Lýðræðið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 3. október 2017 07:00 Það er áhyggjuefni að kosningaþátttaka hefur leitað niður á við í kosningum en á sama tíma er vaxandi krafa almennings víða um heim að fá vald til að hafa áhrif á það í hvernig heimi fólk vill búa. Misskipting auðs í heiminum fer vaxandi og óánægja fólks í ólíkum löndum með þá þróun eykst. Alþjóðavæðing og tæknibylting síðasta áratuginn hafa haft margvíslegar en á stundum gjörólíkar afleiðingar á líf almennings. Þessi þróun hefur haft þau áhrif að risavaxin alþjóðafyrirtæki eru smátt og smátt að taka yfir í mjög mörgum geirum. Almenningur upplifir í auknum mæli að ákvarðanir um nærumhverfi þeirra séu teknar í stjórnum stórfyrirtækja án aðkomu almennings eða stjórnvalda á hverjum stað.Vilji almennings Krafa almennings kallaði fram vilja Íslendinga í Icesave sem snerist um að verja efnahagslegt fullveldi lands og þjóðar. Skotar greiddu einnig atkvæði um sjálfstæði fyrir nokkrum árum, Bretar um Brexit og nú eru fréttir um löngun íbúa Katalóníu á Spáni til að segja skoðun sína í atkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Alveg óháð því hvort stjórnskipun Spánar leyfi slíka kosningu er afar misráðið af þarlendum stjórnvöldum að reyna allt til að koma í veg fyrir að fólk segi sína meiningu. Það er stjórnmálanna að leysa úr mismunandi niðurstöðu, alveg eins og í tilfelli Skota og Breta og hörmulegt að horfa upp á að stjórnvöld Spánar beiti ofbeldi til að koma í veg fyrir að vilji fólksins nái fram að ganga.Hér heima Nýlegur íbúafundur á Vestfjörðum staðfestir hvernig íbúarnir krefjast þess að hafa bein áhrif á þróun síns nærsamfélags. Innan stjórnmálaflokkanna verður lýðræði grasrótarinnar að ráða för bæði um stefnu og val á frambjóðendum á lista. Við þurfum traustan þingheim og stjórnmálamenn sem eru traustsins verðir. Nýtum réttinn til að kjósa, hvert atkvæði skiptir máli. Það er lýðræði.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er áhyggjuefni að kosningaþátttaka hefur leitað niður á við í kosningum en á sama tíma er vaxandi krafa almennings víða um heim að fá vald til að hafa áhrif á það í hvernig heimi fólk vill búa. Misskipting auðs í heiminum fer vaxandi og óánægja fólks í ólíkum löndum með þá þróun eykst. Alþjóðavæðing og tæknibylting síðasta áratuginn hafa haft margvíslegar en á stundum gjörólíkar afleiðingar á líf almennings. Þessi þróun hefur haft þau áhrif að risavaxin alþjóðafyrirtæki eru smátt og smátt að taka yfir í mjög mörgum geirum. Almenningur upplifir í auknum mæli að ákvarðanir um nærumhverfi þeirra séu teknar í stjórnum stórfyrirtækja án aðkomu almennings eða stjórnvalda á hverjum stað.Vilji almennings Krafa almennings kallaði fram vilja Íslendinga í Icesave sem snerist um að verja efnahagslegt fullveldi lands og þjóðar. Skotar greiddu einnig atkvæði um sjálfstæði fyrir nokkrum árum, Bretar um Brexit og nú eru fréttir um löngun íbúa Katalóníu á Spáni til að segja skoðun sína í atkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Alveg óháð því hvort stjórnskipun Spánar leyfi slíka kosningu er afar misráðið af þarlendum stjórnvöldum að reyna allt til að koma í veg fyrir að fólk segi sína meiningu. Það er stjórnmálanna að leysa úr mismunandi niðurstöðu, alveg eins og í tilfelli Skota og Breta og hörmulegt að horfa upp á að stjórnvöld Spánar beiti ofbeldi til að koma í veg fyrir að vilji fólksins nái fram að ganga.Hér heima Nýlegur íbúafundur á Vestfjörðum staðfestir hvernig íbúarnir krefjast þess að hafa bein áhrif á þróun síns nærsamfélags. Innan stjórnmálaflokkanna verður lýðræði grasrótarinnar að ráða för bæði um stefnu og val á frambjóðendum á lista. Við þurfum traustan þingheim og stjórnmálamenn sem eru traustsins verðir. Nýtum réttinn til að kjósa, hvert atkvæði skiptir máli. Það er lýðræði.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun