Fótbolti

Fjör á landsliðsæfingu í Wiesbaden | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og Hallberu Gísladóttur var greinilega skemmt á æfingunni í dag.
Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og Hallberu Gísladóttur var greinilega skemmt á æfingunni í dag. mynd/ksí
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið til Wiesbaden í Þýskalandi.

Þar undirbúa stelpurnar okkar sig fyrir leikinn gegn Þýskalandi í undankeppni HM á föstudaginn. Á þriðjudaginn eftir viku mætir íslenska liðið svo því tékkneska í Znojmo.

Ísland er með þrjú stig í 2. sæti riðils 5 eftir 8-0 sigur á Færeyjum í síðasta mánuði.

Íslenska liðið setur stefnuna á að ná 2. sæti riðilsins og komast þannig í umspil um sæti á HM. Til að það takist þurfa stelpurnar okkar að ná góðum úrslitum í leikjunum gegn Þýskalandi og Tékklandi.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir af æfingu íslenska liðsins í dag.


Tengdar fréttir

Einn nýliði í landsliðshópi Freys

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi í næstu leikjum liðsins í undankeppni HM 2019 á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ.

Tókst gríðarlega vel að byrja upp á nýtt

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, viðurkennir að því hafi fylgt tilfinningaflóð að koma stelpunum okkar aftur í gang eftir vonbrigðin á EM. Það tókst vel með stórsigri á Færeyjum en nú á liðið tvo erfiðustu útileikina fyrir höndum í einni ferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×