Heilsíðuauglýsing klámkóngsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. október 2017 07:46 Larry Flynt hefur lengi látið sig stjórnmál varða. Hér er hann á blaðamannafundi á heimili sínu þar sem hann greindi frá framboði hans til ríkisstjóra Kaliforníu. Vísir/Getty Larry Flint, stofnandi klámritsins Hustler, býður 10 milljónir dala, rúmlega milljarð íslenskra króna, fyrir upplýsingar sem gætu leitt til þess að Bandaríkjaforseti verði kærður fyrir embættisbrot og í kjölfarið vikið úr embætti. Þetta fór ekki framhjá neinum sem fletti sig í gegnum sunnudagsútgáfu Washington Post í gær. Þar mátti sjá heilsíðuauglýsingu frá Flynt og Hustler þar sem greint var frá peningagjöfinni. Greint var fyrst frá auglýsingunni á laugardag, þegar upplýsingar um hana láku úr ritstjórninni. Auglýsinguna má sjá hér að neðan.Engar myndir, bara mikið letur.Washington PostÍ henni segir Flynt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé „ólögmætur“ og að hann hafi einungis náð kjöri vegna „sérviskulegs, úrelts kosningafyrirkomulags.“ Visar Flynt þar til þeirrar staðreyndar að þrátt fyrir að Trump hafi fengið um 3 milljónum færri atkvæði en mótframbjóðandi hans, Hillary Clinton, fékk hann engu að síður fleiri kjörmenn sem tryggðu honum sigurinn. Auglýsingin segir að sama skapi að ef víkja ætti forsetanum úr embætti þyrfti „óvefengjanlegar“ upplýsingar og því væri Hustler og Flynt reiðubúin að láta slíka upphæð af hendi rakna.Ástæðurnar margar og fjölbreyttar Í auglýsingunni, sem er eiginlega ekkert nema texti, rekur Flynt ástæður þess að hann telur að Trump verði að víkja. Nefnir hann meðal annars brottvikningu fyrrverandi forstjóra FBI, James Comey, og yfirlýsingar forsetans um að Bandaríkin hafi dregið sig úr Parísarsamkomulaginu. Þá nefnir hann jafnframt það sem hann segir lélegar yfirlýsingar Trump eftir samkomu nýnasistanna í Charlottesville. Tókst honum ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að fordæma þjóðernissinnana sem urðu einni að konu að bana. Sökin lægi hjá „báðum fylkingunum“ að mati Trump og fór það öfugt ofan í marga. Þá óttast Flynt jafnframt að Donald Trump skuli hafa, með sitt lundarfar, valdið til að hefja kjarnorkustríð. „Að víkja honum úr embætti yrði sóðalegt, umdeilt ferli en í samaburði yrðu þrjú ár í viðbót af óstöðugleika og vanhæfi ennþá verri.“Áður boðið 100 milljónir Flynt hefur áður heitið peningaverðlaunum hverjum þeim sem gæti reitt fram myndband sem sýndi þáverandi forsetaframbjóðandann Trump við „ólöglegt athæfi eða í lítillækkandi kynlífsathöfnum.“ Það gerði hann síðast í október í fyrra, mánuði fyrir kosningarnar vestanhafs, eftir að greint var frá mögulegri tilvist upptöku sem sýna átti Trump með vændiskonum á hóteli í Moskvu. Þetta myndband hefur aldrei litið dagsins ljós og efast margir um tilvist þess. Því var Flynt tilbúinn að greiða milljón dali, rúmlega 100 milljónir króna, fyrir myndbandið - væri það til. Donald Trump Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Larry Flint, stofnandi klámritsins Hustler, býður 10 milljónir dala, rúmlega milljarð íslenskra króna, fyrir upplýsingar sem gætu leitt til þess að Bandaríkjaforseti verði kærður fyrir embættisbrot og í kjölfarið vikið úr embætti. Þetta fór ekki framhjá neinum sem fletti sig í gegnum sunnudagsútgáfu Washington Post í gær. Þar mátti sjá heilsíðuauglýsingu frá Flynt og Hustler þar sem greint var frá peningagjöfinni. Greint var fyrst frá auglýsingunni á laugardag, þegar upplýsingar um hana láku úr ritstjórninni. Auglýsinguna má sjá hér að neðan.Engar myndir, bara mikið letur.Washington PostÍ henni segir Flynt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé „ólögmætur“ og að hann hafi einungis náð kjöri vegna „sérviskulegs, úrelts kosningafyrirkomulags.“ Visar Flynt þar til þeirrar staðreyndar að þrátt fyrir að Trump hafi fengið um 3 milljónum færri atkvæði en mótframbjóðandi hans, Hillary Clinton, fékk hann engu að síður fleiri kjörmenn sem tryggðu honum sigurinn. Auglýsingin segir að sama skapi að ef víkja ætti forsetanum úr embætti þyrfti „óvefengjanlegar“ upplýsingar og því væri Hustler og Flynt reiðubúin að láta slíka upphæð af hendi rakna.Ástæðurnar margar og fjölbreyttar Í auglýsingunni, sem er eiginlega ekkert nema texti, rekur Flynt ástæður þess að hann telur að Trump verði að víkja. Nefnir hann meðal annars brottvikningu fyrrverandi forstjóra FBI, James Comey, og yfirlýsingar forsetans um að Bandaríkin hafi dregið sig úr Parísarsamkomulaginu. Þá nefnir hann jafnframt það sem hann segir lélegar yfirlýsingar Trump eftir samkomu nýnasistanna í Charlottesville. Tókst honum ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að fordæma þjóðernissinnana sem urðu einni að konu að bana. Sökin lægi hjá „báðum fylkingunum“ að mati Trump og fór það öfugt ofan í marga. Þá óttast Flynt jafnframt að Donald Trump skuli hafa, með sitt lundarfar, valdið til að hefja kjarnorkustríð. „Að víkja honum úr embætti yrði sóðalegt, umdeilt ferli en í samaburði yrðu þrjú ár í viðbót af óstöðugleika og vanhæfi ennþá verri.“Áður boðið 100 milljónir Flynt hefur áður heitið peningaverðlaunum hverjum þeim sem gæti reitt fram myndband sem sýndi þáverandi forsetaframbjóðandann Trump við „ólöglegt athæfi eða í lítillækkandi kynlífsathöfnum.“ Það gerði hann síðast í október í fyrra, mánuði fyrir kosningarnar vestanhafs, eftir að greint var frá mögulegri tilvist upptöku sem sýna átti Trump með vændiskonum á hóteli í Moskvu. Þetta myndband hefur aldrei litið dagsins ljós og efast margir um tilvist þess. Því var Flynt tilbúinn að greiða milljón dali, rúmlega 100 milljónir króna, fyrir myndbandið - væri það til.
Donald Trump Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira