Lena Headey grét vegna Harvey Weinstein Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2017 20:11 "Ég hló að þessu, ég var í sjokki, ég man að ég hugsaði að þetta hlyti að vera brandari. Ég sagði eitthvað á þá leið að það væri eins og að kyssa pabba minn.“ HBO Leikkonan Lena Headey, sem er hvað þekktust fyrir að leika Cersei Lannister í Game of Thrones, segist hafa grátið vegna Harvey Weinstein. Gífurlegur fjöldi kvenna hafa sakað framleiðandann um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. Headey sagði frá samskiptum sínum við Weinstein á Twitter í dag. Í tístum sínum segir Headey að hún hafi fyrst hitt Weinstein á kvikmyndahátíð í Feneyjum þar sem verið var að sýna Brothers Grimm og bætir við að á meðan tökum stóð hafi leikstjóri myndarinnar ítrekað níðst á henni. Hún segir Weinstein hafa beðið sig um að ganga með sér um skeið og hann hafi gefið eitthvað kynferðislegt í skyn. „Ég hló að þessu, ég var í sjokki, ég man að ég hugsaði að þetta hlyti að vera brandari. Ég sagði eitthvað á þá leið að það væri eins og að kyssa pabba minn.“ Þá segir hún að hún hafi stungið upp á því að þau færu til baka. Eftir það hafi hún aldrei fengið tilboð um að leika í annarri kvikmynd frá Miramax, fyrirtæki Weinstein bræðranna. Þau hittust aftur, árum seinna í Los Angeles. Headey segir að hún hafi verið staðráðin í því að leyfa Weinstein ekki að komast upp með neitt. Hún hafði trú á því að hann myndi virða mörk hennar og að mögulega vildi hann ræða eitthvað atvinnutengt á morgunverðarfundi þeirra. Í fyrstu ræddu þau eingöngu um kvikmyndir og kvikmyndagerð en hún segir Weinstein fljótt hafa spurt hana út í ástarlíf hennar. Hún hafi þó snúið samtalinu aftur að einhverju ópersónulegra. Skömmu seinna hafi hann beðið hana um að koma upp á hótelherbergi þar sem hann vildi sýna henni handrit að kvikmynd. „Við gengum að lyftunni og andrúmsloftið breyttist, allur líkami minn var í viðbragðsstöðu og lyftan var á uppleið. Ég sagði við Harvey: Ég hef ekki áhuga á öðru en vinnu, ekki halda að ég hafi komið með þér vegna annarrar ástæðu. Það er ekkert að fara að gerast.“ Headey segist ekki vita af hverju hún hafi fundið þörf til að segja þetta en hún hafi þurft þess. Þá hafi Weinstein orðið reiður og nánast ýtt henni að hurðinni að herbergi hans. Lykillinn hafi hins vegar ekki virkað og hann hafi dregið hana aftur niður og út, borgað fyrir bíl hennar og hvíslað að henni: „Ekki segja neinum frá þessu.“ „Ég settist upp í bíl og grét.“ pic.twitter.com/o1U06krn0q— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017 pic.twitter.com/QzS7EweJGe— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017 pic.twitter.com/VXzLNwT2yO— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017 pic.twitter.com/gX2cL6PyQN— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017 Mál Harvey Weinstein Hollywood MeToo Bandaríkin Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Leikkonan Lena Headey, sem er hvað þekktust fyrir að leika Cersei Lannister í Game of Thrones, segist hafa grátið vegna Harvey Weinstein. Gífurlegur fjöldi kvenna hafa sakað framleiðandann um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. Headey sagði frá samskiptum sínum við Weinstein á Twitter í dag. Í tístum sínum segir Headey að hún hafi fyrst hitt Weinstein á kvikmyndahátíð í Feneyjum þar sem verið var að sýna Brothers Grimm og bætir við að á meðan tökum stóð hafi leikstjóri myndarinnar ítrekað níðst á henni. Hún segir Weinstein hafa beðið sig um að ganga með sér um skeið og hann hafi gefið eitthvað kynferðislegt í skyn. „Ég hló að þessu, ég var í sjokki, ég man að ég hugsaði að þetta hlyti að vera brandari. Ég sagði eitthvað á þá leið að það væri eins og að kyssa pabba minn.“ Þá segir hún að hún hafi stungið upp á því að þau færu til baka. Eftir það hafi hún aldrei fengið tilboð um að leika í annarri kvikmynd frá Miramax, fyrirtæki Weinstein bræðranna. Þau hittust aftur, árum seinna í Los Angeles. Headey segir að hún hafi verið staðráðin í því að leyfa Weinstein ekki að komast upp með neitt. Hún hafði trú á því að hann myndi virða mörk hennar og að mögulega vildi hann ræða eitthvað atvinnutengt á morgunverðarfundi þeirra. Í fyrstu ræddu þau eingöngu um kvikmyndir og kvikmyndagerð en hún segir Weinstein fljótt hafa spurt hana út í ástarlíf hennar. Hún hafi þó snúið samtalinu aftur að einhverju ópersónulegra. Skömmu seinna hafi hann beðið hana um að koma upp á hótelherbergi þar sem hann vildi sýna henni handrit að kvikmynd. „Við gengum að lyftunni og andrúmsloftið breyttist, allur líkami minn var í viðbragðsstöðu og lyftan var á uppleið. Ég sagði við Harvey: Ég hef ekki áhuga á öðru en vinnu, ekki halda að ég hafi komið með þér vegna annarrar ástæðu. Það er ekkert að fara að gerast.“ Headey segist ekki vita af hverju hún hafi fundið þörf til að segja þetta en hún hafi þurft þess. Þá hafi Weinstein orðið reiður og nánast ýtt henni að hurðinni að herbergi hans. Lykillinn hafi hins vegar ekki virkað og hann hafi dregið hana aftur niður og út, borgað fyrir bíl hennar og hvíslað að henni: „Ekki segja neinum frá þessu.“ „Ég settist upp í bíl og grét.“ pic.twitter.com/o1U06krn0q— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017 pic.twitter.com/QzS7EweJGe— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017 pic.twitter.com/VXzLNwT2yO— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017 pic.twitter.com/gX2cL6PyQN— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017
Mál Harvey Weinstein Hollywood MeToo Bandaríkin Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira