Íslenski boltinn

Torfi Tímoteus og Kolbeinn á reynslu erlendis

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Torfi Tímoteus (númer 24) hélt utan í dag
Torfi Tímoteus (númer 24) hélt utan í dag
Nú þegar Íslandsmótinu í fótbolta er að ljúka nýta margir leikmenn tímann til að reyna fyrir sér erlendis.

Þeir Torfi Tímoteus Gunnarsson úr Fjölni og Kolbeinn Þórðarson úr Breiðabliki héldu báðir utan í dag en Torfi flaug til Englands þar sem hann mun æfa með U23 ára liði Wolverhampton Wanderers í eina viku.

Kolbeinn fór hins vegar til Danmerkur en þar mun hann æfa með U19 ára lið Bröndby í eina viku.

Báðir komu þeir við sögu í Pepsi-deildinni á nýafstaðinni leiktíð en Torfi lék 11 leiki fyrir Fjölni á meðan Kolbeinn kom við sögu í sjö leikjum hjá Blikum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×