Fótbolti

Rúnar Alex: Það verður líklega engin breyting á því

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson lætur stundum heyra vel í sér.
Rúnar Alex Rúnarsson lætur stundum heyra vel í sér. Vísir/Getty
Rúnar Alex Rúnarsson kemur til móts við íslenska landsliðið í fótbolta í Tyrklandi í dag með mjög góða frammistöðu í bakpokanum.

Rúnar Alex átti mjög góðan leik í marki FC Nordsjælland sem vann 4-2 sigur á útivelli á móti Silkeborg. Rúnar Alex bjargaði nokkrum sinnum frábærlega og Nordsjælland vann sinn fyrsta deildarsigur í fjórum leikjum.

Þrátt fyrir að Nordsjælland-liðið, hafi fyrir leikinn um helgina, ekki unnið í deildinni síðan í ágúst þá er liðið með eins stigs forystu á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar.

Rúnar Alex var tekin í viðtal á heimasíðu Nordsjælland þar sem hann ræddi um leikinn og komandi verkefni með íslenska A-landsliðinu. Hann kom inn í hópinn fyrir fyrsta verkefni haustsins og hélt sæti sínu fyrir komandi leiki á móti Tyrkjum og Kósóvó.

„Það var svo gott fyrir okkur að ná að vinna þennan leik. Það er líka ánægjulegt að fara til móts við landsliðið eftir svona leik. Það er alltaf gott að taka ákvæða upplifun með sér og það eru mjög mikilvægir landsleikir framundan,“ sagði Rúnar Alex Rúnarsson í viðtalinu við heimasíðu Nordsjælland.

Rúnar Alex gerir sér alveg grein fyrir því að Hannes Þór Halldórsson verður aðalmarkvörðu íslenska landsliðsins í þessum leikjum eins og undanfarin ár.

„Það verður líklega engin breyting á því en ef ég fær tækifærið þá er ég klár. Þetta er mjög spennandi. Ef við fáum fjögur stig þá erum við öryggir að minnsta kosti í umspilið og ef við vinnum báða leikina þá gætum við tryggt okkur farseðilinn á HM,“ sagði Rúnar Alex en það má lesa allt viðtalið hér.



Rúnar Alex Rúnarsson er vinsæll hjá stuðningsmönnum Nordsjælland.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×