Heilbrigðiskerfið ekki nógu samkeppnishæft Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2017 20:30 Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að hraða nýliðun hjúkrunarfræðinga til að bregðast við skorti á þeim innan íslensks heilbrigðiskerfis. Verði ekki gripið til viðhlítandi ráðstafana gæti sá skortur haft óæskileg áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að stefnt hafi í þetta í mörg ár og félagið hafi bent á þetta lengi. „Starfsaldur hjúkrunarfræðinga fer hækkandi. Við erum ekki að fá þá alla til starfa sem útskrifast og við þurfum fleiri í þjónustuna. Bæði erum við að veita flóknari þjónustu, við erum að eldast, tækninni fer fram og það er svo margt svoleiðis sem líka hefur áhrif,“ segir Guðbjörg.Enn fremur segir hún þetta vera mjög stórt launamál. Tvö ár séu frá því að gerðardómur hafi verið settur á hjúkrunarfræðinga. Sömuleiðis skipti vinnuumhverfið mjög miklu máli. „Vinnuumhverfið, eins og við vitum, bara hér á Landspítalanum mætti vera betra og í rauninni alls annars staðar í kerfinu. Þannig að þetta skiptir máli. Við erum enn með 40 stunda vinnuviku á Íslandi fyrir fólk sem er að vinna þrískiptar vaktir og það sjáum við til dæmis ekki hjá hjúkrunarfræðingum á Norðurlöndum og höfum ekki séð í mörg ár.“ Guðbjörg segir að ekki sé einungis verið að missa hjúkrunarfræðinga úr landi heldur einnig til annarra starfa. „Það er sorglegt, að við séum að mennta hjúkrunarfræðinga til annarra starfa. Menntunin er góð og gild og því er þetta eftirsóknarverðir starfskraftar. Það er í rauninni þannig að heilbrigðiskerfið er ekki nógu samkeppnishæft um þessa starfskrafta í dag,“ segir Guðbjörg. Heilbrigðismál Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að hraða nýliðun hjúkrunarfræðinga til að bregðast við skorti á þeim innan íslensks heilbrigðiskerfis. Verði ekki gripið til viðhlítandi ráðstafana gæti sá skortur haft óæskileg áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að stefnt hafi í þetta í mörg ár og félagið hafi bent á þetta lengi. „Starfsaldur hjúkrunarfræðinga fer hækkandi. Við erum ekki að fá þá alla til starfa sem útskrifast og við þurfum fleiri í þjónustuna. Bæði erum við að veita flóknari þjónustu, við erum að eldast, tækninni fer fram og það er svo margt svoleiðis sem líka hefur áhrif,“ segir Guðbjörg.Enn fremur segir hún þetta vera mjög stórt launamál. Tvö ár séu frá því að gerðardómur hafi verið settur á hjúkrunarfræðinga. Sömuleiðis skipti vinnuumhverfið mjög miklu máli. „Vinnuumhverfið, eins og við vitum, bara hér á Landspítalanum mætti vera betra og í rauninni alls annars staðar í kerfinu. Þannig að þetta skiptir máli. Við erum enn með 40 stunda vinnuviku á Íslandi fyrir fólk sem er að vinna þrískiptar vaktir og það sjáum við til dæmis ekki hjá hjúkrunarfræðingum á Norðurlöndum og höfum ekki séð í mörg ár.“ Guðbjörg segir að ekki sé einungis verið að missa hjúkrunarfræðinga úr landi heldur einnig til annarra starfa. „Það er sorglegt, að við séum að mennta hjúkrunarfræðinga til annarra starfa. Menntunin er góð og gild og því er þetta eftirsóknarverðir starfskraftar. Það er í rauninni þannig að heilbrigðiskerfið er ekki nógu samkeppnishæft um þessa starfskrafta í dag,“ segir Guðbjörg.
Heilbrigðismál Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira