Hömlulaust ofbeldi í borg syndanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. október 2017 06:00 Árás Stephens Paddock, 64 ára heimamanns, á gesti tónlistarhátíðar við Mandalay Bay hótelið í Las Vegas í Bandaríkjunum er sú mannskæðasta þar í landi í að minnsta kosti 68 ár. Paddock hóf skothríð af 32. hæð hótelsins niður á götu þar sem tónlistarhátíðin fór fram og drap að minnsta kosti 58 manns. Þá særði hann einnig 515 hið minnsta. Mannskæðasta árás sama tímabils hafði til þessa verið árás Omars Mateen á hinsegin skemmtistaðinn Pulse í Orlando, Flórída, í fyrra. Myrti Mateen 49 og særði 58. Samanlögð tala særðra og myrtra eftir árás Paddocks er því að minnsta kosti 573 á meðan Mateen myrti og særði 107. Vefsíðan Gun Violence Archive, sem heldur utan um allar fjöldaskotárásir í Bandaríkjunum, hélt því fram í gær að árásin væri sú 273. í Bandaríkjunum í ár. Fjöldaskotárásir eru skotárásir þar sem að minnsta kosti fjórir eru skotnir á sama stað og tíma. Paddock svipti sig lífi á hótelherbergi sínu á Mandalay Bay og er hann einn grunaður um verknaðinn. Samkvæmt lögreglunni í Las Vegas fannst fjöldi skotvopna á herbergi hans og er talið að Paddock hafi gist þar síðan 28. september. Lögregla hefur ekki sagst rannsaka árásina sem hryðjuverk, ástæður Paddocks fyrir árásinni séu enn óþekktar og hann ekki talinn tengjast neinum hryðjuverkasamtökum. „Við höfum ekki hugmynd um gildi hans og skoðanir,“ sagði Joe Lombardo lögreglustjóri og bætti síðar við: „Það eru ákveðnir þættir sem tengjast hryðjuverkum aðrir en örvingluð manneskja sem hugsar bara um að drepa fólk.“ Þrátt fyrir ummæli lögreglustjórans lýstu hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki yfir ábyrgð á árásinni. Á fréttasíðunni Amaq kemur ISIS því á framfæri að Paddock hafi verið hermaður samtakanna og hafi snúist til íslamstrúar fyrir nokkrum mánuðum. Í viðtali við CNN sagði Eric Paddock, bróðir Stephens, að árásin hefði komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Hann var ekki trúaður, ópólitískur. Hann var enginn byssuáhugamaður og ég skil ekki hvar hann fékk þessar byssur. Hann var bara gaur sem bjó í Mesquite, keyrði til Las Vegas til að spila fjárhættuspil. Hann gerði bara eitthvað. Borðaði burrito.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti vottaði fórnarlömbum samúð sína í gær. „Ég samhryggist fjölskyldum fórnarlamba árásarinnar í Las Vegas innilega. Megi guð blessa ykkur.“ Slíkt gerði fjöldi bandarískra stjórnmálamanna einnig, til að mynda fyrrverandi forsetarnir Barack Obama og Bill Clinton. Í ræðu sinni í Hvíta húsinu sagði Trump að árásin hefði verið helber illska. „Við getum ekki skilið sársauka fjölskyldnanna eða missi þeirra. Við biðjum fyrir fjölskyldum hinna látnu, við erum til staðar fyrir ykkur.“ Demókratar vestanhafs kröfðust þess jafnframt að skotvopnalöggjöf landsins yrði hert, líkt og þeir hafa ætíð gert þegar stórar skotárásir eru gerðar, þó án mikils árangurs. „Harmleikir eins og þessi í Las Vegas hafa gerst of oft. Við verðum að taka umræðuna um hvernig er hægt að koma í veg fyrir byssuofbeldi. Við þurfum að gera það núna,“ sagði Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður flokksins. Að minnsta kosti fimm Íslendingar, sem allir eru starfsmenn fyrirtækisins NetApp, voru á Mandalay Bay hótelinu í fyrrinótt þegar árásin var gerð. Jón Þorgrímur Stefánsson framkvæmdastjóri segir þrjú þeirra hafa verið á veitingastað á hótelinu þegar árásin hófst. „Við héldum fyrst að um flugelda væri að ræða, fórum út á svalirnar og sáum þá fyrst hvað var í gangi. Þetta var hræðilegt að sjá og upplifa,“ segir Jón. Hann segir sérsveitina hafa komið inn á hótelið með gríðarlegum látum. „Hún lét alla leggjast á grúfu og vera þannig í langan tíma,“ segir Jón og bætir því við að allir í íslenska hópnum séu heilir. „Skelkuð en heil.“ Soffía Theodóra Tryggvadóttir segir lífsreynsluna óhugnanlega og virkilega óþægilega en hún var uppi á herbergi þegar árásin hófst. „Sérsveitin ruddist inn til mín fyrir um klukkutíma, beinandi að mér byssum til að vita hvort ég væri að fela einhvern,“ segir Soffía en Fréttablaðið talaði við hana í gærmorgun. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Morðinginn var fjárhættuspilari og sonur bankaræningja Faðir fjöldamorðingjans í Las Vegas var eitt sinn á lista tíu eftirlýstustu glæpamanna Bandaríkjanna. 2. október 2017 18:57 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Árás Stephens Paddock, 64 ára heimamanns, á gesti tónlistarhátíðar við Mandalay Bay hótelið í Las Vegas í Bandaríkjunum er sú mannskæðasta þar í landi í að minnsta kosti 68 ár. Paddock hóf skothríð af 32. hæð hótelsins niður á götu þar sem tónlistarhátíðin fór fram og drap að minnsta kosti 58 manns. Þá særði hann einnig 515 hið minnsta. Mannskæðasta árás sama tímabils hafði til þessa verið árás Omars Mateen á hinsegin skemmtistaðinn Pulse í Orlando, Flórída, í fyrra. Myrti Mateen 49 og særði 58. Samanlögð tala særðra og myrtra eftir árás Paddocks er því að minnsta kosti 573 á meðan Mateen myrti og særði 107. Vefsíðan Gun Violence Archive, sem heldur utan um allar fjöldaskotárásir í Bandaríkjunum, hélt því fram í gær að árásin væri sú 273. í Bandaríkjunum í ár. Fjöldaskotárásir eru skotárásir þar sem að minnsta kosti fjórir eru skotnir á sama stað og tíma. Paddock svipti sig lífi á hótelherbergi sínu á Mandalay Bay og er hann einn grunaður um verknaðinn. Samkvæmt lögreglunni í Las Vegas fannst fjöldi skotvopna á herbergi hans og er talið að Paddock hafi gist þar síðan 28. september. Lögregla hefur ekki sagst rannsaka árásina sem hryðjuverk, ástæður Paddocks fyrir árásinni séu enn óþekktar og hann ekki talinn tengjast neinum hryðjuverkasamtökum. „Við höfum ekki hugmynd um gildi hans og skoðanir,“ sagði Joe Lombardo lögreglustjóri og bætti síðar við: „Það eru ákveðnir þættir sem tengjast hryðjuverkum aðrir en örvingluð manneskja sem hugsar bara um að drepa fólk.“ Þrátt fyrir ummæli lögreglustjórans lýstu hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki yfir ábyrgð á árásinni. Á fréttasíðunni Amaq kemur ISIS því á framfæri að Paddock hafi verið hermaður samtakanna og hafi snúist til íslamstrúar fyrir nokkrum mánuðum. Í viðtali við CNN sagði Eric Paddock, bróðir Stephens, að árásin hefði komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Hann var ekki trúaður, ópólitískur. Hann var enginn byssuáhugamaður og ég skil ekki hvar hann fékk þessar byssur. Hann var bara gaur sem bjó í Mesquite, keyrði til Las Vegas til að spila fjárhættuspil. Hann gerði bara eitthvað. Borðaði burrito.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti vottaði fórnarlömbum samúð sína í gær. „Ég samhryggist fjölskyldum fórnarlamba árásarinnar í Las Vegas innilega. Megi guð blessa ykkur.“ Slíkt gerði fjöldi bandarískra stjórnmálamanna einnig, til að mynda fyrrverandi forsetarnir Barack Obama og Bill Clinton. Í ræðu sinni í Hvíta húsinu sagði Trump að árásin hefði verið helber illska. „Við getum ekki skilið sársauka fjölskyldnanna eða missi þeirra. Við biðjum fyrir fjölskyldum hinna látnu, við erum til staðar fyrir ykkur.“ Demókratar vestanhafs kröfðust þess jafnframt að skotvopnalöggjöf landsins yrði hert, líkt og þeir hafa ætíð gert þegar stórar skotárásir eru gerðar, þó án mikils árangurs. „Harmleikir eins og þessi í Las Vegas hafa gerst of oft. Við verðum að taka umræðuna um hvernig er hægt að koma í veg fyrir byssuofbeldi. Við þurfum að gera það núna,“ sagði Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður flokksins. Að minnsta kosti fimm Íslendingar, sem allir eru starfsmenn fyrirtækisins NetApp, voru á Mandalay Bay hótelinu í fyrrinótt þegar árásin var gerð. Jón Þorgrímur Stefánsson framkvæmdastjóri segir þrjú þeirra hafa verið á veitingastað á hótelinu þegar árásin hófst. „Við héldum fyrst að um flugelda væri að ræða, fórum út á svalirnar og sáum þá fyrst hvað var í gangi. Þetta var hræðilegt að sjá og upplifa,“ segir Jón. Hann segir sérsveitina hafa komið inn á hótelið með gríðarlegum látum. „Hún lét alla leggjast á grúfu og vera þannig í langan tíma,“ segir Jón og bætir því við að allir í íslenska hópnum séu heilir. „Skelkuð en heil.“ Soffía Theodóra Tryggvadóttir segir lífsreynsluna óhugnanlega og virkilega óþægilega en hún var uppi á herbergi þegar árásin hófst. „Sérsveitin ruddist inn til mín fyrir um klukkutíma, beinandi að mér byssum til að vita hvort ég væri að fela einhvern,“ segir Soffía en Fréttablaðið talaði við hana í gærmorgun.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Morðinginn var fjárhættuspilari og sonur bankaræningja Faðir fjöldamorðingjans í Las Vegas var eitt sinn á lista tíu eftirlýstustu glæpamanna Bandaríkjanna. 2. október 2017 18:57 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39
Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49
Morðinginn var fjárhættuspilari og sonur bankaræningja Faðir fjöldamorðingjans í Las Vegas var eitt sinn á lista tíu eftirlýstustu glæpamanna Bandaríkjanna. 2. október 2017 18:57