Klárum verkið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 18. október 2017 07:00 Hagtölur benda til þess að ungt fólk sé í verri stöðu nú á Íslandi en áður. Atvinnutækifærin eru færri, launin eru lægri, eignamyndunin er minni og húsnæðisvandinn snertir öll heimili landsins. Hætta er á að börnin okkar leiti tækifæranna annars staðar frekar en hérlendis, ef ekkert er að gert. Húsnæðisvandinn er grafalvarlegt mál sem við verðum að finna lausn á. Bæta þarf aðgengi að fjármagni, fella niður afborganir námslána og auka framboð af íbúðum víðsvegar um landið.Svissneska leiðin Framsókn vill að ungu fólki verði heimilt að taka út iðgjald sem það hefur lagt í lífeyrissjóð og nýta sem útborgun við íbúðarkaup. Í Sviss hefur þessi leið nýst vel til að auðvelda fólki að eignast eigið húsnæði. Hægt er að nýta hluta af lífeyrissjóði sem útborgun og þarf því ekki að greiða vexti til bankana inn á lán af þeirri fjárhæð. Þegar íbúðin er seld er iðgjaldinu skilað aftur inn í lífeyrissjóðinn. Það er bein fjárfesting til þeirra sem nýta. Lífeyrissjóðurinn er á fyrsta veðrétti og fær því allt sitt til baka. Leiðin skaðar auk þess ekki þá sem nýta sér ekki úrræðið. Þeirra iðgjald er enn inni í viðkomandi lífeyrissjóði og hann sér um ávöxtun á þeim fjármunum. Útfærsluatriði er hvenær lífeyrissjóðurinn fær sitt til baka. Gæti verið við 50 ára aldur. Þá hefur eign í íbúðinni aukist og viðkomandi getur ráðið hvort hann borgar það sama til baka og var tekið út eða greiðir meira.Þungur baggi Á sama tíma og ungt fólk með börn er að reyna að eignast heimili eru námslánin oftar en ekki þungur baggi í heimilisrekstri. Framsókn vill að ungt fólk geti frestað afborgunum á námslánum sínum í fimm ár við kaup á fyrstu íbúð. Jafnframt þarf að koma hreyfingu á húsnæðismarkaðinn með því að auka framboðið af íbúðum. Framsókn vill að í samstarfi við lífeyrissjóðina verði fjárfestir minnst 10 milljarðar árlega til uppbyggingar á 300 hagkvæmum íbúðum og hjúkrunarrýmum fyrir eldra fólkið. Klárum nú verkið og búum til stöðugleika í samfélaginu. Getum við ekki öll verið sammála um það? Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Hagtölur benda til þess að ungt fólk sé í verri stöðu nú á Íslandi en áður. Atvinnutækifærin eru færri, launin eru lægri, eignamyndunin er minni og húsnæðisvandinn snertir öll heimili landsins. Hætta er á að börnin okkar leiti tækifæranna annars staðar frekar en hérlendis, ef ekkert er að gert. Húsnæðisvandinn er grafalvarlegt mál sem við verðum að finna lausn á. Bæta þarf aðgengi að fjármagni, fella niður afborganir námslána og auka framboð af íbúðum víðsvegar um landið.Svissneska leiðin Framsókn vill að ungu fólki verði heimilt að taka út iðgjald sem það hefur lagt í lífeyrissjóð og nýta sem útborgun við íbúðarkaup. Í Sviss hefur þessi leið nýst vel til að auðvelda fólki að eignast eigið húsnæði. Hægt er að nýta hluta af lífeyrissjóði sem útborgun og þarf því ekki að greiða vexti til bankana inn á lán af þeirri fjárhæð. Þegar íbúðin er seld er iðgjaldinu skilað aftur inn í lífeyrissjóðinn. Það er bein fjárfesting til þeirra sem nýta. Lífeyrissjóðurinn er á fyrsta veðrétti og fær því allt sitt til baka. Leiðin skaðar auk þess ekki þá sem nýta sér ekki úrræðið. Þeirra iðgjald er enn inni í viðkomandi lífeyrissjóði og hann sér um ávöxtun á þeim fjármunum. Útfærsluatriði er hvenær lífeyrissjóðurinn fær sitt til baka. Gæti verið við 50 ára aldur. Þá hefur eign í íbúðinni aukist og viðkomandi getur ráðið hvort hann borgar það sama til baka og var tekið út eða greiðir meira.Þungur baggi Á sama tíma og ungt fólk með börn er að reyna að eignast heimili eru námslánin oftar en ekki þungur baggi í heimilisrekstri. Framsókn vill að ungt fólk geti frestað afborgunum á námslánum sínum í fimm ár við kaup á fyrstu íbúð. Jafnframt þarf að koma hreyfingu á húsnæðismarkaðinn með því að auka framboðið af íbúðum. Framsókn vill að í samstarfi við lífeyrissjóðina verði fjárfestir minnst 10 milljarðar árlega til uppbyggingar á 300 hagkvæmum íbúðum og hjúkrunarrýmum fyrir eldra fólkið. Klárum nú verkið og búum til stöðugleika í samfélaginu. Getum við ekki öll verið sammála um það? Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar