

Skiptir þessi háskóli máli?
Nú rúmum 100 árum síðar hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. Árið 2016 voru skráðir 13.419 nemendur í HÍ2, sem skiptist á milli fimm sviða og eru fjölbreyttar námsleiðir innan þeirra sviða.
Íslenskir nemendur sem skráðir eru á háskóla- og doktorsstigi nema um 5,8% þjóðarinnar. Af þeim eru langflestir nemendur í HÍ, eða um 3,6% þjóðarinnar3. Menntunarstig Íslendinga sem hafa lokið háskólanámi er 38%4. Samanburður við önnur ríki innan OECD gefur til kynna að menntunarstig á Íslandi sé yfir meðaltali.
Í dag er háskólamenntun ekki einungis í boði fyrir fámennan hóp eins og við stofnun skólans. Hún er talin nauðsyn til þess að geta sinnt hinum ýmsu störfum í samfélaginu. Háskólar og háskólamenntun umbreyta lífi einstaklinga með betri lífskjörum og rannsóknum sem hafa áhrif á þróun samfélagsins. Fram kemur í fjárlagafrumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar fyrir árið 2018:
„Háskólar eru sjálfstæðar menntastofnanir sem sinna kennslu, rannsóknum, varðveislu þekkingar, þekkingarleit og sköpun á sviðum vísinda, fræða, tækniþróunar og lista. Þeir stuðla að sköpun og miðlun þekkingar og færni til nemenda og samfélagsins alls. Þeir eru hluti af alþjóðlegu mennta- og vísindasamfélagi og styrkja innviði íslensks samfélags og efla samkeppnisstöðu þess.“
Árið 2016 var HÍ rekinn með tæplega 300 milljón króna rekstrarhalla og ljóst að reksturinn árið 2017 verður í járnum. Skólinn hefur ráðist í ýmis konar aðhaldsaðgerðir eins og að setja strangt aðhald við ráðningar og fella niður námskeið. Erfiður rekstur hamlar eðlilegri og nauðsynlegri nýliðun fyrir þá sem láta af störfum sökum aldurs. Álag hefur því aukist á kennara. Þetta eru aðeins dæmi um atriði sem snerta beina kennslu. Á þá eftir að telja upp dæmi sem koma óbeint niður á kennslu; eins og uppsöfnuð þörf á viðhaldi bygginga og á innviðum háskólans.
Í ályktun sem háskólaráð Háskóla Íslands sendi frá sér 10. nóvember 2016 kemur fram að:
„Til að gera allra brýnustu leiðréttingar á reikniflokkum ólíkra námsgreina þarf Háskóli Íslands um 1,5 milljarð króna árið 2017. Núverandi reikniflokkaverð Mennta- og menningarmálaráðuneytisins hamlar eðlilegum og nauðsynlegum kennsluháttum við skólann. Dregið hefur verið úr þjónustu við nemendur, álag á starfsfólk aukist til muna og þurft að fresta nauðsynlegri fjárfestingu í tækjum, búnaði og öðrum innviðum.“
Það er ljóst að HÍ hefur brugðist við fjárskorti frá hinu opinbera og því beitt ýmsum aðhaldsaðgerðum til að geta staðið undir sínu hlutverki sem menntastofnun, ein af grunnstoðum samfélagsins. Þessar aðhaldsaðgerðir eru í dag byrjaðar að skerða gæði náms við skólann og munu gera það enn frekar við óbreytt ástand.
Eftir rúma aldaruppbyggingu á einni af helstu menntastofnun þjóðarinnar virðist stefna hins opinbera, sé horft á núverandi fjárlagafrumvarp, vera sú að draga til baka hluta af þeirri uppbyggingu og þróun sem hefur áunnist síðustu ár.
Íslenska þjóðin er stolt af því að eiga og reka góðan háskóla. Á síðustu árum virðast stjórnvöld hafa gleymt því.
1 Saga | Háskóli Íslands. (2017). Hi.is. Sótt 18 ágúst 2017, af https://hi.is/haskolinn/saga
2 Háskóli Íslands. (2016). Lykiltölur Háskóla Íslands (bls. 8). Reykjavík: Háskóli Íslands. Sótt af https://issuu.com/haskoliislands-universityoficeland/docs/lykiltolur_enska_islenska
3 Háskólastig - Hagstofa. (2017). Hagstofa Íslands. Sótt 18 ágúst 2017, af https://hagstofa.is/talnaefni/samfelag/menntun/haskolastig/
4 OECD (2017), Education at a Glance 2017: OECD Indicators, OECD Publishing, Paris.
https://dx.doi.org/10.1787/eag-2017-en
Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.
Skoðun

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Glötuðu tækifærin
Guðmundur Ragnarsson skrifar

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Sverrir Fannberg Júliusson skrifar

Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina!
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hvað eru Innri þróunarmarkmið?
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Hagur okkar allra
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?
Karl Guðmundsson skrifar

Smíðar eru nauðsyn
Einar Sverrisson skrifar

Nýsköpunarlandið
Elías Larsen skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Sérfræðingarnir
Sölvi Tryggvason skrifar

Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu
Arnþór Sigurðsson skrifar

Venjuleg kona úr Hveragerði
Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar

Hljóð og mynd fara ekki saman
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ertu að grínast með þinn lífsstíl?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Guðrún Hafsteins er leiðtogi
Eiður Welding skrifar

Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf
Hópur iðnaðarmanna skrifar

Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur
Kristín María Thoroddsen skrifar

Herleysið er okkar vörn
Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar

Raddir, kyn og kassar
Linda Björk Markúsardóttir skrifar

Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun
Helga Gísladóttir skrifar

Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR
Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Rödd friðar á móti sterkum her
Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar

Leiðtogi nýrra tíma
Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar

Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair?
Birgir Orri Ásgrímsson skrifar

Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir
Erna Bjarnadóttir skrifar

Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza
Kristján Þór Sigurðsson skrifar