Macron vill svipta Weinstein æðstu heiðursorðu Frakklands Birgir Olgeirsson skrifar 15. október 2017 22:12 Emmanuel Macron Vísir/Getty Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, hefur hafið ferli sem miðast að því að svipta bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein æðstu heiðursorðu sem nokkur getur öðlast í Frakklandi. Macron greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld ásamt því að tjá sig um málið við franska fjölmiðla. Ástæðan að baki því er sá mikli fjöldi ásakana kvenna á hendur Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. Það var Nicolas Sarkozy, þáverandi forseti Frakklands, sem veitti Weinstein orðuna árið 2012. Harvey Weinstein.Vísir/Getty Stjórn Óskarsakademíunnar ákvað í gær að reka Weinstein úr akademíunni. Nokkrar franskar leikkonur hafa stigið fram og lýst því hvernig þær hafa orðið fyrir barðinu á Weinstein. Forsvarsmenn kvikmyndahátíðarinnar í Cannes hafa fordæmt óafsakanlega hegðun Weinsteins. Breska kvikmynda- og sjónvarpsakademían, BAFTA, ákvað í síðustu viku að afturkalla aðild Weinsteins og þá hafa nokkrir breskir stjórnmálamenn hvatt Theresu May, forsætisráðherra Breta, til að svipta Weinstein stórriddaratign breska heimsveldisins. Macron sagði við frönsku sjónvarpsstöðina TF1 að hann hefði beðið formann nefndarinnar sem veitir Légion d‘Honneur-orðuna að svipta Weinstein henni. J'ai engagé les démarches pour retirer la légion d'honneur à Harvey Weinstein.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) October 15, 2017 Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greindi frá því í dag að lögreglan í Bretlandi hefði hafið rannsókn á ásökunum gegn Weinstein. Var haft eftir lögreglunni að hann væri sakaður um brot gegn þremur konum í aðskildum atvikum í London seint á níunda áratug síðustu aldar, árið 1992, 2010, 2011 og 2015. Sagði lögregluna brotin hafa átt sér stað í Westminster, Camden og vestur London. Lögreglan í New York rannsakar einnig ásakanir á hendur Weinstein um nauðgun og kynferðisbrot. Weinstein hefur notið mikillar velgengni á ferli sínum sem kvikmyndaframleiðandi, en myndir á hans vegum hafa hlotið 300 tilnefningar til Óskarsverðlauna og unnið til 80 slíkra. Mál Harvey Weinstein MeToo Frakkland Tengdar fréttir Woody Allen sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein Bandaríski leikstjórinn Woody Allen segist sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein en á þriðja tug kvenna hafa stigið fram á undanförnum dögum og sakað hann um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi. 15. október 2017 10:11 James Corden harðlega gagnrýndur fyrir brandara um Harvey Weinstein "Harvey Weinstein vildi koma í kvöld, en því miður ákvað hann að sætta sig við það pottablóm sem var næst honum.“ 15. október 2017 20:21 Fleiri konur saka Weinstein um nauðgun Breska leikkonan Lysette Anthony segir Harvey Weinstein hafa ráðist á sig á heimili hennar í London seint á níunda áratugnum. 15. október 2017 09:22 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, hefur hafið ferli sem miðast að því að svipta bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein æðstu heiðursorðu sem nokkur getur öðlast í Frakklandi. Macron greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld ásamt því að tjá sig um málið við franska fjölmiðla. Ástæðan að baki því er sá mikli fjöldi ásakana kvenna á hendur Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. Það var Nicolas Sarkozy, þáverandi forseti Frakklands, sem veitti Weinstein orðuna árið 2012. Harvey Weinstein.Vísir/Getty Stjórn Óskarsakademíunnar ákvað í gær að reka Weinstein úr akademíunni. Nokkrar franskar leikkonur hafa stigið fram og lýst því hvernig þær hafa orðið fyrir barðinu á Weinstein. Forsvarsmenn kvikmyndahátíðarinnar í Cannes hafa fordæmt óafsakanlega hegðun Weinsteins. Breska kvikmynda- og sjónvarpsakademían, BAFTA, ákvað í síðustu viku að afturkalla aðild Weinsteins og þá hafa nokkrir breskir stjórnmálamenn hvatt Theresu May, forsætisráðherra Breta, til að svipta Weinstein stórriddaratign breska heimsveldisins. Macron sagði við frönsku sjónvarpsstöðina TF1 að hann hefði beðið formann nefndarinnar sem veitir Légion d‘Honneur-orðuna að svipta Weinstein henni. J'ai engagé les démarches pour retirer la légion d'honneur à Harvey Weinstein.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) October 15, 2017 Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greindi frá því í dag að lögreglan í Bretlandi hefði hafið rannsókn á ásökunum gegn Weinstein. Var haft eftir lögreglunni að hann væri sakaður um brot gegn þremur konum í aðskildum atvikum í London seint á níunda áratug síðustu aldar, árið 1992, 2010, 2011 og 2015. Sagði lögregluna brotin hafa átt sér stað í Westminster, Camden og vestur London. Lögreglan í New York rannsakar einnig ásakanir á hendur Weinstein um nauðgun og kynferðisbrot. Weinstein hefur notið mikillar velgengni á ferli sínum sem kvikmyndaframleiðandi, en myndir á hans vegum hafa hlotið 300 tilnefningar til Óskarsverðlauna og unnið til 80 slíkra.
Mál Harvey Weinstein MeToo Frakkland Tengdar fréttir Woody Allen sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein Bandaríski leikstjórinn Woody Allen segist sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein en á þriðja tug kvenna hafa stigið fram á undanförnum dögum og sakað hann um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi. 15. október 2017 10:11 James Corden harðlega gagnrýndur fyrir brandara um Harvey Weinstein "Harvey Weinstein vildi koma í kvöld, en því miður ákvað hann að sætta sig við það pottablóm sem var næst honum.“ 15. október 2017 20:21 Fleiri konur saka Weinstein um nauðgun Breska leikkonan Lysette Anthony segir Harvey Weinstein hafa ráðist á sig á heimili hennar í London seint á níunda áratugnum. 15. október 2017 09:22 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Woody Allen sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein Bandaríski leikstjórinn Woody Allen segist sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein en á þriðja tug kvenna hafa stigið fram á undanförnum dögum og sakað hann um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi. 15. október 2017 10:11
James Corden harðlega gagnrýndur fyrir brandara um Harvey Weinstein "Harvey Weinstein vildi koma í kvöld, en því miður ákvað hann að sætta sig við það pottablóm sem var næst honum.“ 15. október 2017 20:21
Fleiri konur saka Weinstein um nauðgun Breska leikkonan Lysette Anthony segir Harvey Weinstein hafa ráðist á sig á heimili hennar í London seint á níunda áratugnum. 15. október 2017 09:22