Macron vill svipta Weinstein æðstu heiðursorðu Frakklands Birgir Olgeirsson skrifar 15. október 2017 22:12 Emmanuel Macron Vísir/Getty Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, hefur hafið ferli sem miðast að því að svipta bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein æðstu heiðursorðu sem nokkur getur öðlast í Frakklandi. Macron greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld ásamt því að tjá sig um málið við franska fjölmiðla. Ástæðan að baki því er sá mikli fjöldi ásakana kvenna á hendur Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. Það var Nicolas Sarkozy, þáverandi forseti Frakklands, sem veitti Weinstein orðuna árið 2012. Harvey Weinstein.Vísir/Getty Stjórn Óskarsakademíunnar ákvað í gær að reka Weinstein úr akademíunni. Nokkrar franskar leikkonur hafa stigið fram og lýst því hvernig þær hafa orðið fyrir barðinu á Weinstein. Forsvarsmenn kvikmyndahátíðarinnar í Cannes hafa fordæmt óafsakanlega hegðun Weinsteins. Breska kvikmynda- og sjónvarpsakademían, BAFTA, ákvað í síðustu viku að afturkalla aðild Weinsteins og þá hafa nokkrir breskir stjórnmálamenn hvatt Theresu May, forsætisráðherra Breta, til að svipta Weinstein stórriddaratign breska heimsveldisins. Macron sagði við frönsku sjónvarpsstöðina TF1 að hann hefði beðið formann nefndarinnar sem veitir Légion d‘Honneur-orðuna að svipta Weinstein henni. J'ai engagé les démarches pour retirer la légion d'honneur à Harvey Weinstein.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) October 15, 2017 Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greindi frá því í dag að lögreglan í Bretlandi hefði hafið rannsókn á ásökunum gegn Weinstein. Var haft eftir lögreglunni að hann væri sakaður um brot gegn þremur konum í aðskildum atvikum í London seint á níunda áratug síðustu aldar, árið 1992, 2010, 2011 og 2015. Sagði lögregluna brotin hafa átt sér stað í Westminster, Camden og vestur London. Lögreglan í New York rannsakar einnig ásakanir á hendur Weinstein um nauðgun og kynferðisbrot. Weinstein hefur notið mikillar velgengni á ferli sínum sem kvikmyndaframleiðandi, en myndir á hans vegum hafa hlotið 300 tilnefningar til Óskarsverðlauna og unnið til 80 slíkra. Mál Harvey Weinstein MeToo Frakkland Tengdar fréttir Woody Allen sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein Bandaríski leikstjórinn Woody Allen segist sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein en á þriðja tug kvenna hafa stigið fram á undanförnum dögum og sakað hann um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi. 15. október 2017 10:11 James Corden harðlega gagnrýndur fyrir brandara um Harvey Weinstein "Harvey Weinstein vildi koma í kvöld, en því miður ákvað hann að sætta sig við það pottablóm sem var næst honum.“ 15. október 2017 20:21 Fleiri konur saka Weinstein um nauðgun Breska leikkonan Lysette Anthony segir Harvey Weinstein hafa ráðist á sig á heimili hennar í London seint á níunda áratugnum. 15. október 2017 09:22 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, hefur hafið ferli sem miðast að því að svipta bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein æðstu heiðursorðu sem nokkur getur öðlast í Frakklandi. Macron greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld ásamt því að tjá sig um málið við franska fjölmiðla. Ástæðan að baki því er sá mikli fjöldi ásakana kvenna á hendur Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. Það var Nicolas Sarkozy, þáverandi forseti Frakklands, sem veitti Weinstein orðuna árið 2012. Harvey Weinstein.Vísir/Getty Stjórn Óskarsakademíunnar ákvað í gær að reka Weinstein úr akademíunni. Nokkrar franskar leikkonur hafa stigið fram og lýst því hvernig þær hafa orðið fyrir barðinu á Weinstein. Forsvarsmenn kvikmyndahátíðarinnar í Cannes hafa fordæmt óafsakanlega hegðun Weinsteins. Breska kvikmynda- og sjónvarpsakademían, BAFTA, ákvað í síðustu viku að afturkalla aðild Weinsteins og þá hafa nokkrir breskir stjórnmálamenn hvatt Theresu May, forsætisráðherra Breta, til að svipta Weinstein stórriddaratign breska heimsveldisins. Macron sagði við frönsku sjónvarpsstöðina TF1 að hann hefði beðið formann nefndarinnar sem veitir Légion d‘Honneur-orðuna að svipta Weinstein henni. J'ai engagé les démarches pour retirer la légion d'honneur à Harvey Weinstein.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) October 15, 2017 Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greindi frá því í dag að lögreglan í Bretlandi hefði hafið rannsókn á ásökunum gegn Weinstein. Var haft eftir lögreglunni að hann væri sakaður um brot gegn þremur konum í aðskildum atvikum í London seint á níunda áratug síðustu aldar, árið 1992, 2010, 2011 og 2015. Sagði lögregluna brotin hafa átt sér stað í Westminster, Camden og vestur London. Lögreglan í New York rannsakar einnig ásakanir á hendur Weinstein um nauðgun og kynferðisbrot. Weinstein hefur notið mikillar velgengni á ferli sínum sem kvikmyndaframleiðandi, en myndir á hans vegum hafa hlotið 300 tilnefningar til Óskarsverðlauna og unnið til 80 slíkra.
Mál Harvey Weinstein MeToo Frakkland Tengdar fréttir Woody Allen sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein Bandaríski leikstjórinn Woody Allen segist sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein en á þriðja tug kvenna hafa stigið fram á undanförnum dögum og sakað hann um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi. 15. október 2017 10:11 James Corden harðlega gagnrýndur fyrir brandara um Harvey Weinstein "Harvey Weinstein vildi koma í kvöld, en því miður ákvað hann að sætta sig við það pottablóm sem var næst honum.“ 15. október 2017 20:21 Fleiri konur saka Weinstein um nauðgun Breska leikkonan Lysette Anthony segir Harvey Weinstein hafa ráðist á sig á heimili hennar í London seint á níunda áratugnum. 15. október 2017 09:22 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Woody Allen sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein Bandaríski leikstjórinn Woody Allen segist sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein en á þriðja tug kvenna hafa stigið fram á undanförnum dögum og sakað hann um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi. 15. október 2017 10:11
James Corden harðlega gagnrýndur fyrir brandara um Harvey Weinstein "Harvey Weinstein vildi koma í kvöld, en því miður ákvað hann að sætta sig við það pottablóm sem var næst honum.“ 15. október 2017 20:21
Fleiri konur saka Weinstein um nauðgun Breska leikkonan Lysette Anthony segir Harvey Weinstein hafa ráðist á sig á heimili hennar í London seint á níunda áratugnum. 15. október 2017 09:22