöluverslun sína í lok maímánaðar en á móti kemur að rekstur raftækjaverslunarinnar Elko, sem einnig er í eigu Festar, hefur gengið betur en vonir stóðu til. Þá segir í tilkynningu N1 til Kauphallarinnar í morgun, eins og fram kom í viljayfirlýsingunni fyrr á árinu, að reynist EBITDA rekstrarfélaga Festi fyrir yfirstandandi rekstrarár vera hærri en 2.125 milljónir skal kaupverð hækka en þó aldrei meira en 1 milljarð króna, þ.e.a.s. verði EBITDA 2.250 milljónir eða hærri. Eggert Kristófersson, forstjóri N1, segir í tilkynningu: „Það er okkur sönn ánægja að samningum um kaup N1 á Festi hafi lokið í dag með undirritun kaupsamnings. Með kaupunum verður til stærra og öflugra félag með getu til að þjónusta viðskiptavinum sínum enn betur um land allt með samþættingu í rekstri fyrirtækjanna og góðum staðsetningum.“ Viðskiptin eru meðal annars háð skilyrðum um að hluthafafundir beggja aðila samþykki kaupin og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Gangi viðskiptin eftir er gert ráð fyrir að þeim ljúki á 2. ársfjórðungi 2018.
Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira