Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Elísabet Brynjarsdóttir skrifar 4. október 2017 09:00 Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. Unnið er að öllu sem við kemur hagsmunum nemenda, allt frá sjálfsölum í byggingar til húsnæðismála stúdenta. Mikil vinna hefur farið undanfarið í undirbúning námskeiðs í þverfaglegri teymisvinnu í heilbrigðisvísindum þar sem mismunandi deildir Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands munu koma saman og læra að vinna í teymum, sem er grundvöllur heilbrigðisþjónustu landsins. Í þessum pistli er þó óhjákvæmilegt að ræða það sem hefur mest áhrif á hagsmuni nemenda: fjármögnun háskólakerfisins. Í fjárlögum sem lögð voru fram af fráfarandi ríkisstjórn fyrir árið 2018 hefði aukið fjármagn runnið til heilbrigðiskerfisins. Megnið af því átti að renna til byggingu nýs spítala við Hringbraut. Lítil sem engin aukning átti að vera á framlögum til reksturs háskólakerfisins. Uppbygging og viðhald húsnæðis er mikilvæg, en hver á að standa vaktina í þessum nýju og glæsilegum byggingum? Bróðurpartur starfsmanna Landspítalans og heilbrigðiskerfisins eru háskólamenntaðir því háskólamenntun er forsenda þess að hægt sé að viðhalda gæði og öryggismenningu á spítalanum. Háskólamenntun er forsenda nýrrar tækni og vísinda sem stuðla að því að einstaklingar geta nú lifað lengur með fjölþátta og flókna sjúkdóma. Hún er sömuleiðis forsenda þjónustu við þessa einstaklinga. Landspítalinn er háskólasjúkrahús og Háskóli Íslands starfar náið með honum. Mannekla ríkir í dag í mörgum stéttum heilbrigðiskerfisins og hluti af því að koma til móts við þennan skort á starfsfólki er fjölgun nemenda. Í dag er til að mynda tekið við um 120 nemendum á hverju ári í hjúkrunarfræði en svo fjölmennir árgangar komast ekki fyrir í því húsnæði sem stendur nú til boða fyrir kennslu, sem er einnig verið að mygluhreinsa vegna afleiðinga takmarkaðs fjármagns. Uppbygging innan spítalans verður líka að fela í sér uppbyggingu innan háskólans. Lengi hefur staðið til að byggja sameiginlegt húsnæði fyrir deildir Heilbrigðisvísindasviðs en uppbygging húsnæðisins hefur ítrekað þurft að víkja vegna þess að háskólinn hefur þurft að forgangsraða takmörkuðu fjármagni á annan hátt. Ef allir nemendur Heilbrigðisvísindasviðs fengju eitt sameiginlegt húsnæði þar sem þeir gætu komið saman og stundað nám myndi það ekki einungis spara fjármagn, þar sem deildirnar eru nú staðsettar á víð og dreif um höfuðborgarsvæðið og mikill kostnaður felst í byggingarflakki, heldur einnig auka möguleika á þverfaglegri teymisvinnu milli deilda. Eins og staðan er í dag er gert ráð fyrir því að háskólinn standi straum af kostnaði við slíka byggingu. Það er ekki raunhæfur kostur þar sem í ofanálag eru nánast allar námsgreinar Heilbrigðisvísindasviðs undirfjármagnaðar, sem og aðrar greinar innan skólans. Það er nokkuð ljóst að endurreisn heilbrigðiskerfisins mun ekki verða að raunveruleika einungis með byggingu nýs spítala, heldur þarf einnig að styrkja stoðir hans. Mikilvægasta stoðin er mannauðurinn - og hann kemur frá háskólum landsins. Þess vegna getum við ekki sætt okkur við undirfjármögnun háskólakerfisins.Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. Unnið er að öllu sem við kemur hagsmunum nemenda, allt frá sjálfsölum í byggingar til húsnæðismála stúdenta. Mikil vinna hefur farið undanfarið í undirbúning námskeiðs í þverfaglegri teymisvinnu í heilbrigðisvísindum þar sem mismunandi deildir Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands munu koma saman og læra að vinna í teymum, sem er grundvöllur heilbrigðisþjónustu landsins. Í þessum pistli er þó óhjákvæmilegt að ræða það sem hefur mest áhrif á hagsmuni nemenda: fjármögnun háskólakerfisins. Í fjárlögum sem lögð voru fram af fráfarandi ríkisstjórn fyrir árið 2018 hefði aukið fjármagn runnið til heilbrigðiskerfisins. Megnið af því átti að renna til byggingu nýs spítala við Hringbraut. Lítil sem engin aukning átti að vera á framlögum til reksturs háskólakerfisins. Uppbygging og viðhald húsnæðis er mikilvæg, en hver á að standa vaktina í þessum nýju og glæsilegum byggingum? Bróðurpartur starfsmanna Landspítalans og heilbrigðiskerfisins eru háskólamenntaðir því háskólamenntun er forsenda þess að hægt sé að viðhalda gæði og öryggismenningu á spítalanum. Háskólamenntun er forsenda nýrrar tækni og vísinda sem stuðla að því að einstaklingar geta nú lifað lengur með fjölþátta og flókna sjúkdóma. Hún er sömuleiðis forsenda þjónustu við þessa einstaklinga. Landspítalinn er háskólasjúkrahús og Háskóli Íslands starfar náið með honum. Mannekla ríkir í dag í mörgum stéttum heilbrigðiskerfisins og hluti af því að koma til móts við þennan skort á starfsfólki er fjölgun nemenda. Í dag er til að mynda tekið við um 120 nemendum á hverju ári í hjúkrunarfræði en svo fjölmennir árgangar komast ekki fyrir í því húsnæði sem stendur nú til boða fyrir kennslu, sem er einnig verið að mygluhreinsa vegna afleiðinga takmarkaðs fjármagns. Uppbygging innan spítalans verður líka að fela í sér uppbyggingu innan háskólans. Lengi hefur staðið til að byggja sameiginlegt húsnæði fyrir deildir Heilbrigðisvísindasviðs en uppbygging húsnæðisins hefur ítrekað þurft að víkja vegna þess að háskólinn hefur þurft að forgangsraða takmörkuðu fjármagni á annan hátt. Ef allir nemendur Heilbrigðisvísindasviðs fengju eitt sameiginlegt húsnæði þar sem þeir gætu komið saman og stundað nám myndi það ekki einungis spara fjármagn, þar sem deildirnar eru nú staðsettar á víð og dreif um höfuðborgarsvæðið og mikill kostnaður felst í byggingarflakki, heldur einnig auka möguleika á þverfaglegri teymisvinnu milli deilda. Eins og staðan er í dag er gert ráð fyrir því að háskólinn standi straum af kostnaði við slíka byggingu. Það er ekki raunhæfur kostur þar sem í ofanálag eru nánast allar námsgreinar Heilbrigðisvísindasviðs undirfjármagnaðar, sem og aðrar greinar innan skólans. Það er nokkuð ljóst að endurreisn heilbrigðiskerfisins mun ekki verða að raunveruleika einungis með byggingu nýs spítala, heldur þarf einnig að styrkja stoðir hans. Mikilvægasta stoðin er mannauðurinn - og hann kemur frá háskólum landsins. Þess vegna getum við ekki sætt okkur við undirfjármögnun háskólakerfisins.Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar